2975 - Eldhús

Miðflokksmenn stunda það að taka alþingi í gíslingu. Þeir gerðu það með orkupakka sem ég man ekki lengur númerið á síðastliðið vor. Og núna er það Borgarlínan sem lendir á milli tannanna á þeim. Mér finnst þeim koma það lítið við hvernig sveitarstjórnir kjósa að eyða sínum peningum. Margt þarfara ættu fulltrúar okkar á aþingi að hafa að sinna núna á þessum síðustu og verstu tímum.

Í stað fjögurra milljóna manna sem boðað var að hefðu áhuga á að koma á Tulsa-rall Tromparans komu þangað aðeins ríflega sex þúsund manns. Auðvitað er ekki hægt með nokkru móti að heimfæra þetta á kosningarnar í haust. Trump á þó greinilega í einhverjum vandræðum. Hann ætlar sér greinilega, með góðu eða illu, að tryggja sér fjögur ár í viðbót við stjórnvölinn. Ekki er víst að honum takist það. Útlit er samt fyrir að kosningarnar í haust verði spennandi mjög. Við bíðum í ofvæni.

Eldhúsdagur hljómar nú í útvarpi allra landsmanna og því miður kemur ekkert nýtt þar fram. Stjórnmálamenn eru fljótir að koma sér í rifrildisgírinn. Mest er ég hissa á hvað alþingismenn eru yfileitt illa að sér og grunnhyggnir. Á þessu eru þó auðvitað heiðarlegar undantekningar sem ég hirði ekki um að nefna. Sjálfur er ég eflaust ekki hótinu betri. Stjórnmál eru mannskemmandi.

Ofan í allt annað sem við höfum mátt þola á þessum vetri, væri að sjálfsögðu tilbreyting í því að fá eins og eitt smávegis eldgos. Þó ekki væri nema venjulegt túristagos. Náttúran hefur að undanförnu verið að hrista sig lítilsháttar, en ekki er víst að neitt verði úr neinu.

IMG 5785Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hef ég trú á öðru en Trump vinni í kosningum haustsins. Ég hef almennt séð litla trú á almennri skynsemi meðal óbreyttra í USA og þröngsýnin er yfirþyrmandi. Það fólk mætir á kjörstað og tryggir honum kjörið. Hinir mæta einfaldlega ekki. Lítil þátttaka almennings í kosningum þar westra er lýðræðislegt áhyggjuefni, þ.e.a.s. ef til teljum lýðræði til einhvers gagns. Ekki hjálpar til að í sumum "fylkjum" eins og RÚV kallar  þau, þarf fólk að greiða svolitla fjárupphæð til að fá sig skráð á kjörskrá.

Ellismellur 24.6.2020 kl. 07:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðmýkt sýnir aldrei hann,
alltaf Trump er bestur,
fólið sér til frægðar vann,
að flokkast sem tréhestur.

Þorsteinn Briem, 24.6.2020 kl. 08:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Biden hefur verið með meira fylgi en Trump í nær öllum skoðanakönnunum síðastliðin ár: cool

Donald Trump vs. Joe Biden

Þorsteinn Briem, 24.6.2020 kl. 08:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.6.2020 (í fyrradag):

"During the final Democratic primary debate in March Joe Biden pledged that he would choose a woman as his vice-presidential candidate."

Who will Biden pick as running mate? - BBC

Þorsteinn Briem, 24.6.2020 kl. 08:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.9.2018:

Ekkert hefur breyst í Kína, Norður-Kóreu eða Íran vegna Donalds Trumps, nema þá til hins verra í þessum ríkjum. cool

Norður-Kórea hefur eingöngu hætt að hóta kjarnorkuvopnaárás á Bandaríkin en hefði aldrei gert síka árás hvort sem var, þar sem þeirri árás hefði að sjálfsögðu verið svarað strax með miklu öflugri árás á Norður-Kóreu.

Donald Trump mærir hins vegar harðstjórnina í Norður-Kóreu í bak og fyrir, eingöngu vegna þess að hún hefur hætt þessum heimskulegu hótunum.

Og Bandaríkin eru enn með viðskiptaþvinganir gagnvart Norður-Kóreu en Kína heldur landinu gangandi, enda bæði ríkin kommúnistaríki og nágrannar.

Bandaríkin töpuðu stríðinu í Víetnam, hafa enn ekki unnið stríðið í Afganistan eftir sautján ár og kommúnistaríkið Kúba er við bæjardyr Bandaríkjanna, enda þótt þau séu langmesta herveldið í heiminum.

Þar að auki er Rússland að vinna stríðið í Sýrlandi.


Árangur Trumps er því minni en enginn í heiminum og margir Bandaríkjamenn eru honum reiðir vegna tollahækkana, enda missa þeir margir vinnuna vegna þeirra, auk þess sem þær hækka vöruverð í Bandaríkjunum og valda þar með aukinni verðbólgu í landinu.

Og hér á Íslandi mærir eingöngu hægriöfgafólk Donald Trump. cool

Þorsteinn Briem, 24.6.2020 kl. 08:38

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Alþingi væri nú tæpast að fjalla um þetta strætómál nema vegna þess að því er ætlað að samþykkja að henta tugum milljarða í vitleysuna (sem án vafa enda í hundruðum milljarða). Þetta er því ekki mál sem snýr aðeins að sveitarstjórnum.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.6.2020 kl. 20:34

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um ágæti Borgarlínunnar, sem verður á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir eru í ríkisstjórn sem hefur samþykkt að ráðast í gerð Borgarlínunnar frá Hafnarfirði í Mosfellsbæ. cool

Þorsteinn Briem, 24.6.2020 kl. 21:11

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini hann er stórastur
stígur mjög í vitið.
Mjög samt hefur mávaher
á mikladrenginn skitið.

Sæmundur Bjarnason, 25.6.2020 kl. 05:39

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ellismellur minn. Trump vinnur ekki í haust. Almenn skynsemi fer nefnilega vaxandi í Bandaríkjunum. 

Sæmundur Bjarnason, 25.6.2020 kl. 05:41

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Siglaugsson. Alltaf er verið að fjalla um þessi strætómál í Reykjavík. Ást fólks á einkabílnum er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

Sæmundur Bjarnason, 25.6.2020 kl. 05:44

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held ekki að það sé rétt að tala um "ást" fólks á bílum. Fólk notar bíla vegna þess að þeir eru hentugur samgöngumáti, og ég held ekki að notkun þeirra fari eftir því hvaða flokka fólk kýs.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.6.2020 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband