2974 - Tíbrá

Skil ekki hversvegna einhverjir virðast taka framboð Guðmundar Franklíns til forseta landsins alvarlega. Mér virðist það allsekki vera það. Hann megi sannarlega þakka fyrir ef hann fær meira en fimm prósent atkvæða. Sennilega verður hann undir því marki. Hinsvegar er því ekki að leyna að ég er á vissan hátt fylgjandi framboði hans. Staða Guðna verður til muna sterkari eftir þessa kosningu. Framhjá því verður ekki með neinu móti komist að lýðræði kostar. Þegar sækja þarf um leyfi tl einhverra stjórnvalda til þess að mega bjóða sig fram, þurfum við sannarlega að fara að vara okkur. Framboð Guðmundar er því allra góðra gjalda vert. Með því tryggir hann áframhaldandi lýðræði og sparar okkut með því stórfé.

Lauk nýlega við að lesa bókina „Tíbrá“ eftir Ármann Jakobsson. Í stuttu máli sagt þá varð ég fyrir talverðum vonbrigðum með þá bók. Hugsanlega lesendur þessarar umfjöllunar bið ég að athuga að ég er að mestu hættur að lesa krimma. Sá síðasti á undan þessum, og sá sem mér fannst eitthvað til koma, var að mig minnir „Flateyjargátan“. Var það annars ekki Viktor Arnar Ingólfsson sem samdi þá bók? Hvers vegna hætti hann?

Þetta með Viktor Arnar var eins og hver annar útúrdúr. Mér finnst ég skulda lesendum mínum að útskýra hversvegna ég varð fyrir vonbrigðum með bókina „Tíbrá“.

Ótrúverðugir bláþræðir eru í bókinni. Einkum framan af. Kannski lýsir það mér og bókinni talsvert að ég gafst upp á lestrinum þegar svona 20 til 30 blaðsíður voru eftir. Höfundurinn var þá önnum kafinn við að segja einhverja allt aðra sögu en hann hafði hingaðtil verið að segja. Að því er mér fannst bara til þess að útskýra (eða hrútskýra) allt aðra niðurstöðu en hann hafði boðað fram að þessu. Því miður held ég að höfundurinn eigi ekki mikla framtíð fyrir sér á þessu sviði. Hann virðist ekki kunna, frekar en Yrsa einföldustu reglur um persónusköpun og halda að krimmar séu góð leið til að koma eigin skoðunum á ýmsum málefnum á framfæri.

Hugsanlega er ég orðinn óþarflega fastur í þeirri aðferð sem Arnaldur notar. Þar er allt í nánast ópersónulegum skýrslustíl. Síðan Sjövall og Wahlö leið finnst mér engir nema kannski Arnaldur kunna að skrifa krimma.

Hugsanlega hefði þessi bók getað gengið sem venjuleg skáldsaga, en morðin tvö  gera þetta að krimma. Vissulega getur höfundurinn ekki gert að því. Í krimmum þurfa alltaf að vera morð eða aðrir stórglæpir. Með því að sleppa morðunum og stytta bókina um sextíu til sjötíu prósent hefði þetta sennilega getað orðið sæmilegasti sálfræðitryllir en þá hefðu alls ekki verið jafnmiklir peningar í spilinu.

IMG 5787Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Moggabloggsins karlakór,
hvergi á sér maka,
til helvítis þar Halldór fór,
og hann ei kom til baka.

Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 11:35

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki nóg með að sumt fólk taki framboðið alvarlega, heldur eru ýmsir sem trúa því statt og stöðugt að frambjóðandinn muni ná kjöri. Því til stuðnings eru annars vegar hafðar skoðanakannanir Útvarps Sögu, og stuðningsmennirnir móðgast sárlega sé þeim bent á að það séu aðeins fífl sem taka mark á slíku, og hins vegar svo hátimbraðar samsæriskenningar um venjulegar skoðanakannanir að þær nálgast níundu sinfóníu Beethovens - að umfangi en ekki gæðum reyndar.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.6.2020 kl. 22:25

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini minn, þú verður að virða mér það til vorkunnar að ég skuli ekki svara þér í bundnu máli núna. Hef nefnilega ekki hugmynd um hvaða helvítis Halldór þetta er sem þú yrkir um. Mér þykir samt gaman að þessari viðleytni okkar. Oft eru samt vísurnar ekki spor merkilegar.

Sæmundur Bjarnason, 22.6.2020 kl. 22:56

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Siglaugsson, ég er alveg sammála þér um flest í þessu innleggi. Guðmundur Franklíns fær varla meira en svona 5 til 10 prósent atkvæða í mesta lagi. Alveg er ég hissa á því að jafnvel skynsamt fólk skuli ekki gera neinn greinarmun á alvöru skoðanakönnunum og vefkönnunum sem einhverjir skyldir aðilar standa að eða vinnustaðakönnunum og þessháttar. Uss bara.

Sæmundur Bjarnason, 22.6.2020 kl. 23:27

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Spái því að kosningaúrslit nk laugardag komi á óvart, en verði þó ekki til þess að fella sitjandi forseta.  Forsetar eru jú ekki æviráðnir og bara hollt að minna þá á það.

Kolbrún Hilmars, 23.6.2020 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband