22.6.2020 | 10:32
2974 - Tíbrá
Skil ekki hversvegna einhverjir virðast taka framboð Guðmundar Franklíns til forseta landsins alvarlega. Mér virðist það allsekki vera það. Hann megi sannarlega þakka fyrir ef hann fær meira en fimm prósent atkvæða. Sennilega verður hann undir því marki. Hinsvegar er því ekki að leyna að ég er á vissan hátt fylgjandi framboði hans. Staða Guðna verður til muna sterkari eftir þessa kosningu. Framhjá því verður ekki með neinu móti komist að lýðræði kostar. Þegar sækja þarf um leyfi tl einhverra stjórnvalda til þess að mega bjóða sig fram, þurfum við sannarlega að fara að vara okkur. Framboð Guðmundar er því allra góðra gjalda vert. Með því tryggir hann áframhaldandi lýðræði og sparar okkut með því stórfé.
Lauk nýlega við að lesa bókina Tíbrá eftir Ármann Jakobsson. Í stuttu máli sagt þá varð ég fyrir talverðum vonbrigðum með þá bók. Hugsanlega lesendur þessarar umfjöllunar bið ég að athuga að ég er að mestu hættur að lesa krimma. Sá síðasti á undan þessum, og sá sem mér fannst eitthvað til koma, var að mig minnir Flateyjargátan. Var það annars ekki Viktor Arnar Ingólfsson sem samdi þá bók? Hvers vegna hætti hann?
Þetta með Viktor Arnar var eins og hver annar útúrdúr. Mér finnst ég skulda lesendum mínum að útskýra hversvegna ég varð fyrir vonbrigðum með bókina Tíbrá.
Ótrúverðugir bláþræðir eru í bókinni. Einkum framan af. Kannski lýsir það mér og bókinni talsvert að ég gafst upp á lestrinum þegar svona 20 til 30 blaðsíður voru eftir. Höfundurinn var þá önnum kafinn við að segja einhverja allt aðra sögu en hann hafði hingaðtil verið að segja. Að því er mér fannst bara til þess að útskýra (eða hrútskýra) allt aðra niðurstöðu en hann hafði boðað fram að þessu. Því miður held ég að höfundurinn eigi ekki mikla framtíð fyrir sér á þessu sviði. Hann virðist ekki kunna, frekar en Yrsa einföldustu reglur um persónusköpun og halda að krimmar séu góð leið til að koma eigin skoðunum á ýmsum málefnum á framfæri.
Hugsanlega er ég orðinn óþarflega fastur í þeirri aðferð sem Arnaldur notar. Þar er allt í nánast ópersónulegum skýrslustíl. Síðan Sjövall og Wahlö leið finnst mér engir nema kannski Arnaldur kunna að skrifa krimma.
Hugsanlega hefði þessi bók getað gengið sem venjuleg skáldsaga, en morðin tvö gera þetta að krimma. Vissulega getur höfundurinn ekki gert að því. Í krimmum þurfa alltaf að vera morð eða aðrir stórglæpir. Með því að sleppa morðunum og stytta bókina um sextíu til sjötíu prósent hefði þetta sennilega getað orðið sæmilegasti sálfræðitryllir en þá hefðu alls ekki verið jafnmiklir peningar í spilinu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sigurjón Sighvatsson eignast kvikmyndaréttinn að Tíbrá
Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 10:59
Selst hafa meira en milljón bækur eftir Ragnar Jónasson
Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 11:10
Moggabloggsins karlakór,
hvergi á sér maka,
til helvítis þar Halldór fór,
og hann ei kom til baka.
Þorsteinn Briem, 22.6.2020 kl. 11:35
Það er ekki nóg með að sumt fólk taki framboðið alvarlega, heldur eru ýmsir sem trúa því statt og stöðugt að frambjóðandinn muni ná kjöri. Því til stuðnings eru annars vegar hafðar skoðanakannanir Útvarps Sögu, og stuðningsmennirnir móðgast sárlega sé þeim bent á að það séu aðeins fífl sem taka mark á slíku, og hins vegar svo hátimbraðar samsæriskenningar um venjulegar skoðanakannanir að þær nálgast níundu sinfóníu Beethovens - að umfangi en ekki gæðum reyndar.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.6.2020 kl. 22:25
Steini minn, þú verður að virða mér það til vorkunnar að ég skuli ekki svara þér í bundnu máli núna. Hef nefnilega ekki hugmynd um hvaða helvítis Halldór þetta er sem þú yrkir um. Mér þykir samt gaman að þessari viðleytni okkar. Oft eru samt vísurnar ekki spor merkilegar.
Sæmundur Bjarnason, 22.6.2020 kl. 22:56
Siglaugsson, ég er alveg sammála þér um flest í þessu innleggi. Guðmundur Franklíns fær varla meira en svona 5 til 10 prósent atkvæða í mesta lagi. Alveg er ég hissa á því að jafnvel skynsamt fólk skuli ekki gera neinn greinarmun á alvöru skoðanakönnunum og vefkönnunum sem einhverjir skyldir aðilar standa að eða vinnustaðakönnunum og þessháttar. Uss bara.
Sæmundur Bjarnason, 22.6.2020 kl. 23:27
Spái því að kosningaúrslit nk laugardag komi á óvart, en verði þó ekki til þess að fella sitjandi forseta. Forsetar eru jú ekki æviráðnir og bara hollt að minna þá á það.
Kolbrún Hilmars, 23.6.2020 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.