19.6.2020 | 06:42
2973 - Ánamaðkar
Gerði eina smá örsögu áðan í miðri andvökunni og kannski ég láti hana bara flakka. Það er annars undarlegt með mig að þessar árans örsögur trufla mig mikið nú um stundir. Allt sem ég skrifa er þó einkum það sem lesendur minir (sem oft eru u.þ.b. 200 talsins) vilja sjá. Kannski vilja þeir ekki sjá þessar örsögur og þá hætti ég að skrifa þær að sjálfsögðu. Hef ég svo ekki þessi formálsorð fleiri.
- - - - - - - - - - - - - - - -
Einu sinni voru tveir ánamaðkar, sem hétu Jan og Jenna. Já, þetta voru strákur og stelpa. Engum sögum fer af þvi hvernin þeim áskotnuðust þessi nöfn. Nafngiftir eru alls ekki með sama sniði hjá ánamöðkum og öðrum. En nóg um það, við vitum þetta bara allsekki og við það verður að una. Reyndar skiptir litlu sem engu máli hvort nöfnin voru karlkyns eða kvenkyns því kynlíf ánamaðka er mjög frábrugðið því sem er hjá okkur mannfólkinu. En förum ekki nánar út í það.
Það var komið vor og moldin var ekki frosin lengur. Smám saman vöknuðu þau Jan og Jenna úr dvala sínum og fundu að regnvatnið seitlaði um allt. Þau leituðu til yfirborðsins eins og eðlisávísunin bauð þeim. Þessi eðlísávísun er frábrugðin venjulegum ávísunum að því leyti að hún er með öllu óskrifuð nema í DNA-ið hjá öllum ánamöðkum.
Apropos, eðlisávísun og DNA. Hún (eðlisávísunin altsvo) segir öllum ánamöðkum að passa sig á rigningunni, því að hún sé hættuleg. Drukknun geti verið afleiðing að of miklu vatnssulli.
Fljótlega komust þau í súldina. Framundan sér sáu þau gangstíg einn malbikaðan og fínan. Þangað fóru þau allshugar fegin, því þar virtist bleytan vera minni. En eins og allir vita þá forðast ánamaðkar rigningu eins og pestina, eða þ.e.a.s. Covid-19. Frá þeim að sjá í grasinu er malbikið hreinasta guðsblessun og þangað hröðuðu þau sér.
Ekki tók þar betra við því risi einn mikill og illúðlegur nálgaðist óðfluga. Þar var samt enga óða flugu að sjá heldur er bara tekið svona til orða í íslensku máli. Samkvæmt útreikningum einkaleyfaskrifstofu ánamaðafélagsins stefndi risi þessi beint á þau Jan og Jennu og samkvæmt nánari útreikningum sem þau fengu upplýsingar um gegnum snjallúrið sitt var útlit fyrir að hann mundi stíga á þau skötuhjúin í fyllingu tímans.
Sem hann og gerði og lýkur þar með þessari sorglegu sögu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Talandi um ánamaðka þá var viðtal við hina einu sönnu Jónínu Ben. (athafnakonu) sem sagðist hafa grætt mikið á því sem krakki að týna orma og skera þá í tvennt og selja svo.
Sigurður I B Guðmundsson, 19.6.2020 kl. 10:24
Ekk viss um að ég hefði áttað mig á þessu. Auðvitað var snjallt hjá henni að skera þá í tvennt.
Sæmundur Bjarnason, 19.6.2020 kl. 10:39
Þú ættir að lesa þessa samgönguáætlun ánamaðkanna fyrir leikskólakrakkana á Akranesi, Sæmi minn.

Annars er það að frétta héðan úr höfuðborginni að ánamaðkarnir í Miðfótarflokknum á Alþingi voru að gapa um samgönguáætlun í nótt í sinni tíundu ræðu hver og einn og byrjaðir að skæla út af langömmu sinni sem drukknaði í einhverjum forarpollinum á vondum mörlenskum vegi.
Steingrímur með Joðið hvatti ánamaðkana til að hugleiða hvort þeir gætu ekki þjappað sjónarmiðum sínum saman til að stytta þennan grátkórsöng.
Og nú reikna ég með að þeir einbeiti sér að því á mánudaginn að gapa um hvað borgarstjórinn í Reykjavík sé nú vondur maður sem muni að öllum líkindum stíga vísvitandi ofan á þá, þannig að þeir verði allir að einni klessu og lýst verði yfir þjóðarsorg hér á Klakanum.
Þorsteinn Briem, 19.6.2020 kl. 10:52
Það væri áhugavert að læra meira um kynlífsstellingar ánaðmaðkanna Jans og Jennu.
Hrannar Baldursson, 20.6.2020 kl. 07:21
Hrannar minn, eiginlega veit ég ekki nógu mikið um þetta mál til að geta frætt þig um það. Er sjálfur forvitinn um þetta.
Sæmundur Bjarnason, 20.6.2020 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.