14.6.2020 | 07:36
2971 - Strætó
Búast má við að úrslit liggi ekki ljóst fyrir í Bandarísku forsetakosningunum í haust (3. nóvember) ef kosningarnar verða tiltölulega jafnar eins og alveg eins er hægt að reikna með. Ástæðan er sú meðal annars að útlit er fyrir að utankjörstaðaratkvæði verði óvenju mörg og tekið getur talsverðan tíma að telja þau. Jafnvel gætu dagar eða dagur liðið þar til ljóst verður hvor vinnur. Síðan má búast við ásökunum um svindl á báða bóga, svo þetta getur orðið ansi spennandi. Þetta minnir okkur sjálfsagt á kosningarnar árið 2000 (mig minnir allavega að það hafi verið það ár) þegar talið var aftur og aftur á Florida í kosningunum milli Gores´ og Bush og Hæstiréttur þurfti á endanum að skera úr.
Að fréttakvenmaður sjónvarpsins skyldi reka bullið í Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ofan í hann þegar hann var að tala um Þorvald Gylfason, kom honum greinilega á óvart. Hann var þó tiltölulega fljótur að átta sig og lét venjulegan útúrsnúning duga eftir það. Venjulega ætlast hann til að fréttamenn séu ekki að fylgjast með því sem hann segir. Að Katrín forsætisráðherra skyldi svo á þingi forðast að gagnrýna fjármálaráðherrann, var nokkuð sem hægt var að reikna með og óþarfi þessvegna að fara með málið inná alþingi. Gott var samt að fá þetta mál skráð í Alþingistiðindi. Þar verður það um aldur og ævi Bjarna til háðungar.
Sumarið er greinlega komið og ekki nema fáeinir dagar þangað til daginn fer aftur að stytta. Sem betur fer tekur það talsverðan tíma og vel getur verið að sumarið verði bara nokkuð gott. Veturinn hefur verið mörgum erfiður. Þó ekkert á við 1918. Þá urðu landsmenn að sætta sig við spönsku veikina, Kötlugos og frostavetur, ljósi punkturinn var þó fullveldið.
Það er þægilegt að geta verið sem lengst að hlutunum. Ekkert jafnast t.d. á við það að geta verið hálftíma að ákveða hvort opnað skuli útá svalir eða ekki. Svo er líka ákaflega gott að gera verið lengi að hella uppá. Kaffið er samt nauðsynlegt að fá sér áður en alltof langt um líður. Eftir því sem árunum fjölgar verður þetta dýrmætara. Nú er svo komið að ég dreg það í lengstu lög að spyrja símann hve hitinn sé mikill útivið.
Í dag held ég að sé verið að breyta stórlega strætisvagnakerfinu í Hafnarfirði. Ég man vel eftir því að mörgum sinnum, afar mörgum sinnum, hefur strætisvagakerfinu í Reykjavík og á Höfðuðborgarsvæðinu verið breytt. Allaf hefur það verið gert til þess að gera kerfið einfaldara og auðskildara. Ekki hefur það alltaf tekist. Þetta kerfi ætti eiginlega að vera orðið afskaplega einfalt og auskiljanlegt núna, en er það víst ekki. Allur þorri manna veit af þessu og forðast þetta kerfi eftir megni. Forstöðumönnum þessa kerfis kom það verulega á óvart þegar skýrslur sýndu að Akureyringum hafði tekist, með því að fella fargjöld niður, að auka notkun kerfisins.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sundurþykk og sundurleit,
svakalegt er pex í,
kaldur Bjarni, Kata heit,
á kvöldin oft er rex í.
Þorsteinn Briem, 14.6.2020 kl. 11:39
Sjöllum Kata fyrir féll,
fylgi á því tapar,
eins og strætó upp í Fell,
alla þar upp skrapar.
Þorsteinn Briem, 14.6.2020 kl. 12:46
Skrapatól í Skraparétt
skrapar öllu sundur.
Ekki þetta er neim frétt
og ekki mikið undur.
Sæmundur Bjarnason, 14.6.2020 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.