2970 - Matur

2970 – Heimshlýnun og þessháttar

Ég hef verið að velta því fyrir mér hversvegna svona margir séu alltof feitir og helsta niðurstaðan sem ég hef komist að er sú að matur sé almennt alltof mikill og góður. Það sé helsta ástæðan fyrir fitunni sem hrjáir of stóran hluta fólks á Vesturlöndum. Ég er ekki nógu kunnugur utan Vesturlanda til að geta með nokkru móti gert mér grein fyrir ástandinu þar. Það sem ég læt frá mér fara hérna er kannski hin mesta vitleysa. Eiginlega byggast þessar skoðanir fyrst og fremst á fordómum, sem eru grasserandi um allt.

Áður fyrr átu menn aðallega til að lifa. Sívaxandi hópur fólks lifir núna fyrir það eitt að éta. Matreiðsluþættir eru vinsælasta efni sjónvarps. Kannski á eftir megrunar og matarferðalagsþáttum. Hvert sem litið er virðast matarauglýsingar vera mjög áberandi. Sennilega eru þær mest áberandi af öllum auglýsingum.

Meðan sá hópur fólks, sem lifir fyrir að éta, fer sístækkandi er engin von til þess að mannkynið léttist að nokkru marki. Megrunarþættirnir hafa engin áhrif, enda megrun erfið og föstur virðast lítil áhrif hafa. Ekki er hægt að gera mat verri en verið hefur. Fáir mundu sætta sig við það. Hvað er þá til ráða? Náttúran virðist telja að Covid-19 sé rétta svarið.

Áhrif þess faraldurs fara sennilega sífellt minnkandi. Hvað á þá að gera? Ekki dugir að segja fólki að éta minna, því það er alveg tilgangslaust. Eina vonin er að Jörðin hristi þennan ófögnuð af sér. Hvernig er hugsanlegt að hún geri það? T.d. með því að gera það sífellt erfiðara að éta svona mikinn og góðan mat. Líka er hugsamlegt að heimshlýnunin komi okkur til bjargar þar eins og á fleiri sviðum. Alltaf virðast finnast aðferðir til að auka matvælaframleiðslu, svo þetta er kannski eina ráðið.

IMG 5794Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svakalega miðflokksmenn,
mikið allir éta,
á þingi drukknir þrasa enn,
þeir svo allir freta.

Þorsteinn Briem, 11.6.2020 kl. 23:42

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Staðfastur er Steini minn
stólar ekki á lofið.
Stundar litli strákurinn
í stökum oftast klofið.

Sæmundur Bjarnason, 12.6.2020 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband