2966 - Utanbæjarmenn

Óeirðir eru talsverðar í Bandaríkjunum. Stjórnvöld tala um „utanbæjarmenn“. Þetta er eins og hér á litla Íslandi. Allsstaðar eru þessir utanbæjarmenn til bölvunar. Trump vill setja alla þá sem eru á móti honum í skipulögð samtök og skilgreina þau sem hryðjuverkasamtök. Þetta held ég að sé ekki rétt. Að halda því fram að óeirðir þessar snúist um eina persónu, er heldur ekki rétt. Þetta er miklu stærra en svo. Skilgreining eftir pólitískum línum rekst líka á staðreyndir. Hægri og vinstri eiga ekki við hér. Hvernig þetta endar er það eina sem máli skiptir núna.

Alveg er ég hissa á því hve margir heimsækja þessa bloggsíðu. Athugasemdum fer líka stórlega fjölgandi. Sennilega er þetta mest vegna þess að ég blogga fremur oft um þessar mundir.

Fór áðan í nokkuð langa gönguferð. Held að hún hafi verið rúmir 4 kílómetrar. Sennilega er kófið sem margir kalla svo, í þann veginn að yfirgefa okkur. Túristarnir kannski líka. Sjálfur er ég að mestu hættur að vera hræddur við hurðarhúna og lyftuhnappa. Innilokunin sem hefur verið síðustu mánuði hefur ekki haft mjög mikil áhrif á mig. Mest er það að sjálsögðu vegna þess að einhverfa eða introvert-ska mín hefur farið vaxandi með aldrinum. Ekki get ég neitt gert að því þó fjarlægð mín frá öðru fólki sé svo mikil að kófið hefur ekki fært mér nein vandræði að ráði.

Aðrir kunna vel að hafa orðið fyrir miklum vanda í sambandi við þennan faraldur. Tala nú ekki um þá sem hafa misst atvinnu sína og/eða lifibrauð af hans völdum. Hugsanlega breytir hann hugsunarhætti fólks verulega og varanlega. Kannski láta samt margir sér nægja að þvo sér eitthvað oftar um hendurnar og láta það duga. Allt á þetta eftir að koma í ljós eins og margt fleira.

Best finnst mér þegar ég fer í gönguferðir að hugsa ekki um neitt sérstakt. A.m.k. að vera ekki með neina fyrirframgerða áætlum um slíkt. Upplagt er að hugsa fyrst og fremst um veðrið og gönguna sjálfa. Af nógu er að taka. Einkum ef öpp eru notuð. Þá má velta fyrir sér hraða, vegalengd og ýmsu öðru. Svo er líka ágætt að tala svolítið við sjálfan sig á göngunni. Jafnvel reyna að komast vel að orði o.s.frv. Mér datt t.d. í hug áðan: „Sennilega er ég summan af öllu sem mér hefur dottið í hug á ævinni“. Hver veit nema þetta sé ódauðlegt spakmæli.

Sumir vilja helst fara í gönguferð með öðrum. Aðrir fara með hundinn sinn. Sumir vilja helst vera í hóp, aðrin einir. Svo er upplagt að fylgjast með landslagi, litum, birtu eða dýralífi. Afbrigðin eru óteljandi.

IMG 5859Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í göngutúra gjarnan fer,
gáfnafar að laga,
summan af sér sjálfum er,
Sæmi fæsta daga.

Þorsteinn Briem, 1.6.2020 kl. 12:12

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Í gönuhlaupið gramur fer
girðigar að saga.
Steini litli stingur sér
í Steininn flesta daga.

Sæmundur Bjarnason, 1.6.2020 kl. 12:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.6.2020 kl. 18:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 1.6.2020 kl. 18:23

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hentar að skilgreina óeirða- og skemmdarverkafólk sem utanbæjarfólk. 

Með því er gefin sú mynd af mótmælendum, að þeir séu allir nokkurs konar innrásarher, og beri Bandaríkjaher að meðhöndla þá sem slíka. 

Ómar Ragnarsson, 2.6.2020 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband