2956 - Trump og kosningarnar í haust

Trump Bandaríkjaforseti er mjög eða a.m.k. fremur óvinsæll meðal flestra þeirra sem ekki hafa kosningarétt í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sérstaklega virðist sumum þjóðarleiðtogun vera uppsigað við hann. Heimafólk hans, það er að segja Bandaríkjamenn eða nægilega stór hluti þeirra, kaus hann samt árið 2016. Munu þeir gera það aftur? Það er allsekki víst. Vinstri sinnað fólk á Vesturlöndum hefur reynt að halda því fram að hann hafi ekki fengið meirihluta atkvæða. Vissulega fékk hann færri atkvæði í heildina en Hillary Clinton. Kosningakerfið er þannig í Bandaríkjunum að hann var samt réttkjörinn forseti þar.

Yfirleitt er það tiltölulega auðvelt fyrir sitjandi forseta að tryggja sér endurkjör. Hann hefur gjarnan alla þræði í hendi sér. Mótframbjóðandinn þarf að koma honum frá. Oftast nær bera Bandaríkjamenn mikla virðingu fyrir forseta sínum og telja hann hafinn yfir pólitískt dægurþras. Varla er Trump eins ómögulegur forseti og Pressan vill hafa hann. Fyrstu ár hans á forsetastóli voru Bandaríkjunum mjög hagstæð efnahagslega og án efa hefur hann ætlað að notfæra sér það. Þar á bæ kjósa menn gjarnan með peningaveskinu. Frambjóðendur eyða líka vænum summum í auglýsingar.

Tvennt kemur samt til núna sem gerir kosningarnar í haust afar spennandi. Annað er að sjálfsögðu Covid-19 faraldurinn og afleiðingar hans. Hitt er að ef gert er ráð fyrir að fylgi þeirra sé í rauninni nokkuð jafnt er samt talsverður fjöldi fólks í báðum flokkum sem hatar báða frambjóðendur. Sá hópur kýs gjarnan að prófa eitthvað nýtt. Trump naut þess árið 2016, þá var Hillary álitin fulltrúi ríkjandi afla og auk þess fremur óvinsæl hjá sumum hópum. Hann nýtur þess samt allsekki núna.    

Allt útlit er fyrir að Joe Biden verði frambjóðandi Demókrata. Hann hefur lengi haft afskipti af stjórnmálum og var varaforseti hjá Barack Obama. Er allsekki óumdeildur og þar að auki gæti þriðji frambjóðandinn hugsanlega ruglað þessu öllu.

IMG 5928Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 13.5.2020 kl. 16:25

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður áhugavert að fylgjast með þessum kosningum. Nú er ég enginn aðdáandi Trumpsa, en mér ofbýður samt vaðallinn gegn honum í sumum fjölmiðlum. Ég kíki reglulega á vef Guardian. Guardian er að mörgu leyti ágætis fréttamiðill og bærilega áreiðanlegur. En fréttir um Trump eru þar ansi stór undantekning. Þær verða sífellt skrítnari, kannski af því að það líður sífellt nær kosningum. Oft eru þær einfaldlega bara hreinn uppspuni. Þannig birtist til dæmis frétt um það í dag að Trumpsi héldi því fram að nýjum kórónutilfellum færi fækkandi, en það væri þveröfugt. Ég ákvað að gera "fact check" eins og Guardian er alltaf að birta um allt sem Trumpsi segir. Kíkti á kórónusíðuna og viti menn, nýju tilfellunum hefur farið hríðfækkandi alveg eins og karlinn sagði, og eru nú rúmur helmingur af því sem þau voru síðustu vikuna í apríl. Sumsé: Frétt Guardian var bara hrein og klár lygi, greinilega sett saman til að vega að karlálftinni.

En þetta breytir ekki því, að í hvert sinn sem maður fer inn á þessa síðu birtist betliklausa þar sem beðið er um framlög til að stunda "óháða fréttamennsku"! Það er svolítið skemmtilegt.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 17:06

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Velkominn aftur, Steini Briem. Ég kann ekki að yrkja limrur. Einhversstaðar uppi í hillu hjá mér held ég samt að Limrubókin sé. Held að sumir séu alveg jafn stuðlasjúkir þar eins og í gömlu rímnaháttunum. Það eru stuttlínurnar sem vefjast jafnan fyrir mér. 

Sæmundur Bjarnason, 13.5.2020 kl. 22:54

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Siglaugsson, þetta með Trump og Pressuna er oft verulega skrítið. Guardian les ég yfirleitt ekki nema ef msn.com birtir greinar þaðan. Oft er líka litið að marka þetta svokallaða fact check, sem amerísku blöðin hafa mikið dálæti á. Trump notar líka mikið að segjast meina allt annað en hann segir. 

Skoðanakannanir og eigin skoðanir eru oft jafngóðar. Oftast er best að treysta engum.

Betlið og sjálfshólið t.d. hjá Kjarnanum fer verulega í taugarnar á mér. 

Sæmundur Bjarnason, 13.5.2020 kl. 23:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.5.2020 (í dag):

State polls suggest Biden has a clear national lead - CNN

Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 12:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband