12.5.2020 | 22:29
2956 - Trump og kosningarnar í haust
Trump Bandaríkjaforseti er mjög eða a.m.k. fremur óvinsæll meðal flestra þeirra sem ekki hafa kosningarétt í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sérstaklega virðist sumum þjóðarleiðtogun vera uppsigað við hann. Heimafólk hans, það er að segja Bandaríkjamenn eða nægilega stór hluti þeirra, kaus hann samt árið 2016. Munu þeir gera það aftur? Það er allsekki víst. Vinstri sinnað fólk á Vesturlöndum hefur reynt að halda því fram að hann hafi ekki fengið meirihluta atkvæða. Vissulega fékk hann færri atkvæði í heildina en Hillary Clinton. Kosningakerfið er þannig í Bandaríkjunum að hann var samt réttkjörinn forseti þar.
Yfirleitt er það tiltölulega auðvelt fyrir sitjandi forseta að tryggja sér endurkjör. Hann hefur gjarnan alla þræði í hendi sér. Mótframbjóðandinn þarf að koma honum frá. Oftast nær bera Bandaríkjamenn mikla virðingu fyrir forseta sínum og telja hann hafinn yfir pólitískt dægurþras. Varla er Trump eins ómögulegur forseti og Pressan vill hafa hann. Fyrstu ár hans á forsetastóli voru Bandaríkjunum mjög hagstæð efnahagslega og án efa hefur hann ætlað að notfæra sér það. Þar á bæ kjósa menn gjarnan með peningaveskinu. Frambjóðendur eyða líka vænum summum í auglýsingar.
Tvennt kemur samt til núna sem gerir kosningarnar í haust afar spennandi. Annað er að sjálfsögðu Covid-19 faraldurinn og afleiðingar hans. Hitt er að ef gert er ráð fyrir að fylgi þeirra sé í rauninni nokkuð jafnt er samt talsverður fjöldi fólks í báðum flokkum sem hatar báða frambjóðendur. Sá hópur kýs gjarnan að prófa eitthvað nýtt. Trump naut þess árið 2016, þá var Hillary álitin fulltrúi ríkjandi afla og auk þess fremur óvinsæl hjá sumum hópum. Hann nýtur þess samt allsekki núna.
Allt útlit er fyrir að Joe Biden verði frambjóðandi Demókrata. Hann hefur lengi haft afskipti af stjórnmálum og var varaforseti hjá Barack Obama. Er allsekki óumdeildur og þar að auki gæti þriðji frambjóðandinn hugsanlega ruglað þessu öllu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.
Þorsteinn Briem, 13.5.2020 kl. 16:25
Það verður áhugavert að fylgjast með þessum kosningum. Nú er ég enginn aðdáandi Trumpsa, en mér ofbýður samt vaðallinn gegn honum í sumum fjölmiðlum. Ég kíki reglulega á vef Guardian. Guardian er að mörgu leyti ágætis fréttamiðill og bærilega áreiðanlegur. En fréttir um Trump eru þar ansi stór undantekning. Þær verða sífellt skrítnari, kannski af því að það líður sífellt nær kosningum. Oft eru þær einfaldlega bara hreinn uppspuni. Þannig birtist til dæmis frétt um það í dag að Trumpsi héldi því fram að nýjum kórónutilfellum færi fækkandi, en það væri þveröfugt. Ég ákvað að gera "fact check" eins og Guardian er alltaf að birta um allt sem Trumpsi segir. Kíkti á kórónusíðuna og viti menn, nýju tilfellunum hefur farið hríðfækkandi alveg eins og karlinn sagði, og eru nú rúmur helmingur af því sem þau voru síðustu vikuna í apríl. Sumsé: Frétt Guardian var bara hrein og klár lygi, greinilega sett saman til að vega að karlálftinni.
En þetta breytir ekki því, að í hvert sinn sem maður fer inn á þessa síðu birtist betliklausa þar sem beðið er um framlög til að stunda "óháða fréttamennsku"! Það er svolítið skemmtilegt.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 17:06
Velkominn aftur, Steini Briem. Ég kann ekki að yrkja limrur. Einhversstaðar uppi í hillu hjá mér held ég samt að Limrubókin sé. Held að sumir séu alveg jafn stuðlasjúkir þar eins og í gömlu rímnaháttunum. Það eru stuttlínurnar sem vefjast jafnan fyrir mér.
Sæmundur Bjarnason, 13.5.2020 kl. 22:54
Já, Siglaugsson, þetta með Trump og Pressuna er oft verulega skrítið. Guardian les ég yfirleitt ekki nema ef msn.com birtir greinar þaðan. Oft er líka litið að marka þetta svokallaða fact check, sem amerísku blöðin hafa mikið dálæti á. Trump notar líka mikið að segjast meina allt annað en hann segir.
Skoðanakannanir og eigin skoðanir eru oft jafngóðar. Oftast er best að treysta engum.
Betlið og sjálfshólið t.d. hjá Kjarnanum fer verulega í taugarnar á mér.
Sæmundur Bjarnason, 13.5.2020 kl. 23:10
17.5.2020 (í dag):
State polls suggest Biden has a clear national lead - CNN
Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 12:05
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 12:14
Donald Trump vs. Joe Biden
Þorsteinn Briem, 17.5.2020 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.