2954 - Ramadan

Menn láta núna eins og faraldurinn sem kvalið hefur okkur að undanförnu, sé liðinn hjá. Svo er ekki og eins og Þórólfur segir, þá má alltaf búast við að hann blossi upp aftur. Á meðan er upplagt að æfa sig á því að láta eins of ekkert sé. Jafnvel að bæta sig eitthvað. Sérstaklega þó í almennum sóttvörnum og bakteríuhræðslu.

Mestra vinsælda í blogginu virðist pólitíkin njóta. Þetta hef ég þráfaldlega rekið mig á. Ef fyrirsagnirnar benda til þess að um stjórnmálaerjur sé að ræða eru miklu fleiri sem áhuga virðasta hafa. Tala nú ekki um ef í fyrirsögninni er nafn sem tengist pólitískum  deilum eða einhverju þessháttar. Kannski á þetta einkum við um Moggabloggið. Ég veit það ekki.

Minnir að það hafi verið Sigurður Þór Guðjónsson, sem hrósaði fésbókinni ótæpilega fyrir alllöngu síðan. Hann var mjög öflugur á Moggablogginu þá. Hann sagði það lítinn vanda að komast hátt í vinsældum á Moggablogginu. Á fésbókinni væri hinsvegar mesta fjörið. Þó Moggabloggið sé um margt gallað, er mjög gott hve einfalt það er.

Með “intermittent fasting“. Já, ég veit ósköp vel að þetta er enskusletta, en skilst vonandi. Er hægt að láta eins og það sé ekki megrunarkúr. Samt er ég ekki eins feitur og ég var. Ef maður fer snemma á fætur, eins og ég geri oft, er ansi langur tími til hádegis. Oftast borða ég óþarflega mikil þá, en ég er að ná tökum á þessu. Ramadan er óneitanlega ágætishugmynd. Og henni er oftast hlýtt. Stjórnmál og trú blandast samt yfirleitt illa.

IMG 0005aEinhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband