2952 - Hinn nýi fjórflokkur

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun er hinn nýi fjórflokkur samsettur úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu, Pírötum og Vinstri grænum (einkennisstfir, einhver.) Miðflokkurinn og Viðreisn koma næst á eftir. Hvar er Framsóknarflokkurinn eiginlega? Er Sigmundur alveg búinn að drepa hann? Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins koma svo í humáttina.

Vírusinn er sennilega á undanhaldi. Samt er það svo að smit fannst um daginn í Heiðaskóla í Hvalfjarðarsveit, en af því Kári fann það eða Íslensk erfðagreining, er ekki lögð ofuráhersla á það. Sjálfskipaðri sóttkví verður kannski haldið eitthvað áfram, en ekki er hún eins afgerandi og áður. Veiran er samt hættuleg. Sóttvarnalæknir er einskonar einvaldur á landinu. Andstyggð hans á grímum er undarleg. Kannski veitir hún falskt öryggi, en ég mundi samt halda að hún drægi eitthvað úr líkum á því aðrir mundu smitast og auk þess er hún einskomar auglýsing.

Minnir að Þorsteinn Antonsson rithöfundur hafi skilgreint sjálfan sig með asperger-heilkenni. Ekki er það á allra færi að sjúkdómsgreina sjálfa sig. Einu sinni las ég allt eftir hann sem ég náði í og hafði mikinn áhuga á því sem hann skrifaði. Sumt af því sem sagt er að sé hægt að nota til skilgreinigar á asperger heilkenninu gæti átt við mig, en allsekki allt.  Eitt af þessum atriðum er að vera með undarleg áhugamál. Einu sinni var ég algerlega gagntekinn af skák. Sama er að segja um frímerki. Einnig bókmenntir. Þetta finnst mér allsekki undarlegt. Auðvitað er betra að sálgreina aðra.

IMG 6044Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband