2949 - Sólskin og hiti á Sunnudagsmorgni

Dagurinn í dag er talsverður hátíðisdagur. Þetta er vonandi upphafið að því að við losnum við veiruskrattann. Í gærmorgun eftir að ég var búinn að blogga svolítið, fór ég í 5 kílómetra langa morgungöngu. Hún var næstum of löng fyrir mig. Var dauðþreyttur eftir hana. Venjulega fer ég ekki nema 3 kílómetra. Alltaf hrekkur maður jafnmikið við þegar mávahláturinn skellur á manni eða brjálað hjólreiðafólk þeysir framúr manni á 60 til 70 kílómetra hraða, þegar maður heldur sig vera einan í heiminum. Auðvitað er maður það ekki.

Í flestum hefðbundnum distópíusögum eru faraldrar yfirleitt mun mannskæðari en þessi Covid-19 virðist vera. Oftast verða stjórnvöld alveg óvirk o.s.frv. og býður það heim hvers konar mótmælum og óaldarflokkum. Þessi faraldur er samt alveg nógu skæður. Ég fellst allsekki á að hann sé eins og hver önnur flensa. Hve há dánartalan er í raun og veru og hve alvarlega fólk veikist sem fær þessa veiki á að mestu eftir að koma í ljós.

Það er alls ekki rétt að Svíar hafi ekki gert neitt til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins og vernda þá sem veikastir voru. Aðferðir þeirra voru kannski mun afslappaðri en flestra annarra. Samt er talið að þeir hafi ekki náð nema um 30% ónæmi. Það er ekki nærri nógu mikið til að kallast almennilegt hjarðónæmi eftir því sem Þórólfur æðstiprestur segir. Það væri kannski í lagi ef bóluefni gegn þessum sjúkdómi væri fyrir hendi. Ekki er loku fyrir það skotið að fordæmi þeirra verði fylgt í framtíðinni þegar búið er að hanna nógu gott bóluefni. Ef það kemur fljótlega er við því að búast að slegist verði um það. Den tid, den sorg.

Gísli Ásgeirsson er ágætis bloggari og er reyndur þýðandi með sérstakt vefsetur sem hann kallar „Málbeinið“, Að mörgu leyti má segja að hann hafi orðið fyrir barðinu á fésbókinni en kannski hefur hann aldrei bloggað á Moggablogginu. Stefán Pálsson sagnfræðinur og Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur voru á sínum tíma líka öflugir bloggarar og ég er ekki frá því að ég hafi lært talsvert af þeim.

IMG 6051Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband