2944 - Kína og Bandaríkin

Myndin sem ég birti með síðasta bloggi var af Þuríðarbúð á Stokkseyri. Einu sinni tók ég myndir af næstum öllu sem ég sá, en er að mestu hættur því núna. Þessi mynd var bara þarna og þessvegna notaði ég hana. Venjulega nota ég bara myndir sem eru frá fornu fari á Moggablogginu og sæki þær um leið og ég set upp bloggið. Það skrifa ég í Word. Hef semsagt notað þessar myndir áður.

Myndirnar sem ég hef birt að undanförnu eru frá Hveragerði og einhverjum kynni að finnast þær merkilegar. Ein er af Bláhver, sem einu sinni var fleytifullur af sjóðandi vatni. Önnur af ryðguðum krana sem einhverntíma hefur sennilega verið settur á holuna sem Eiríkur blindi á Hótelinu setti karbítinn í. Nú, hef ég ekki sagt þá sögu hér? Kannski ég geri það í næsta bloggi eða einhverntíma seinna.

Mikilvægasti eiginleiki þeirra sem gáfaðir þykjast vera er að þegja sem fastast. Samkvæmt því er ég alls ekki gáfaður, því ég get ekki án þess verið að láta ljós mitt skína. Oft er þetta ljós bölvuð týra og stundum argasta vitleysa. Við því er samt ekkert að gera. Ég er bara svona.

Á margan hátt er það að koma í ljós að baráttan sem átti sér stað í kalda stríðinu er að birtast aftur. Nú eru það ekki Bandaríkin og Sovétríkin sem eigast við. Heldur má segja að það séu USA og Kína sem gera það. Hvernig er best fyrir smáþjóðir einsog okkur Íslendinga að haga sér? Að mörgu leyti komumst við vel frá kalda stríðinu. Einkum með því að halla okkur til skiptis að stórþjóðunum. Landið okkar er eftirsóknarvert frá þeirra sjónarmiði. Trump bandaríkjaforseti er á margan hátt fulltrúi óánægjuaflanna í þessu víðfeðma og eftirsóknarverða ríki, sem Bandaríki Norður-Ameríku óneitanlega eru. Hann þekkir sitt heimafólk. Þessvegna getur kosningabaráttan í kosningunum þar í haust orðið tvísýn og spennandi.

IMG 6097Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi mynd er af vatnshjólinu við rjómabúið á Baugsstöðum. 

Hafdís Rósa 29.4.2020 kl. 07:20

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Rétt er nú það. Þetta má segja að hafi á sínum tíma verið fyrsti vísirinn að nútímatækni.

Sæmundur Bjarnason, 29.4.2020 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband