28.4.2020 | 06:22
2943 - Sápa og hreinsiefni
Eins og flestir Íslendingar er ég smám saman að verða talsvert veirufróður. Man að þegar sonur hennar Ágústu á Refstað, sem býr víst í Ástralíu, varð skyndilega heimsfrægur fyrir að útskýra fyrir blaðamanni af hverju handþvottur væri svona áhrifaríkur í veiruvörnum, að þá þóttist ég vera voðalega fyndinn þegar ég sagði í mjög þröngum hóp að sennilega væri þá best að éta sápu í lækningarskyni. Trump Bandaríkjaforseti er kannski að komast á þetta andlega stig, en gallinn er sá að kannski sagði hann þetta ekki sem brandara.
Mér finnst það vera fyrst núna, þegar ég er að verða áttræður, að ég sé nógu þroskaður til að blogga af einhverju viti. Þetta með vitið er ofmetið. Allir eru með eitthvað vit. Það getur verið allskonar. Bara spurning um hvernig það hentar öðrum. Kóvítinn sem ég vil kalla svo, en sumir kalla kófið og enn aðrir covid-19, kemur sennilega til með að breyta því á margan hátt hvernig við hugsum.
Er fólk fífl? Á margan hátt er það sennilega mikilvægasta spurningin sem heimspekin fæst við. Ef hún fæst þá við hana.
Halldór Jónsson ráðlagði mér að skrifa stutt blogg. Þau væru fremur lesin en langlokur. Samt endurbirtir Halldór langloku eftir Davíð Oddsson.
Hvernig stendur á því að vinstri menn eru yfileitt grennri en þeir sem hægrisínnaðir eru? Það er óhollt að vera feitur. Þetta er fremur óheppileg tilraun til kaldhæðni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Vinstrimenn eru grennri af því að þeir eiga ekki að éta Sæmundur. Hægrimenn græða á daginn og grilla á kvöldin, en vinstrimenn kenna á daginn og éta hafragraut á kvöldin, eða ekkert. Er það ekki þannig?
En þarna er komið í ljós að þú berð ábyrgð á ráðleggingum Trumpsa um að snæða sápu og drekka klór. Það sést á því að þú ert í sambandi við hann Halldór, og eins og við vitum er Halldór í beinu sambandi við Trump. Og eins og hefur komið á daginn gerir Trump allt sem Halldór segir honum. Svo þú nærð því fyrir áttrætt að bera ábyrgð á dauða ótal fífla í Ameríku, sem taka öllu sem Trumpsi lætur út úr sér sem heilögum sannleika.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2020 kl. 09:58
Vandamálið er, að fréttaflutningur vinstri manna er alvarlega ábótavant. Vissulega er Trump ekkert of fróður í málum. En hann er að flytja skýringar sérfræðinga á notkun -OH efna í baráttu gegn veiru sýkingum.
Eitt þekktasta í þessum flokki, er Aqua Vitae ... sem á öðru tungumáli, með sömu merkingu ... kallast Whiskey ... og á enn öðru tungumáli, kallast Vodka ... sama merking. Því þetta OH efni (eins og sum hreinsiefni), leysir upp veiruna og stemmir stigu gegn henni.
Trump hefur bara ekki þá tæknilegu þekkingu að geta flutt málið með viti ... en ef menn færu að flytja þann áróður að drekka meira brennivín, yrðu margir reiðir.
Örn Einar Hansen, 28.4.2020 kl. 17:44
Ef ég man rétt þá setti Bandaríkjaher klór í allt drykkjarvatn þar sem hann var niður kominn. Ég veit ekki um Keflavíkurflugvöll, en þannig var það í gamla daga á bandaríska hernámssvæðinu í Þýskalandi, þar urðu allir að drekka klórerað vatn.
"Dónald frændi" var í hernum. Kannski lærði hann þetta "læknisráð" þar.
Hörður Þormar 28.4.2020 kl. 18:02
Takk, Þorsteinn.
Ég sé að þú hefur ekki mikið álit á Tromparanum, og ekki lái ég þér það. Annars sýnist mér að þú hafir svipaðar skoðanir á bandarískum stjórnmálum og ég. Ekki er samt ástæða til að leggja Halldór Jónsson og Trump alveg að jöfnu.
Sæmundur Bjarnason, 28.4.2020 kl. 22:26
Örn Einar Hansen, ég skil þig ekki alveg. Auðvitað finnst mörgum að áfengi sé hreinsandi, en mörgum finnst alveg hægt að komast af án þess. Lífsins vatn er þar engin undantekning. Wiskey er vont. Vodki er bara spíri. Stundum sterkur, en stundum hæflega blandaður. Ýmis áfengismerki komast oft í tísku, veit ekki hvað er mest í tísku núna, einu sinni var það asni.
Sæmundur Bjarnason, 28.4.2020 kl. 22:34
Ég held að sá klór sem stundum er settur í drykkjarvatn sé ekki beint eitraður og að Trump hafi ekki lært þau ósköp sem hann lætur stundum útúr sér í hernum. Var hann annars í hernum. Yfirleitt koma ríkisbubbar sér hjá því.
Sæmundur Bjarnason, 28.4.2020 kl. 22:39
Það eru aðallega tvær áfengistegundir sem menn eiga að drekka Sæmundur. Bjór meðan verið er að grilla á kvöldin. Og svo rauðvín eða hvítvín með grillmatnum, eftir því hvort það er nautalund eða humar. Eða jafnvel kampavín ef maður hefur grætt mikið yfir daginn. Það gerum við hægrimenn. Koníak má svo fá sér stöku sinnum með góðum vindli. Og kvenpeningur getur haft ósköp gott af sérríi á daginn svo honum leiðist minna þegar búið er að ryksuga og þurrka af. Bara mikilvægt að hann leggi sig aðeins á eftir svo hann sé ekki rallhálfur þegar farið er að elda snitselið hversdags. Það gæti þá brunnið.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2020 kl. 23:42
Konan mín mundi segja að þú værir vonlaust "karlrembusvín" fyrir þessi ummæli þín, Þorsteinn. En ég sé að þú hefur hæfileika sem hugsandi hægrimaður (þeir eru sjaldgæfir). Sjálfur er ég vinstrisinnaður hægrimaður og þeir eru skömminni skárri.
Sæmundur Bjarnason, 29.4.2020 kl. 08:34
Skilaðu kveðju minni til frúarinnar Sæmundur. Og segðu henni að fátt sé viðsjárverðara en bindindismenn. Enda er Trumpsi einn slíkur.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2020 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.