2941 - Stutt blogg

Það sem stendur mannskepnunni helst fyrir þrifum á þessum ofgnóttartímum sem við lifum núna, er að hún notar tíma sinn ekki nógu skynsamlega. Það er t.d. ekki skynsamlegt að vera sífellt að hugsa um mat. Fésbókin er eitt af þeim hálmstráum, sem margir grípa í sér til bjargar í óvinveittum heimi. Með henni má fá tímann til að líða, án þess að gera nokkuð af sér. Einhverntíma var sagt að ríkur maður gæti því aðeins orðið siðmenntaður að hann lærði að nota þann tíma sem hann hugsanlega hefði, vegna ríkidæmis síns, án þess að skaða sjálfan sig. Í þessu er mikill sannleikur fólginn. Með þessu verða þeir sem vegna aldurs hætta að vinna í svipuðum sporum staddir og geta helst ekki orðið siðmenntaðir. Sífelld og endurtekin hugsun um mat veldur löngun í hann og það veldur aftur þeirri offitu sem er eitt af helstu vandamálum nútímans hér á Vesturlöndum.

Sú áhersla sem er nú um stundir er á Covid-19 faraldrinum, undirstrikar á vissan hátt þetta með tímann. Með því að beina athyglinni að einhverju svo skelfilegu sem heimsfaraldri eru því engin takmörk sett hverju hægt er að áorka. Ef samkomulag er ekki um hvernig það skuli gert er stutt í rifrildið og þar með pólitíkina. Hugmyndir fólks eru ákaflega misjafnar og auðvelt er þeim sem því vilja sinna, að hafa áhrif á þær hugmyndir.

Ég hef valið bloggið framyfir fésbókina því mér finnst hún of hamlandi. Það sem þar er sagt hefur lítil áhrif og er í langfæstum tilvikum til þess gert að hafa mikil eða meiri áhrif. Sumum, eins og mér t.d., er það eiginlegt að predika. Kannski hef ég engin áhrif á neinn og það er allt í lagi. Það sem sagt er hér er sjálfum mér til hugarhægðar og ef til vill er það alveg nóg.

IMG 6123Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband