9.4.2020 | 21:36
2935 - Enn um kóvítann. (Hvað annað?)
Tvennt er það sem veldur mér nokkrum heilabrotum í sambandi við þennan árans vírus. Það er ofuráhersla sú sem sumir leggja á að andlitsgríma sé notuð og svo líka þetta með malaríulyfið, sem á að vera svo hættulegt fyrir kóvítann.
Er annars ekki sjálfsagt að kalla þennan óvin mannkynsins númer eitt kóvíta. Sumir tala reyndar um nýju kórónuveiruna, en mér finnst það of vingjarnlegt.
Kóvíti minnir á ansvíti, jafnvel helvíti. Að ekki sé minnst á víti og vítaspyrnu, sem flestir þekkja. Sumir gætu rekist á bévítans kóvítann eða orðið fyrir honum.Vítavert er í öllu falli að mæla með honum.
Það hlýtur að vera ömurlegt að drepast um þessar mundir. Jarðarförinni frestað og allt eftir því. Skrokkurinn sennilega settur í kæligeymslu, ef þær eru ekki allar fullar. Minningarathöfn haldin einhverntíma seinna, ef aðstandendum finnst taka því. Eins vist að þær verði legíó. Nei takk, ég vil ómögulega drepast núna. Kannski seinna.
Tökum nú upp léttara hjal. T.d. mætti minnast á veðrið. Samt er óvíst að það sé nokkuð léttmeti. Hugsanlega er einhver dulin merking í því hjá sjónvarpinu að hafa Spaugstofugrín strax á eftir kóvít-fréttum. Hver veit?
Annars er ekkert vitlaust að hafa léttmeti á boðstólum á eftir alvörunni sjálfri. Þeir sem ekki sjá alvöruna í Covid-19 er ekki við bjargandi. Sennilega er þetta mesta alvaran á eftir heimsstyrjöldunum tveimur á síðustu öld. Ansi fáir þeirra sem núlifandi eru muna eftir þeirri alvöru sem þeim fylgdi.
Hrunið fyrir svona rúmlega 10 árum var óttalega smáskítlegt í samanburði við þessi ósköp sem við erum nú að lenda í.
Á margan hátt er þetta samt ekki svo mikið mál fyrir mig. Það er að segja ef veiruskrattinn nær mér ekki eða þeim sem næst mér standa. Líkurnar á því fara snarminnkandi, sem betur fer.
Ef sumarið verður dægilegt eins og alveg er leyfilegt að vona verð ég nokkurnvegin ánægður. Eflaust er samt ekki öllum svo farið. Líka getur vel farið svo að lífskjör mín versni verulega í kjölfar þessarar veiru. Það er þó ekki neitt verulega fyrirkvíðanlegt fyrir mig, því líf mitt er af ýmsum orsökum farið að styttast talsvert í annan endann.
Ég er samt fjarri því að fyllast einhverri Þórðargleði útaf þessu öllu saman. Til þess þykir mér alltof vænt um afkomendur mína og þá sem standa mér næst af ýmsum ástæðum. Jafnvel get ég ósköp vel skilið þá sem vegna föðurlandsástar eða einhverra slíkra tilfinninga vilja veg eftirlifenda sinna sem mestan.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Menn eiga að taka sér til fyrirmyndar Taiwan ... þeir lokuðu á Kína, strax í byrjun Janúar. Á sama tíma og kommúnistar um allan heim, töluðu fyrir að halda Kína opnu ... því allt væri gott mál. Um 5 miljónir manna, flúðu út um allan heim frá Wuhan og tóku með sér veiruna. Taiwain, hefur færri sýkta og færri látna ... en Ísland.
Taiwan, er tug miljóna þjóð ... það er kanski einhver lærdómur, sem Ísland getur tekið af þeim. Til dæmis, að taka ekki við blóðpeningum frá Kínverska kommúnistaflokknum, og tala máli þeirra.
Örn Einar Hansen, 10.4.2020 kl. 04:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.