13.3.2020 | 22:45
2925 - Föstudagurinn þrettándi mars
Jæja, nú er þetta orðið að alvöru farsótt. Einhver opinber aðili var að lýsa því yfir. Ekki þýðir lengur að láta sem ekkert sé. Alveg var samt við því að búast að heyrðist svolítið til allra þeirra sem eru miklu gáfaðri og þekkja betur til farsótta og sóttvarna, en vesalings landlæknir og aðrir í nefndinni, sem ítrekar á hverjum degi, handþvott og sprittun. Einkum sjá þeir allt greinilega í baksýnisspeglinum og eru sammála um flestöll ef og hefði. Eflaust hefði mátt haga sér að einhverju leyti öðruvísi í baráttunni við veiruna skæðu. Samt er samstaða þjóðarinnar mikil þegar kemur að þessum málum og auðveldara að sameinast um þetta en til dæmis loftslagið. Ekki eigum við aldraður pöpullinn annars úrkosta en treysta stjórnvöldum. Satt að segja finnst mér þau hafa hagað sér mjög skynsamlega í þessari baráttu. Annars hef ég ekki svo miklu við þetta að bæta og greinilegt er að þetta verður áfall sem líkja má við áfallið mikla sem við Íslendingar urðum fyrir 2008 þó alltannars eðlis sé.
Þetta skrifaði ég gær, og loka klásúluna einnig. Nú hefur ríkisstjórnin séð ljósið. Þessi helgi og þessi dagur föstudagurinn 13. mars árið 2020 verður sennilega lengi í minnum hafður. Gott ef þetta er ekki nokkurskonar Guð blessi Ísland -dagur. Satt að segja þori ég ekki á fésbókina því sjálfsagt er allt vitlaust þar. Það má alltaf reyna að hugsa um eitthvað annað en Covid-19, þó það sé náttúrulega erfitt.
Mér gengur eiginlega ágætlega með þetta sjálfskipaða intermittent fasting sem ég fór í uppúr síðustu áramótum. Að vísu eru undantekningarnar orðnar nokkuð margar, en þó ekki svo að ég sé í þann veginn að gefast upp á þessu. Alltaf er leyfilegt að fá sér vatn. Kannski er það eitthvað það hollasta sem maður lætur ofan í sig. Kjötsoð fæ ég mér á kvöldin áður en ég fer að sofa og jafnvel líka ef ég verð andvaka og svo þegar ég bíð eftir að klukkan verði 12 á hádegi. Aldrei er það samt meira en svona 1 3 glös á sólarhring. Annað eins af kaffi fæ ég mér meðan fastan stendur yfir. (Ekki þó á kvöldin). Smámjólkurdreitil set ég útí kaffið og reyni að telja mér trú um að það sé bara bragðsins og vanans vegna. Þar fyrir utan fæ ég mér háþrýsingspillurnar mínar á hverjum morgni. (6 talsins). Og nú er ég byrjaður að taka lýsi á morgnana. Öll föst fæða og næringarmikil er á bannlista hjá mér, en þó eru vissar undantekningar á því. Einkum á kvöldin og hvað tímasetningar varðar. Mér finnst þetta gera mér gott að ýmsu leyti, þó ekki sé það beinlínis megrandi. Það er ágætt að vera ekki síétandi og oftast varð ég grútsyfjaður samstundis, ef ég fékk mér eitthvað á kvöldin eftir að ég var búinn að vaska upp.
Alveg er þetta nóg í fréttum á einum og sama degi að vera með fallítt þjóðarflugfélag (sem sennilega verður bjargað af ríkisstjórninni), Covin-19 vírusinn sem er að sleppa og verða landlægur ásamt talsverðum jarðskjálfta á Reykjanesi. Eiginlega fer okkur að þyrsta í almennilegar og jákvæðar fréttir eins og t.d. vorkomuna. Já, vel á minnst. Sennilega kemur vorið einhverntíma. Líkur eru hinsvegar á að páskunum og fermingum öllum verði frestað.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.