20.2.2020 | 11:37
2917 - "Intermittent fasting"
Ekki bregst mér það. Alltaf skal ég vera í stuði til að skrifa meira þegar ég hef nýlega lokið mér af. Þ.e.a.s. ég hef nýlega Moggabloggað svolítið. Nú er fimmtudagsmorgunn hinn tuttugasti febrúar tvöþúsundogtuttugu. Þó ég sé í ágætis skrifstuði núna, hef ég satt að segja ekkert til að skrifa um. Helst að ég gæti sagt eitthvað frá Intermittent fasting. Já, þetta er enska og þýðir eiginlega að fasta svolítið eða öðru hvoru. Þetta hef ég stundað að mestu leyti svo að segja frá síðustu áramótum. Þetta virðist henta mér alveg sæmilega. Samt er það hálfómögulegt sem megrunaraðferð, en mér líður að mörgu leyti nokkuð vel með þetta. Kannski hefur það breytt mér verulega. Best að lýsa þessu svolítið.
Þetta er allsekki fundið upp af mér. Hefur verið stundað frá aldaöðli. Miklu einfaldara en allar þessar kalóríutalningar, margslungnu megrunaraðferðir og mataræðiskúrar sem höfða ekki til mín. Já, ég var alltof feitur. Búinn að koma mér upp sæmilegri ístru eins og einhverntíma hefði verið sagt. Vel yfir 120 kíló, en þó aldrei farið yfir 130 slík. Á tímabilinu frá svona klukkan átta á kvöldin og til hádegis daginn eftir borða ég alls ekki neitt. Drekk þó kjötsoð og kaffi en ekki í mjög miklu magni. Upphaflega fannst mér að ég þyrfti að bæta mér þetta upp með því að éta hraustlega um hádegið á hverjum degi. Þetta hefur þó smám saman rjátlast af mér og nú borða ég eins og ég er vanur þessa átta tíma sem ég hef til þess.
Eiginlega er ekkert meira um þetta að segja. Örugglega hentar þetta ekki öllum. Mér gengur þó ágætlega að neita mér um næringu þessar fyrirskipuðu klukkustundir. Það sem gerir mér þetta erfiðara en þyrfi að vera er að ég verð oft andvaka á nóttunni. Þá er stundum erfitt að stilla sig um að fá sér eitthvað. Það er samt komið upp í vana hjá mér og er ekkert óyfirstíganlegt vandamál.
Allskyns matarkúrar eru mjög vinsælir um þessar mundir. Ekki er ég þess umkominn að ráðleggja neinum neitt í þessum efnum, en ef menn (og konur) treysta sér til að vera svo að segja matarlaus verulegan hluta hvers sólarhrings er alls ekki vitlaust að prófa þessa aðferð. Auðvitað má sem best hafa klukkustundirnar hvernig sem vera skal. Hægt er vitanlega líka að lengja eða stytta tímabilin eða lengja eftir þörfum o.s.frv.
Í stað þess að fara út að ganga niður að Langasandi eða eitthvað fór ég að hlusta á hálftíma halvitanna í sjónvarpinu. Ég er nefnilega skíthræddur við hálku (datt í gær). Björn Leví virðist hafa einstakt lag á að pirra Bjarna Ben. Í stað þess að svara honum efnislega fór Bjarni bara í fýlu (eða kleinu) og fór að tala um mislita sokka og þessháttar. Ja, stjórnmálin hér á landi og virðing alþingis er greinlega komin langt niður.
Nú er þetta orðið hið sæmilegasta blogg svo það er best að hætta.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Bjarni sagði að hann væri í sitthvorum sokknum. Ætli hann hafi þá verið að meina að hann væri í báðum sokkunum? Hagyrtari maður en ég þyrfti að gera um þetta vísu.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.2.2020 kl. 17:13
Á sokkaleistum sýnist mér
að sjáist Björn á þingi.
Í kvikmynd ekki kemst þó hér
þó kyrji mjög og syngi.
Sæmundur Bjarnason, 20.2.2020 kl. 21:54
Bjarna finnst það vera fúlt
og frekja gagnvart flokknum,
hverjum leyfist koma í púlt
hvort í sínum sokknum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2020 kl. 11:37
Bjarna finnst það vera fúlt
og frekja gagnvart sínum FLokki,
"kjána" leyfa að koma í púlt
klæddan sitt í hvorum sokki.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2020 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.