20.2.2020 | 09:12
2916 - Borgarblaðið
Eiginlega eru heimsóknir á bloggið mitt dálítið fleiri núna en verið hefur undanfarið. Ég er líka farinn að skrifa miklu oftar og meira. Eitt vekur athygli mína. Ef ég skoða heimsóknafjöldann þá eru gestirnir talsvert fleiri en IP-tölurnar. Þannig var það ekki. Þessar tölur fylgdust nokkurn vegin að. Skyldi þetta vera vegna þess að einhverjir fari oftar en einu sinni á dag inná bloggið mitt. Þetta blogg er nú að mínum dómi ekki SVO merkilegt.
Ég var víst búinn að lofa að segja einhverjar fleiri sögur af Eiríki blinda. Hann og Sigga voru meðal föstu punktanna hjá okkur krökkunum. Stundum (ekki mjög oft samt) komu hópar af ferðamönnum á Hótelið. Meðal annars var þeim sýnd gufuhola ein afar merkileg skammt frá símstöðinni. Eiríkur á Hótelinu setti karbít í holuna eftir að hafa þreifað eftir gatinu. Þá var það eins og við manninn mælt að drunur miklar heyrðust og sjóðheit gufa kom upp úr holunni með miklum krafti og í fyrstunni virtist opið á holunni vera alltof lítið fyrir alla þessa orku. Ferðamennirnir hlupu sem mest þeir máttu í burtu og misstu af aðalsjóinu, en við krakkarnir ferðuðust um þorpið á eftir og tíndum upp karbítmola hér og þar, sem vel mátti nota í dósasprengingar eftir að skyrpt hafði verið á þá. Þessar tiktúrur hjá Siggu og Eiríki voru ekki vinsælar hjá þeim sem áttu þvott á snúrum þegar gosið hófst.
Allir hafa frá einhverju að segja. Jafnvel ég, sem þó hef lifað afskaplega rólegu, innantómu og tilbreytingarlausu lífi. Það er bara að finna það og koma orðum að því. Hvað orðavaðalinn snertir hef ég langa og mikla æfingu í því að koma fyrir mig orði í rituðu máli. Ég skrifaði nefnilega einhver kynstur af dagbókum í eina tíð. Sennilega koma þær ekki í leitirnar fyrr en eftir að ég er dauður. Það er eins gott, því ég á alveg eins von á því að þar komi fram allskyns fordómar, svínsháttur og misskilningur. Kannski verða þær einhvers virði sem heimildir um löngu liðna tíð eftir svona 2-300 ár. Núorðið passa ég mig á að segja ekki annað hér á Moggablogginu, en það sem viðurkennt er.
Fyrir utan Eirík á hótelinu og Bjarna í Kaupfélaginu voru margir skemmtilegir karlar í Hveragerði á þessum tíma. T.d. kennararnir við skólann og þeir sem voru í Taflfélaginu. Maður lifandi, hvað ég gæti skrifað mikið um þá og marga fleiri eins og t.d Kristján í Gamla Reykjafossi og Ragnar í Nýja Reykjafossi. Eiginlega þyrfti að gera þessum karakterum skil í góðri skáldsögu. Ekki get ég skrifað hana. Því er nú verr og miður.
Man að þegar ég var í Borgarnesi gáfum við Ásþór sálfræðingur og Sigurjón Gunnarsson út Borgarblaðið (það er víst ekki á tímarit.is frekar en önnur héraðsfréttablöð). Fyrir jólin sendu sumir bókaútgefendur okkur bækur sínar. Ein hét eða heitir líklega enn: Mannlíf undir Kömbum. Ég skrifaði einskonar ritdóm um hana án þess að rífa sellofaninn utan af henni. Man að þeir Ásþór og Sigurjón voru dálítið hissa á því. Já, þetta er karlagrobb. Menn verða víst oft svona með aldrinum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sagnamaður Sæmi er
suma eys hann lofi.
Í hvítum jeppling kallinn fer
með konuna að Hofi.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2020 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.