18.2.2020 | 06:15
2913 - Er þetta Dagsbrúnarverkfall?
Forkosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða svolítið spennandi. Líklegt er að stefna Bernie Sanders sé einum of vinstrisinnuð fyrir Bandaríkjamenn. Ef hugsanlegir frambjóðendur eru flokkaðir eftir stefnumálum frá hægri til vinstri má gera ráð fyrir að sú flokkun sé eitthvað að á þessa leið: Bloomberg, Biden, Steyer, Buttigieg, Klobuchar, Warren og Sanders. Man ekki eftir fleirum í svipinn. Auðvitað má flokka þennan hóp eftir ýmsu öðru. T.d. peningum, aldri eða líkum á því að sigra Trump. Allt þetta gæti síðan farið eftir persónum eða tíma.
Enginn vafi er á því að Bandaríkin standa fremst allra þjóða í rannsóknum og þróun hverskonar (læknavísindi og tækni). Ef samskonar stefna ríkir í þeim málum og fylgt hefur verið að undaförnu (Trump-stjórnin), mun sú forysta minnka og að lokum lenda hjá Asíuþjóðum (einkum Kína). Engin furða er því þó baráttan við Huawei sé hatrömm. Meðan Bandaríkin halda forystu sinni í mannréttindamálum og lýðræði eru samt ekki mikil líkindi til að Kína nái forystu á því sviði. Þvert á móti er við því að búast að þvingun sú og ofbeldið, sem þar er beitt í pólitískum efnum muni fyrr eða síðar springa í andlitið á stjórnvöldum þar um slóðir. Einangrunarstefna sú sem Trump fylgir mun þó tefja fyrir þeirri þróun og valda miklum skaða í verslun milli landa.
Auðsöfnun sú og ranglæti sem viðgengst gjarnan í hinum kapítaliska heimi þarf að minnka mjög verulega. Stjórnmálalega er það svo að að Skandinavíska módelið er okkur á Norðurlöndunum að sjálfsögðu hugleikið mjög. Hvort það leysir mesta vandamálið sem steðjar að heiminum um þessar mundir má efast um. Þó er enginn vafi á því að tilraun sú sem segja má að sé hafin á Norðurlöndum til þess að ráðast gegn loftslagsvánni er líklegri til árangurs en sú hægri öfgastefna sem víða hefur skotið upp kollinum í heiminum í dag, gjarnan íklædd föðurlandsást og þjóðernisrembingi.
Ekki er alveg víst að full meining fylgi því sem bloggað er með skáletri. Má maður ekki tala um hug sér, eða hvað? Skáldsögur eru lygasögur. Sumir neita staðreyndum.
Ég vona svo sannarlega að Eflingarverkfallið verði sem lengst og áhrifamest. Annað hvort væri það nú. Ætli þetta verði ekki einskonar Dagsbrúnarverkfall? Einu sinni munaði aðeins um þau. Það er orðið langt síðan við höfum haft almennilegt verkfall. Mesta hættan er á að samið verði of fljótt, jafnvel fljótlega. Einhver von er samt til þess að þetta verkfall verði með gamla laginu, þ.e.a.s. að slegist verði pínulítið og verfallsvarslan lendi í ýmsu frásagnarverðu. Annars er flest að verða frásagnarvert í þessari gúrkutíð sem verið hefur undanfarið. Það má ekki hundur pissa án þess að sagt sé frá því bæði í sjónvarpi og útvarpi, svo maður tali nú ekki um félagslegu og félagsfælnu miðlana sem mér skilst að séu fjölmargir. Að vísu höfum við haft svolítið óstöðugt veðurfar undanfarið og hver veit nema drepsóttin sem herjar á óverðuga komi hingað á endanum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Held að það sé nokkuð sama hver býður sig fram hjá demókrötum móti Trump, hann kemur til með að sigra í kosningunum með miklum yfirburðum. Kanar eru bara þannig. Þetta snýst ekki um hvað okkur meira og minna sósíaliskum vesturlandabúum þykir um karlinn og sjónarmið hans, heldur hvað fáfróðum, illa upplýstum og þröngsýnum könum finnst, hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Þorkell Guðbrands 18.2.2020 kl. 07:25
Ég er ekki sammála og gæti rökstutt það í löngu máli. Trump mun tapa.
Falin er í illspá hverri o.s.frv.
Sæmundur Bjarnason, 18.2.2020 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.