19.1.2020 | 05:13
2907- Viðrekstur er hraustleikamerki
Andvökur geta sem best verið pródúktívar. Nú er rigning úti og klukkan að verða fjögur að nóttu til. Sé ekki betur en snjórinn sé svotil horfinn og vonandi svellbúnkarnir einnig. Tinna Alexandra er búin að vera veik. Annars var það í gær sem við áttum að fara í matarboðið og sjá bíómyndina. Sem ég veit svosem ekki hver er. Yfirleitt er ég nú í seinni tíð ekki mikið fyrir bíómyndir.
Farþegaþotan sem Rússar skutu niður 1983. Vera Illugadóttir sagði frá þessu atviki í þætti sínum Í ljósi sögunnar í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi (Laugardag) meðan við vorum að borða. Kannski var þetta endurflutningur. Man að þegar þetta var vorum við á ferðalagi með fornlegri járnbrautarlest á Mallorca á Spáni. Eða kannski á bílaleigubíl. Hafdís hefur líklega verið með okkur. Stoppuðum í einhverju smáþorpi uppi í fjöllunum á Mallorca og fengum okkur eitthvað í svanginn. Allir töluðu spæsku þar og við skildum ekki baun í því máli. Varð litið á risafyrirsögn í einhverju dagblaði og okkur skildist, á myndum og örfáum kunnulegum nöfnum, að farþegaþota hefði verið skotin niður. Man að ég var svolítið rogginn yfir að hafa þó skilið þetta mikið í spænskunni, þrátt fyrir enga kunnáttu í því máli.
Maduro er enn við völd í Venezúela þrátt fyrir öll lætin í fyrra. Held að Trump og Co. ættu að vera örlítið stilltari. Annars er það skiljanlegra að Bandaríkjamenn skipti sér af málum í Suður-Ameríku en hinum megin á hnettinum. Annars finnst mér, sem Evrópumanni, að ESB sé ögn skárra en USA. Minnir samt að á þeim bæ hafi Maduro lika verið fordæmdur. Ástandið í Venezúela er alveg óskaplegt engu að síður, skilst mér. Hverjum það er að kenna fyrir utan forsetann veit ég að sjálfsögðu ekki. Hugo Sanches var á sínum tíma mjög vinsæll.
Ákæra fulltrúadeildarinna á hendur Trump forseta er auðvitað mál málanna í Bandarískum stjórnmálum þessa dagana. Ukraina blandast að sjálfsögðu inní það mál alltsaman. Þar er allt þjóðlífið heldur vanþróað. Spilling mikil og stjórnmál skrítin. Á þeim nafla Alheimsins, sem Bandaríkin óneitanlega eru, eru stjórnmálin hinsvegar mitt aðaláhugamál núna. Mitt vit á þeim málum er einkum frá stórblöðunum þar í landi komið. Á þriðjudaginn kemur hefjast réttarhöldin í Öldungadeildinni og svo er farið að styttast í prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Þó Biden sé þar sigurstranglegastur gætu Warren eða Sanders gert honum skráveifu.
Ótíð, snjóflóð, slysfarir og aðrar hörmungar setja svip sinn á fréttir dagsins hér á þessu kalda landi. Auvitað er við því að búast að einhverjir taki loftlagsvinkilinn á þetta alltsaman, en ég held að þess þurfi ekki. Á þessum árstíma má búast við hverju sem er. Sama er að segja um heimsmálin. Þau eru ekkert frábrugðin því sem vanalegt er. Fréttaflutningur er samt annar og meiri nú á þessum síðustu of verstu tímum. Heimurinn fer hlýnandi, ekki er nokkur leið að neita því, og sú ógn sem af því stafar er engu skárri en kjarnorkuógnin sem fyrri kynslóðir þurftu að búa við.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hugo Chavez (ekki Sanches) var vinsæll þar til afleiðingarnar af stefnu hans komu í ljós. Hlutskipti Maduros er ekki öfundvert. Hann tók við hrynjandi kerfi og það féll í hans hlut að tryggja klíkunni áframhaldandi völd. Enn sem komið er hefur honum tekist að útvega yfirmönnum hersins næga bitlinga til að þeir haldi áfram að styðja hann, en meira og minna allar siðaðar þjóðir hafa snúið við honum baki. Á endanum mun hann vitanlega hrekjast frá völdum. Hvort hann verður hengdur eins og óður hundur, líkt og Sjáseskú, á eftir að koma í ljós.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2020 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.