10.1.2020 | 07:53
2904 - Jónas Kristjánsson
Sú bylting hefur nú orðið í mínu lífi að ég er farinn að nota gulan uppþvottalög í staðinn fyrir þann græna. Kannski er þetta samt ekki sú grundvallarbreyting sem öllu máli skiptir. Við bloggskrif er nauðsynlegt að gera greinarmun á því persónulega, sem flestum hættir við að gera of mikið úr, og því almenna, sem venjulega snýst um það að þykjast vera ógn gáfaður. Eða a.m.k. betrur að sér en flestir aðrir. Google hefur að mestu leyti gert útaf við besservissera eins og mig, en samt er hægt að láta tölvutæknina vinna með sér, ef grannt er skoðað. Ég hef langa og mikla æfingu í því að skrifa um allan skrattann. Google er örugglega verri í því en ég.
Man ekki gjörla hvort ég hef sagt frá intermittent fasting hér á blogginu en reikna samt með að flestir viti hvað það er. Sú aðferð virðist henta mér nokkuð vel. Að vísu hefur veðrið verið nokkuð óstöðugt að undanförnu, en ekki er víst að það stafi af þessu. Ísing, vindur og hálka hentar mér illa á mínum næstum því daglegu gönguferðum. Þessvegna hef ég sleppt þeim meira og minna undanfarið. Áslaug er búin frá áramótum að hafa vinnustofu á leigu nirði á Ægisgötu og kannski hefur það meiri áhrif á mitt líf en liturinn á uppþvottaleginum.
Einu sinni bloggaði ég daglega. Ekki fjölgaði lesendum mínum við það. Þó eru einhverjir sem stunda að lesa það sem ég skrifa. Mest áhrif á slíkt hefur fyrirsögnin. Áhrifavaldur er ég samt allsekki og vil ekki vera. Gamalmennablogg sem sumir introvertar eins og ég lesa sér til hugarhægðar vil ég gjarnan skrifa. Á það til að þykjast vera ósköp gáfaður og skrifa þá fyrst og fremst um mikilvæg málefni einsog alþjóðamál og Trump Bandaríkjaforseta sem allir hljóta að kannst við.
Jónas heitinn Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri var að mörgu leyti minn mentor í netheimum. Hann skrifaði þó fyrst og fremst um fréttir og pólitík. Þ.e.a.s. í blogginu. Ýmislegt fleira skrifaði hann um m.a. um hesta, sem ég hef engan áhuga fyrir. Margt af því sem hann sagði hef ég reynt að tileinka mér í blogginu. Hann var bæði orðhvatur og feiknarlega vel að sér. Það skortir marga (og mig líka) tilfinnanlega, sem eru þó áhrifamikilir í íslensku þjóðlífi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú verður að útskýra fyrir okkur afhverju þú sveikst lit í sambandi við uppþvottalöginn.
Eru djúpstæðar sálrænar ástæður fyrir þessu?
Var græni ekki til í búðinni?
Eru þetta elliglöp á háu stigi?
Voru það fösturnar sem hröktu þig út í að taka svona afdrifaríka ákvörðun?
Hvað gerðist, Sæmundur?
Við bíðum svara ...
Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2020 kl. 10:13
Þetta með uppþvottalöginn stafar af því að ég keypti hann ekki sjálfur. Sennilega hefði ég keypt þann græna. Þetta átti nú aðallega að vera fyndið. Þetta með fösturnar er eiginlega ekki hægt að svara fyrr en á föstudaginn. Af hverju heitir það föstudagur? Það er víst föstudagur í dag. Semsagt rysugudagur. En nú er klukkan að verða tólf svo ég þarf að fá mér eitthvað í svanginn.
Sæmundur Bjarnason, 10.1.2020 kl. 11:31
Þetta átti að vera ryksugudagur.
Sæmundur Bjarnason, 10.1.2020 kl. 11:32
Held að hann heiti föstudagur af því að þá ryksugar maður.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2020 kl. 13:59
Sæmundur+Þorsteinn, vitið þið virkilega ekki að á kaþólskum tíma átti að fasta, þ.e. borða EKKI kjöt, á föstudögum. Trúræknir kaþólikkar fara enn eftir þessu. Þess vegna hefur verið svo mikill markaður f. íslenskan saltfisk á Spáni og Portúgal.
Ingibjörg Ingadóttir 10.1.2020 kl. 16:51
Bull er þetta í þér Ingibjörg. Á föstudögum á að ryksuga samkvæmt páfabréfi frá 1493.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2020 kl. 17:47
Man vel eftir þessu Páfabréi (þú átt að nota stóra stafi meira, Steini minn). Minnir samt endilega að nóg hafi verið að fasta fyrir hádegi, en svo hafi átt að ryksuga (ekki ryksjúga) eftir hádegi. Erum við annars örugglega trúræknir kaþólikkar, Þorsteinn?
Gleðilegan saltfisk!!!!
Sæmundur Bjarnason, 10.1.2020 kl. 22:07
Jú, pápískan er runnin okkur í merg og bein fyrir löngu. En er ekki hægt að fasta og ryksuga í einu? Það minnir mig nefnilega að heilagur Alexander Borgía hafi áréttað i öðru Páfabréfi frá 1494 eftir að hann hafði komist að því að það var yfirleitt allur vindur úr ryksugum þegna hans eftir hádegið - af ofneyslu á tortellini með túmatsósu.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.1.2020 kl. 21:03
Svo held ég, svona að lokum, að ég verði eiginlega að hafa orð á því, að þú ert voðalegur vitleysingur Sæmundur. Og það eigum við sameiginlegt.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 01:00
En annars finnst mér gott að þú skulir viðurkenna að þú munir eftir Páfabréfinu frá 1493. Það rennir stoðum undir þá skoðun mína að þú sért orðinn ansi hreint gamall.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 23:24
Uss, hvaða vitleysa. Er ekki sagt í biblíunni sjálfri að Methúsalem hafi orðið 900 ára? Mig minnir það og varla lýgur hún. Annars man ég fremur lítið eftir þessu merka ári. Tímatalsfræði og rímfræði (á fingrum og annarsstaðar) voru einu sinni mitt áhugamál númer eitthvað.
Sæmundur Bjarnason, 13.1.2020 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.