6.1.2020 | 01:35
2902 - Þriðja heimsstyrjöldin
Á hvaða hátt munu ferðalög breytast á næstu árum? Enginn vafi er á því að loftslagsvá sú sem sífellt er predikuð mun hafa áhrif á ferðavenjur okkar. Munum við í vaxandi mæli snúa okkur aftur að skipum? Rafknúnum eða seglknúnum skipum vel að merkja. Mér finnst mun líklegra að skipaflutningar muni leysa orkuvandann með endurnýjanlegri orku, en að flugvélar muni gera það. Annars væri hægt að fabúlera endalaust um þetta. Þróun farþegaflugvéla hefur staðið nánast í stað í marga áratugi. Miðað við breyttar forsendur vegna loftslagsmála og margs annars er vissulega kominn tími til markverða breytinga.
Allt er nú að verða vitlaust útaf þessu morði á Súleiman hershöfðigja. Ég hef samt litla trú á að þetta leiði til stríðs. Auðvitað er Trump afleitur. Jafnvel Bandaríkjamenn viðurkenna það, margir hverjir, meira að segja án þess að vera Demókratar. Ég held samt að ég skilji orðið nokkurnvegin hans hugsanagang. Auðvitað er aðgerðin sem slík vanhugsuð mjög og leiðir á endanum til aukins vantrausts á Trump um allan heim ef ekki til annars verra. Hann er reyndar mjög óvinsæll víðast hvar í heiminum. Ekki bara í Miðausturlöndum. Sé haldið áfram með þessa hugsun um Bandaríkin gæti það síðan leitt til aukinnar einangrunar landsins (sem raunar er heil heimsálfa) og þar með til minnkandi líkinda á þúsund ára ríkinu, sem ég er ekki í vafa um að marga í Bandaríkjunum dreymir um, Trump meðtalinn. Gott ef hann reynir ekki eitthvað til að lengja forsetatíð sína. Sjálfsdýrkun hans og fljótfærni á sennilega eftir að verða honum að falli.
Að setja smágat með nál fremst á snuðið hjá smábörnum til að fá svolitinn frið fyrir þeim og venja þau af snuðinu, er nýjasta trixið í bókinni. Af hverju kemur þetta næst á eftir hugleiðingum um Trump karlinn? Jú, hann er einmitt afskaplega barnalegur stundum.
Ég er núna önnum kafinn við að gera tilraunir á sjálfum mér með megrunaraðferðinni sem er kölluð Intermittent fasting. Hún er þannig að ég má ekki borða neitt í eina 16 tíma, en svo má ég borða eins og mér sýnist og ég er vanur í 8 klukkutíma. Skipti um hádegið dag hvern. Það er svolítið erfitt að vera andvaka og mega ekki fá sér neitt. Morgnarnir eru ekki nærri eins mikið vandamál, því ég er vanur að sleppa morgunmat. Annars er þetta ekki fyrst og fremst í megrunarskyni gert, heldur hef ég þá trú að þetta sé hollt. Tvær nætur eru búnar með andvökum og tilheyrandi.
Hef að undanförnu ekki farið í morgungöngu eins og ég er vanur. Helst er veðrinu um að kenna. Umhleypingarnir og hálkan eru erfið fyrir gamalmenni eins og mig.
Þetta er fremur stutt blogg, en ég nenni bara ekki að hafa það lengra. Þar að auki virðist lesendum mínum (samkvæmt Moggabloggsteljaranum) fara fækkandi, enda engin furða því ég er víst svo leiðinlegur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Yfirleitt finnst mér þessir bloggpistlar vera allt of langir, nenni ekki að lesa þá alla. En kannski er ég bara svona illa læs.
Hörður Þormar 6.1.2020 kl. 23:24
Sæll Sæmundur karlinn,
Er ekki þessi þriðja heimstyrjöldin fyrir löngu byrjuð?
Sjá hérna https://www.threeworldwars.com/
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 7.1.2020 kl. 12:11
Jú, Hörður. Þetta er alveg rétt hjá þér. Pistlarnir eru alltof langir. Það finnst mér líka. Samt reyni ég að hafa þá stutta. Attention spanið er alltaf að styttast hjá flestum. Svo er líka ritað mál alveg að verða úrelt. Þó ætla ég ekki að hætta þessu alveg strax. Mest er ég hissa á hve margir virðast leggja það á sig að lesa þessi ósköp. Gleðileg ár annars, og þakka þér fyrir tilskrifið.
Sæmundur Bjarnason, 7.1.2020 kl. 17:16
Þetta með þriðju heimsstyrjödina er bara eitthvað sem allir geta velt fyrir sér. Aðallega kallaði ég þennan bloggpistil þessu nafni til að draga svolitla athygli að honum. Það virðist hafa tekist. A.m.k. gagnvart þér, Þorsteinn minn. Ég er nú orðinn svo gamall að ég kann ekki einu sinni að setja myndir eða linka í athugasemdir. Þó gæti ég sennilega alveg lært það. Verst að ég mundi sennilega gleyma því strax aftur. Rétt svo ég man eftir því að lifa.
Sæmundur Bjarnason, 7.1.2020 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.