2897 - Ingimundur Kjarval

Ingimundur Kjarval er kominn aftur og byrjaður að skrifa um afa sinn Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara. Ekkert hef ég frétt frá Ingimundi í allmörg ár. Síðasta innlegg hans á undan því sem hann hefur skirfað eða a.m.k. sett á Moggabloggið í fyrradag (5. desember 2019) er frá 2013. Ég fylgdist allvel með því sem hann sendi frá sér fyrir löngu. Vel getur verið að ég hafi einkum lesið Moggabloggið sem hann skrifaði.

Aðrir eru eflaust fróðari en ég um málarekstur hans og fjölskylduhagi. Hann hélt því fram að mörgum verkum afa síns hafi verið stolið af Reykjavíkurborg. Málarekstri hans held ég að hafi lokið með dómsúrskurði Hæstaréttar Íslands. Ég man vel eftir að hafa lesið mörg blogg eftir hann og satt að segja er öll hans frásögn bæði mjög sennileg og ágætlega skrifuð. Að Hæstiréttur hafi komist að rangri niðurstöðu í þessu máli getur alveg staðist.

Um þetta mál gæti ég skrifað miklu meira en vísa í staðinn á það sem Ingimundur sjálfur hefur skrifað um þetta mál allt saman á Moggabloggið.

Von er á halastjörnu um jólaleytið. Björtust verður hún víst þann 28. desember. Samt mun hún ekki sjást með berum augum, heldur aðeins í sæmilega öflugum stjörnukíkjum. Halar halastjarna, séu þær yfirleitt með hala er samsettur úr örsmáum rykkornum, sem sólarvindurinn feykir til. Þessi halastrjarna heitir 2l Borisov í höuðið á þeim sem fann hana. Í gegnum halann a henni fannst stjörnuþokan eða galaxy-ið sem nefnt er: 2dFgrS TGN363Z174, sem er víst ákalega merkileg stjörnuþoka, þó ekki verði farið nánar útí að lýsa henni hér.

Þegar við vorum á Tenerife fyrir nokkru leigðum við okkur í eina dagstund svokallaða ellinöðru. Svo merkilega vildi til að það var íslenskt fyrirtæki sem leigði okkur hana. Á þessu farartæki fórum við fram og aftur um ströndina fyrirhafnarlaust. Hún gekk að sjálfsögðu fyrir rafmagni. Eflaust eiga tæki sem þetta mikla framtíð fyrir sér á svona stöðum þar sem aldrei sést snjór eða ísing og stormur og rok er nánast það sama og við köllum golu.

Nú eru Jólin að nálgast og kaupæði landans að ná hámarki. Allir þykjast vera lausir við þessi ósköp, en satt að segja eru næstum allir sekir. Sjálf keyptum við okkur nýtt sjónvarp, en þurfum sem betur fer ekki að kaupa margar jólagjafir. Sumir horfa á jólagjafalistann lengjast með hverju árinu, en við erum sem betur fer farin að takmarka þetta við nánustu fjölskyldu. Útgjöld flestra eru ekki takmörkuð við jólagjafir, heldur er reynt að gera vel við sig á sem flestum sviðum. Lífskjör öll hafa sem betur fer farið batnandi síðustu áratugina og ekki er nein furða þó eyðslan sé mikil um þetta leyti. Fræg vísa lýsir þessu nokkuð vel:

Þó desember sé dimmur
þá dýrleg á hann jól.
Með honum endar árið
og aftur hækkar sól. 

Vonum að nýárssólin boði okkur gott og farsælt ár.

IMG 6470Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband