2894 - Kaffi

Kaffi er eina eiturlyfið sem ég veit til að ég noti um þessar mundir. Meira að segja er ég að mestu hættur að nota sykur. Auðvitað er ekki svo gott að forðast hann því hann er notaður í ýmsan mat, þó hann sé hugsalega ekki viðbættur. Sykur og sætuefni eru líka af svo mörgu tagi og í svo mörgu t.d. ávöxtum og berjum, auk þess sem líkaminn á það til að breyta ýmiss komar mjölvöru í sykur. Svo er allsekki víst að allir fallist á að hann sé eiturlyf þó eflaust komi að því. Þó finnst mér það (altsvo kaffið) fremur vont á bragðið. Áhrifin eru samt umtalsverð. Ekki er því að neita. Ekki vil ég samt viðurkenna að ég drekki kaffi í óhófi. T.d. fæ ég mér aldrei (eða a.m.k. afar sjaldan) kaffi eftir kvöldmat. Ég trúi semsagt því sem sagt er að svefn og kaffidrykkja eigi ekki vel saman, þó mín reynsla sé ekki á þá leið.

Margt má eflaust um kaffið segja, en það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa hér í þetta vesæla blogg allt sem ég hugsanlega veit um kaffi. Sumum þykir þó tilheyra í blogg- eða blaðagreinum að segja allt sem þeim hugsanlega hugkvæmist um það efni sem greinin fjallar um. Það er samt eins og lesendur mínir (ehemm) ættu að vita allsekki minn stíll. Ég er meira fyrir að vaða úr einu í annað, eins og þar stendur. Jafnvel að hrúga saman orðatiltækjum og spakmælum, ef ekki vill betur.

Pólitík leiðist mér stundum, en þó ekki alltaf. Einstrengingsleg flokksbundin afstaða í þeim efnum finnst mér yfileitt til baga. T.d. er ég að mestu hættur að hafa sömu áhyggjur af Trump bandaríkjaforseta og ég hafði í upphafi forsetatíðar hans. Hvað sem um hann og framkomu hans má segja, held ég að hann komist auðveldlega frá kæru þeirri sem verið er að fjalla um í fulltrúadeildinni um þessar mundir. Jafnvel er hugsalegt að hann (með aðstoð embættisins) standi sig nokkuð vel í kosningunum á næsta ári. Þó kæran verði væntanlega samþykkt í fulltrúadeildinni, þá er mjög ólíklegt að svo fari í öldungadeildinni einnig. Þar þarf tvo þriðju hluta atkvæða svo forsetinn þurfi að víkja. Þar hafa repúblikanar meirihluta.

Flokkshollusta hefur mjög aukist að undanförnu í bandaríkjunum og ekki hefur Trump dregið úr henni. Segja má að hann hafi breytt forsetaembættinu. Hingað til hafa forsetar þar hagað sér öðruvisi en hann gerir. Hann beitir lygum og blekkingum eins og fleiri í umgengni sinni við fésbók og tvitter. Hingað til hafa kollegar hans litið niður á félagslegu miðlana og þóst vera yfir þá hafnir. Svo hefur hann átt í miklu stríði við fjölmiðla og þykist alltaf vita betur en þeir.

Segja má að nokkurskonar stjórnarskrárdeila sé komin upp í bandaríkjunum. Forsetanum og þinginu kemur alls ekki saman um hvaða völd þingið hefur. Má það kalla til vitnis nánustu ráðgjafa forsetans eða getur forsetinn bannað það? Jafnvel þó þingið sigraði í slíku máli fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna er hugsanlega eftir að komast að því hvort þeir gætu komist upp með að neita að svara tilteknum spurningum og tekið gæti langan tíma að fá úr því skorið. Þá væri kannski komið að nýjum forsetakosningum. Gæti Trump t.d. boðið sig fram þar þó hann yrði dæmdur til embættismissis?

IMG 6471Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband