26.11.2019 | 23:42
2894 - Kaffi
Kaffi er eina eiturlyfið sem ég veit til að ég noti um þessar mundir. Meira að segja er ég að mestu hættur að nota sykur. Auðvitað er ekki svo gott að forðast hann því hann er notaður í ýmsan mat, þó hann sé hugsalega ekki viðbættur. Sykur og sætuefni eru líka af svo mörgu tagi og í svo mörgu t.d. ávöxtum og berjum, auk þess sem líkaminn á það til að breyta ýmiss komar mjölvöru í sykur. Svo er allsekki víst að allir fallist á að hann sé eiturlyf þó eflaust komi að því. Þó finnst mér það (altsvo kaffið) fremur vont á bragðið. Áhrifin eru samt umtalsverð. Ekki er því að neita. Ekki vil ég samt viðurkenna að ég drekki kaffi í óhófi. T.d. fæ ég mér aldrei (eða a.m.k. afar sjaldan) kaffi eftir kvöldmat. Ég trúi semsagt því sem sagt er að svefn og kaffidrykkja eigi ekki vel saman, þó mín reynsla sé ekki á þá leið.
Margt má eflaust um kaffið segja, en það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa hér í þetta vesæla blogg allt sem ég hugsanlega veit um kaffi. Sumum þykir þó tilheyra í blogg- eða blaðagreinum að segja allt sem þeim hugsanlega hugkvæmist um það efni sem greinin fjallar um. Það er samt eins og lesendur mínir (ehemm) ættu að vita allsekki minn stíll. Ég er meira fyrir að vaða úr einu í annað, eins og þar stendur. Jafnvel að hrúga saman orðatiltækjum og spakmælum, ef ekki vill betur.
Pólitík leiðist mér stundum, en þó ekki alltaf. Einstrengingsleg flokksbundin afstaða í þeim efnum finnst mér yfileitt til baga. T.d. er ég að mestu hættur að hafa sömu áhyggjur af Trump bandaríkjaforseta og ég hafði í upphafi forsetatíðar hans. Hvað sem um hann og framkomu hans má segja, held ég að hann komist auðveldlega frá kæru þeirri sem verið er að fjalla um í fulltrúadeildinni um þessar mundir. Jafnvel er hugsalegt að hann (með aðstoð embættisins) standi sig nokkuð vel í kosningunum á næsta ári. Þó kæran verði væntanlega samþykkt í fulltrúadeildinni, þá er mjög ólíklegt að svo fari í öldungadeildinni einnig. Þar þarf tvo þriðju hluta atkvæða svo forsetinn þurfi að víkja. Þar hafa repúblikanar meirihluta.
Flokkshollusta hefur mjög aukist að undanförnu í bandaríkjunum og ekki hefur Trump dregið úr henni. Segja má að hann hafi breytt forsetaembættinu. Hingað til hafa forsetar þar hagað sér öðruvisi en hann gerir. Hann beitir lygum og blekkingum eins og fleiri í umgengni sinni við fésbók og tvitter. Hingað til hafa kollegar hans litið niður á félagslegu miðlana og þóst vera yfir þá hafnir. Svo hefur hann átt í miklu stríði við fjölmiðla og þykist alltaf vita betur en þeir.
Segja má að nokkurskonar stjórnarskrárdeila sé komin upp í bandaríkjunum. Forsetanum og þinginu kemur alls ekki saman um hvaða völd þingið hefur. Má það kalla til vitnis nánustu ráðgjafa forsetans eða getur forsetinn bannað það? Jafnvel þó þingið sigraði í slíku máli fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna er hugsanlega eftir að komast að því hvort þeir gætu komist upp með að neita að svara tilteknum spurningum og tekið gæti langan tíma að fá úr því skorið. Þá væri kannski komið að nýjum forsetakosningum. Gæti Trump t.d. boðið sig fram þar þó hann yrði dæmdur til embættismissis?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.