2884 - Neyðarkall

Hæ, Papparass heiti ég og er að hugsa um að leyfa ykkur að heyra smásögu.

Þannig var að björgunarsveitin „Tíkall“ fann einu sinni tvær rjúpnaskyttur sem voru alveg eins, þegar leitað var að einni. Þetta olli talsverðum ruglingi en leystist að lokum farsællega. Sagan er svona:

Það var á Jólaföstunni árið 1962 sem formaður áðurnefndrar björgunarsveitar fékk neyðarkall. Nei, ég er ekki að meina svona pínulítinn neyðarkall sem afhentur er almenningi fyrir að láta fé af hendi rakna til stuðnings björgunarsveitunum til viðbótar við flugelda-peningana. Með fé á ég við peninga en ekki kindur svo það sé á hreinu. Ansi er þetta að verða útúrdúrasamt hjá mér, en vonandi tekst mér að koma þessu frá mér.

Jón á Þambárvöllum fékk semsagt neyðarkall og það kom frá Gufunesi. Samstundis eða næstum því fóru þeir björgunarmenn uppá Bláfellsháls, en neyðarkallið hafði komið frá Kili. Þaðan fóru þeir sem leið liggur að Hvítárvallaskála og þaðan upp með Fúlukvísl. Troðningarnir þar voru svo magnaðir að það lá við að þeir villtust, en hjá þeirri niðurlæginu tókst þeim að komast með því að halda allir í kaðalinn sem formaðurinn var með meðferðis. Við Kjalfell skiptu þeir liði og fóru sitt hvoru meðin við það. Svo fundu þeir tvær rúpnaskyttur sem pössuðu alveg við lýsinguna sem þeir höfðu meðferðis. Þegar til átti að taka voru þessar tvær skyttur orðnar að einni og hefur aldrei fengist skýring á því hvernig það mátti ske.

En svo ég haldi nú svolítið áfram úr því ég er byrjaður og af því ég heiti Papparass, þá er ekki því að neita að þetta blogg ber af öðrum og er þá mikið sagt. Semsagt; ég hef valið rétt þegar ég fór framá að fá að láta ljós mitt skína hér. Skelfing er þetta blogg annars stutt en það er kannski bara eins gott því „attensjónspanið“ hjá flestum fer sífellt minnkandi.

Sæmundur virðist vera alveg fastur í staðreyndadíkinu og þess vegna er ekki fráleitt að álykta sem svo að hann hafi gott af því að fá einskonar alterego hingað í bloggið sitt og ég get alveg gegnt því hlutverki. Kannski er það einmitt hugsandi fólk sem les þetta blogg. Sem betur fer eru það ekki alltof margir þó.

IMG 6581Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband