2877 - Bahama

Enn er ég með hugann við Bahama eyjar. Það land hefur nokkurn vegin svipaðan íbúafjölda og Ísland. Þegar fellibylurinn Dorian fór þar yfir fyrir rúmri viku voru það meiri náttúruhamfarir en við Íslendingar getum í fljótu bragði ímyndað okkur. Samkvæmt opinberum tölum nú í morgun hafa 50 til 100 látið lífið í þessum hörmungum. Það gætu samt alveg verið allmörg þúsund. Sennilega hafa á milli 70 og 80 þúsund manns misst heimili sín. Samt hefur varla verið minnst á þetta í fréttum hér á Íslandi og Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að flóttamenn þaðan skuli reknir í burtu hafi þeir ekki pappíra sína í lagi. (Bahama eyjar eru skammt frá Florida.)

Þó ég hafi einhverntíma í fyrndinni verið sæmilega góður í landafræði, er ég það sennilega ekki lengur. Man vel eftir því að Ingibjörg systir var einhvern tíma að skrifast á við einhvern í Kuwait og lenti í rifrildi við Siggu á stöðinni (sameinað pósthús og símstöð), en hún vildi ekki viðurkenna að þetta land væri til.

Sennilega er ég ekki einn um það að þegar talað er um Abu Dhabi, Dubai, Doha, UAE, Qatar, Bahrain o.s.frv. fer allt að snúast í hringi í heilanum á mér og ég veit ekki hvað er í hverju. Til að skilja Mið-Austurlönd þarf samt að þekkja þetta allt og eftir að hafa lesið bók Magnúsar Þorkels Bernharðssonar er ég að byrja að botna í þessu. Það er semsagt ekki nóg að vita nokkurvegin hvar Saudi-Arabía, Sameinuðu arabisku furstadæmin og Yemen eru.

Um að gera að hafa bloggin í styttri kantinum. Kannski fleiri lesi þau þá. Svo er líka hægt að blogga oft á dag. Aðalkosturinn við bloggið umfram fésbókina er að þar getur maður haldið orðinu endalaust. Hraðinn er semsagt ekki sá sami og kjaftavaðallinn hugsanlega minni.

IMG 6663Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um veröld Sæmi víða ratar,
um Vesturbæ og líka Katar,
en vita ekkert veifiskatar,
á Vestfjörðunum margur gatar.

Þorsteinn Briem, 10.9.2019 kl. 14:25

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Um veröldina víða fer
og villist Steini um nætur
i Vesturbænum vaskur er
og voðalega sætur.

Sæmundur Bjarnason, 10.9.2019 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband