4.8.2019 | 13:18
2870 - Mass shootings
Held að það sé alveg rétt að ástæðan fyrir því að Sigmundur Davíð og Davíð Oddsson fallast svona í faðma núna sé sú að báðir séu á mótir EES-samningnum. Að vísu var Doddsson forsætis þegar hann var gerður en hann er eins og Simmi að hann tekur jafnan þá afstöðu sem hann heldur að komi honum best hverju sinni. Það sem flestir sjá sem kosti við þann samning sjá þeir sem ókosti. Aumingja mennirnir. Samt held ég að þeir ættu að fá að hafa sínar skoðanir í friði. Verst að þeir reyna að troða þessum skoðunum uppá aðra.
Mass shootings eru mjög í tísku um þessar mundir í henni Ameríku. Þ.e.a.s. í Bandaríkjunum. Sagt er (og sennilega er það alveg rétt) að af öllum gun deaths í USA séu þau sem orsakast af mass shootings (þar sem 4 eða fleiri særast eða deyja) u.þ.b. 1%. Mörgun finnst þessi tala ótrúlega lág. Í gun deaths eru sennilega innifaldir dauðdagar sem orsakast af slysaskotum, sjálfsmorðum og af völdum lögreglunnar. Mass shootings fá þó mikla fjölmiðlaumfjöllun og eflaust er það oftast svo að sárasaklaust fólk verður fyrir þessum ósköpum. Líklega finnst flestum sem ekki þurfa að búa við þessa ógn að rétta svarið við þessu sé ekki að vopna sem flesta. T.d. kennara í skólum og varðmenn við alla opinbera staði og verslanir. Einhvern vegin verður þó að bregðast við þessu. Sök fjölmiðla er hugsanlega einhver.
Sennilega lesa fáir blogg þessa dagana. Af hverju eru næstum allar fjölmennar útihátíðir um verslunarmannahelgina? Það er löngu úrelt klisja að það séu næstum allir aðrir en þeir sem vinna í búðum í fríi á frídegi verslunarmanna. Samt er það svo. Kannski tekur fésbókin sjálf sér frí á þessum degi. Efast samt um það. Lognið og góðviðrið hér að Suðvesturhorninu er orðið meira en elstu menn muna. Það er þetta með elstu mennina sem ég set svolítið spurningarmerki við. Sennilega fer ég að teljast til þeirra. Samt finnst mér einsog alltaf hafi verið gott veður þegar ég var lítill. Snjórinn reyndar með mesta móti á veturna þá, en sleppum því. Veðuráhugi fólks er mikill, en veðurminni lítið. Best að spyrja Sigurð Þór eða Trausta. Tala nú ekki um að lesa boggin þeirra og fésbókarinnleggin.
Mikið hefur nú enn á ný verið talað um Klausturmál. Öll sú umfjöllun leiðir e.t.v. ásamt öðru til hugarfarsbreytingar, en ekki er að sjá að hún valdi breytingu á kosningahegðun fólks. Annars er alltaf varasamt að heimfæra skoðanakannanir á kosningaúrslit. Samt er talsvert að marka skoðanakannanir sem gerðar eru nálægt kosningum. Um það eru mörg dæmi. Með því að spila á slíkar kannanir tekst politíkusum stundum að hafa áhrif á kjósendur og auka þannig völd sín til skamms tíma.
Best er samt að láta kosningar og dómstóla (lítið spillta) ráða framúr flestum ágreiningsmálum. Hótanir og hernaður hafa oft öfug áhrif. Þar sem spilling er mikil verður stundum að koma til erlend íhlutun og ber að fagna henni en ekki fordæma.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Á bara að láta þessa Báru sleppa við rannsókn?
Halldór Jónsson, 5.8.2019 kl. 09:58
Ég hef engan sérstakan áhuga á Klausturmálum. Leiðist þau satt að segja. Finnst nóg hafa verið rövlað um þau af báðum aðilum satt að segja.
Sæmundur Bjarnason, 5.8.2019 kl. 14:00
Já Halldór, Bára gerði ekkert nema taka upp í almannarými slorið sem kom frá þessu miður æskilegu fólki: þetta var þjóðþrifaverk sem varð að komast til almennings.
það er hætt á að Simmi reyni að rústa EES samningnum ef hann kemst til valda, mun reyna að hengja sig á UK eða USA; minna eftirlit með spillingu og svona sem kemur sér vel fyrir marga misjafna íslendinga.
DoctorE 6.8.2019 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.