29.7.2019 | 09:52
2869 - Þriðji orkupakkinn
Í mínum huga eru Íslendingasögurnar bara þrjár: Njála, Laxdæla og Eyrbyggja. Flestir mundu þó telja Hrafnkötlu, Egilssögu og Grettissögu þarna með. Þessar sögur eru samdar sem bókmenntaverk. Allt annað finnst mér vera samtíningur og sitthvað. Auðvitað eru fáir á sama máli og ég um þetta. Sem betur fer hef ég lítið vit á þessu og ég var einn af þeim sem var næstum alveg farinn að trúa Bergsveini Birgissyni þegar hann í sínum langa formála beitti allri sinni kunnáttu og færni til þess að telja saklausum lesendum sínum trú um að fundist hefði ein Íslendingasaga til viðbótar og fjallaði hún um svarta víkinginn sem hann nefndi svo.
Eina bloggið sem ég les næstum daglega eru bakþankar Fréttablaðsins. Stundum er ég sammála því sem þar er sagt, en sundum með öllu ósammála. Aðalkostur þess bloggs er að það eru hinir og þessir sem skrifa það. Öfugt við forystugreinar blaðsins er það ekki alltaf ýkja hátíðlegt. Stundum er það beinlíkis skemmtilegt, en það eru forystugreinarnar aldrei. Tveir Guðmundar eru mínir uppáhaldsbloggarar um þessar mundir. Steingrímsson og Brynjólfsson báðir skrifa þeir öðru hvoru í Fréttablaðið. Ég viðurkenni þó að oftast er Mogginn efnismeiri en Fréttablaðið, en hann er líka ekki ókeypis.
Tveimur vísum man ég eftir sem fjalla um presta. Sú fyrri er svona.
Séra Magnús settist uppá Skjóna
sá var ekki líkur neinum dóna.
Hann var glaður.
hátt agtaður
Höfðingsmaður.
Honum ber að þjóna.
Hin er þannig.
Mér er sem ég sjái hann Kossút
með svipu í hendi reka hross út.
Sína gerir hann svipu upp vega
séra Stefán á Mosfelli-lega.
Enga hugmynd hef ég um eftir hverja þessar vísur eru. Enda finnst mér það lítlu máli skipta. Báðar eru vísurnar samt góðar og falla mér fremur vel í geð. Unglingum dagsins finnst sjálfsagt lítið til þeirra koma en það segir afar lítið um gæði vísnanna.
Ekki er ég Miðflokksmaður og seint mundi ég styðja Sigmund Davíð í öllum hans vitleysum. Ekki er ég heldur neinn stjórnkerfisfræðingur. Hinsvegar finnst mér Sigmundur og samflokksmenn hans hafa dálítið fyrir sér í sambandi við O3. Ekki gengur að hægt sé að smeygja ýmsu sem hefur lagagildi framhjá forsetanum með því að segja bara að það séu þingsályktanir en ekki lög og honum komi það ekkert við. Sá held ég að hafi ekki verið skilningur þeirra sem samþykktu núverandi stjórnarskrá. Samt er ég alveg viss um að Guðni forseti mundi ekki senda O3 í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samt eru þær of fáar og þar að auki ekki neitt sem skyldar alþingi til að taka mark á þeim, enda gerist það ekki. A.m.k. ekki alltaf. Stundum eru þær líka svo klaufalega orðaðar að leggja má margskonar skilning í þær. Já, ég er að tala um nýju stjórnarskrána til dæmis. Minn skilningur er sá að alþingisfólk séu þjónar almennings en ekki öfugt.
Einhver mynd.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þriðji orkupakkinn er bara ákveðin útfærsla á regluverki sem byggir á alþjóðasamningi sem Ísland hefur gert. Sá heitir EES samningurinn. Hann kveður á um frjálst flæði varnings, þjónustu, fjármagns og fólks innan EES svæðisins. Orkupakkinn tekur á þessu hvað orkuna varðar. Hann grundvallast á EES samningnum. Sé vilji til þess getur Ísland auðvitað gengið úr EES.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.7.2019 kl. 10:59
Já Þorsteinn, en Íslendingar hafa aldrei viljað fallast á að fiskurinn í sjónum og orkan í fallvötnunum eða undir yfirborði jarðar sé eins og hver annar varningur. Að því kemur þó vafalaust, fyrr eða síðar.
Sæmundur Bjarnason, 29.7.2019 kl. 11:13
Fiskurinn er varningur og hann er fluttur út. Orka er auðvitað varningur líka, en hún er ekki flutt út eins og er.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.7.2019 kl. 12:07
"Þingsályktun er samþykkt Alþingis sem ekki þarf staðfestingar forseta Íslands, ólíkt almennum lögum.
Þær geta haft þýðingu sem réttarheimild. Þingsályktunartillögur eru þannig eins konar viljayfirlýsing af hálfu löggjafarvaldsins.
Sem dæmi um þingsályktunartillögur sem hafa haft sögulega þýðingu má nefna þingsályktun um niðurfellingu dansk-íslenska sambandslagasamninginn frá 1918, nr. 32/1944, þingsályktun um gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar, nr. 33/1944 og þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.[1]
Þann 29. nóvember 2011 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínuríki með landamæri fyrir Sex daga stríðið 1967. Ísland varð þar með fyrst Vestur-Evrópskra ríkja til þess að viðurkenna ríki Palestínumanna.[2]"
Þorsteinn Briem, 29.7.2019 kl. 13:02
"26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.
Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 29.7.2019 kl. 13:16
Hvort raforka er vara eða eitthvað annað breytir engu í þessu samhengi.
"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."
Þorsteinn Briem, 29.7.2019 kl. 13:26
Þingmenn Miðflokksins hafa margoft sagt að þeir hafi engan áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
En ef einhverjir Mörlendingar vilja það geta þeir að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóð"fylkinguna" eða "Kristin" stjórnmálasamtök Jóns Vals Jenssonar.
Íslenska þjóð"fylkingin" fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016.
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Þorsteinn Briem, 29.7.2019 kl. 13:35
Ég sagði "fiskurinn í sjónum". Hann er ekki varningur áður en hann er veiddur! Auðvitað átti ég við fiskimiðin. Annars finnst mér laga-ígildi skipta mun meira máli en varningurinn. Finnst stjórarskráin stórgölluð. Samt er ekki hægt að leiðrétta hana nema um tvö þing sé að ræða og kosningar á milli.
Sæmundur Bjarnason, 29.7.2019 kl. 14:08
Já, fiskimiðin eru auðvitað ekki vara, ekkert frekar en að fallvötn, jarðhiti eða vindurinn eru vara. Bújarðirnar þar sem lambahryggirnir eru framleiddir eru heldur ekki vara. Ég er svolítið hræddur um að sumir rugli þessu saman og haldi til dæmis að ef viðskipti með orku eru frjáls yfir landamæri merki það að verið sé að eiga viðskipti með auðlindirnar sjálfar. En það er auðvitað alls ekki þannig.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.7.2019 kl. 15:55
Seinni vísan er áreiðanlega eftir Benedikt Gröndal. Kíktu eftir því, ég hef því miður ekki tíma til þess núna.
Ingibjörg Ingadóttir 29.7.2019 kl. 23:26
Þorsteinn. Hvaða máli skiptir formlegt eignarhald, ef búið er að ná þvi tangarhaldi á afrakstrinum sem þurfa þykir. Í raun og veru er búið að gera bæði alþingi og forsetann valdalaus og ríkisstjórnin virðist ráða öllu. Ég er ekki að leggja til úrgöngu úr EES. Allt stefir í inngöngu í ESB. Þó það verði ekki fyrr en eftir talsverðan tíma.
Sæmundur Bjarnason, 30.7.2019 kl. 07:06
Ingibjörg. Ég hef eiginlega meiri áhuga á að vita eitthvað um þennan Stefán á Mosfelli en á því að vita hver er höfundur vísunnar. Sennilega hefur höfundurinn vitað meira um Stefán en fram kemur í vísunni.
Sæmundur Bjarnason, 30.7.2019 kl. 07:10
Hvað áttu við með að "ná tangarhaldi á afrakstrinum"? Hver er það sem "nær tangarhaldi" á honum og hvernig? Ef vara er seld, er þá eðlilegt að tala um að kaupandinn nái á henni tangarhaldi? Og ef almennar reglur gilda um sölu og dreifingu á varningi, er þá einhver að ná tangarhaldi á varningnum? Er ekki merkingin eilítið önnur? Ég bara spyr.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.7.2019 kl. 11:37
Tangarhald getur verið margskonar. Vinsælt er t.d. í þeim "varningi" sem sjónvarpsefni er að bjóða í fyrstu góðan díl, en hækka svo verðið þegar ekki er hægt að vera án efnisins. Þetta má útfæra á ýmsan hátt. öll einokun er tangarhald. Auðvitað má semja um allt mögulegt. Íslendingar eru samt vanir að láta gabba sig í samningum.
Sæmundur Bjarnason, 30.7.2019 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.