27.5.2019 | 16:20
2855 - Málþófið mikla
2855 Málþófið mikla
Nei, ég er ekki dauður ennþá og ekki heldur hættur að blogga. Skoðarir mínar á fésbókinni og blogginu hafa lítið breyst. Hinsvegar hef ég verið í hálfsmánaðarfríi á Ítalíu, nánar tiltekið í Toscany-héraði lengst uppi í sveit. Þó ég hafi haft dágott internetsamband og getað horft á sjónvarp þegar mér sýndist áleit ég mig vera í fríi frá hverskyns bloggskrifum fréttum og þessháttar.
Svolítið hef ég heyrt af fréttum frá Íslandi og horfði meira á söngvakeppnina en ég er vanur. Þegar ég kom svo heim seint síðastliðið laugardagskvöld varð ég fljótt var við að um fátt er meira rætt en orkupakka númer 3 og Hatara sem tóku þátt í söngvakeppninni.
Enn virðast þeir miðflokksmenn hafa lag á því að koma sér í fréttirnar. Þó ég sé á móti orkupakkanum finnst mér kannski óþarfi að láta svona. Ef alþingi hefur í sínum óendanlega vísdómi ákveðið að málþóf sé viðurkennd aðferð hvers vegna mega þá ekki miðflokksmenn nota sér þetta vopn eins og aðrir? Þó mistekist hafi að koma þeim útaf þingi er ekki sjálfsagt að vera meðmæltur orkupakkanum þessvegna.
Svipað er að segja um Hatara. Þó þeim hafi mistekist að sigra í söngvakeppninni er ekki þar með sagt að þeir séu lélegir. Mér finnst þeir harla góðir þó sumir segi að ekki megi styggja Ísraela. Annars held ég að flestir Evrópubúar séu fyrir löngu orðnir hundleiðir á þessari söngvakeppni. Mér finnst hún aðallega vera fyrir algera sjónvarpssjúklinga.
Þegar ég á sínum tíma stjórnaði kapalkerfinu í Borgarnesi rétt eftir 1980 var ein vinsælasta spólan þar upptaka á svokölluðum Skonrokksþáttum. (Tommi og Jenni undanskildir) Þar var um að ræða safn af tónlistarmyndböndum. Eina stöð fann ég úti á Ítalíu á einhverjum gervihnettinum sem útvarpaði eingöngu gömlum tónlistarmyndböndum. Þau voru mun skárri en söngvakeppnin og satt að segja sú stöð sem ég horfði langmest á þessa Ítalíudaga mína. Engin myndbönd sem leikin voru á þessari stöð voru samt eins gömul og Skonrokksþættirnir, þó flest þeirra hafi verið frá því fyrir síðustu aldamót.
Að við skulum hafa látið alþingi hafa öll þessi völd er óskiljanlegt. Auðvitað þarf stjórnarandstaðan að hafa einhverja aðkomu að völdum í þjóðfélaginu. Hinsvegar á það ekki að skipta máli hvaða flokkur beitir því vopni sem málþófið vissulega er. Hvort ekki er hægt að sniða þennan agnúa af þingstörfunum er verkefni sem ríkisstjórnin í samstarfi við meirihlutann á alþingi sem stuðst er við þyrfti að athuga mjög vandlega. Þetta ástand er vissulega til skammar. Ríkisstjórnin virðist halda að hún auki styrk sinn í réttu hlutfalli við minnkandi traust almennings á þinginu og starfsemi þess.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Apaköttum mikið mál,
miðfóturinn logar,
afar ljót er Simma sál,
sitt í typpi togar.
Þorsteinn Briem, 27.5.2019 kl. 17:55
Ég held að það hafi verið miklu betra þegar málþófið fólst í löngum ræðum. Menn gátu þá talað þar til þeir gáfust upp, en bara einu sinni.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 19:32
Orðljótt sýnist Steina stál
stilltir manna hófar.
Þorsteini var mikið mál
mjög hans vísur grófar.
Sæmundur Bjarnason, 27.5.2019 kl. 21:35
Ómar Ragnarsson tekur þátt í nær öllum mótmælum, er sífellt að lenda í alls kyns vandræðum og er mesti hrakfallabálkur landsins, miðað við þær sögur sem hann segir af sjálfum sér hér á Moggablogginu.
En árangurinn af öllum þessum mótmælum er nær enginn.
Íslenskir menn hrella karlinn á erlendum veitingastöðum og í millilandaflugvélum, stolið er af honum myndavélum, fartölvum, bensíni, dekkjum og bílum, lögreglan handtekur hann í Gálgahrauni og fyrir að stela sínum eigin bíl, hann lendir í umferðarslysum og flugslysum, og menn ráðast á hann í umferðinni, svo eitthvað sé nefnt.
Þorsteinn Briem, 27.5.2019 kl. 21:35
Best væri auðvitað Siglaugsson að þingmenn sýndu þann þroska að taka ekki þátt í málþófi, en við því er varla að búast.
Sæmundur Bjarnason, 27.5.2019 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.