2855 - Málþófið mikla

2855 –  Málþófið mikla

Nei, ég er ekki dauður ennþá og ekki heldur hættur að blogga. Skoðarir mínar á fésbókinni og blogginu hafa lítið breyst. Hinsvegar hef ég verið í hálfsmánaðarfríi á Ítalíu, nánar tiltekið í Toscany-héraði lengst uppi í sveit. Þó ég hafi haft dágott internetsamband og getað horft á sjónvarp þegar mér sýndist áleit ég mig vera í fríi frá hverskyns bloggskrifum fréttum og þessháttar.

Svolítið hef ég heyrt af fréttum frá Íslandi og horfði meira á söngvakeppnina en ég er vanur. Þegar ég kom svo heim seint síðastliðið laugardagskvöld varð ég fljótt var við að um fátt er meira rætt en orkupakka númer 3 og Hatara sem tóku þátt í söngvakeppninni.

Enn virðast þeir miðflokksmenn hafa lag á því að koma sér í fréttirnar. Þó ég sé á móti orkupakkanum finnst mér kannski óþarfi að láta svona. Ef alþingi hefur í sínum óendanlega vísdómi ákveðið að málþóf sé viðurkennd aðferð hvers vegna mega þá ekki miðflokksmenn nota sér þetta vopn eins og aðrir? Þó mistekist hafi að koma þeim útaf þingi er ekki sjálfsagt að vera meðmæltur orkupakkanum þessvegna.

Svipað er að segja um Hatara. Þó þeim hafi mistekist að sigra í söngvakeppninni er ekki þar með sagt að þeir séu lélegir. Mér finnst þeir harla góðir þó sumir segi að ekki megi styggja Ísraela. Annars held ég að flestir Evrópubúar séu fyrir löngu orðnir hundleiðir á þessari söngvakeppni. Mér finnst hún aðallega vera fyrir algera sjónvarpssjúklinga.

Þegar ég á sínum tíma stjórnaði kapalkerfinu í Borgarnesi rétt eftir 1980 var ein vinsælasta spólan þar upptaka á svokölluðum Skonrokksþáttum. (Tommi og Jenni undanskildir) Þar var um að ræða safn af tónlistarmyndböndum. Eina stöð fann ég úti á Ítalíu á einhverjum gervihnettinum sem útvarpaði eingöngu gömlum tónlistarmyndböndum. Þau voru mun skárri en söngvakeppnin og satt að segja sú stöð sem ég horfði langmest á þessa Ítalíudaga mína. Engin myndbönd sem leikin voru á þessari stöð voru samt eins gömul og Skonrokksþættirnir, þó flest þeirra hafi verið frá því fyrir síðustu aldamót.

Að við skulum hafa látið alþingi hafa öll þessi völd er óskiljanlegt. Auðvitað þarf stjórnarandstaðan að hafa einhverja aðkomu að völdum í þjóðfélaginu. Hinsvegar á það ekki að skipta máli hvaða flokkur beitir því vopni sem málþófið vissulega er. Hvort ekki er hægt að sniða þennan agnúa af þingstörfunum er verkefni sem ríkisstjórnin í samstarfi við meirihlutann á alþingi sem stuðst er við þyrfti að athuga mjög vandlega. Þetta ástand er vissulega til skammar. Ríkisstjórnin virðist halda að hún auki styrk sinn í réttu hlutfalli við minnkandi traust almennings á þinginu og starfsemi þess.

IMG 6922Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Apaköttum mikið mál,
miðfóturinn logar,
afar ljót er Simma sál,
sitt í typpi togar.

Þorsteinn Briem, 27.5.2019 kl. 17:55

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að það hafi verið miklu betra þegar málþófið fólst í löngum ræðum. Menn gátu þá talað þar til þeir gáfust upp, en bara einu sinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2019 kl. 19:32

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Orðljótt sýnist Steina stál
stilltir manna hófar.
Þorsteini var mikið mál
mjög hans vísur grófar.

Sæmundur Bjarnason, 27.5.2019 kl. 21:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson tekur þátt í nær öllum mótmælum, er sífellt að lenda í alls kyns vandræðum og er mesti hrakfallabálkur landsins, miðað við þær sögur sem hann segir af sjálfum sér hér á Moggablogginu. cool

En árangurinn af öllum þessum mótmælum er nær enginn.

Íslenskir menn hrella karlinn á erlendum veitingastöðum og í millilandaflugvélum, stolið er af honum myndavélum, fartölvum, bensíni, dekkjum og bílum, lögreglan handtekur hann í Gálgahrauni og fyrir að stela sínum eigin bíl, hann lendir í umferðarslysum og flugslysum, og menn ráðast á hann í umferðinni, svo eitthvað sé nefnt. cool

Þorsteinn Briem, 27.5.2019 kl. 21:35

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Best væri auðvitað Siglaugsson að þingmenn sýndu þann þroska að taka ekki þátt í málþófi, en við því er varla að búast.

Sæmundur Bjarnason, 27.5.2019 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband