29.4.2019 | 06:56
2853 - Sif Sigmars
Enginn svarar Sif. Eins og ég sagði, eða ætlaði að segja um daginn þá ratast Sif Sigmarsdóttur oft satt orð á munn í sambandi við pólitík. Hún veit sannarlega sínu viti og kann að koma orðum að hlutunum. Gallinn er hinsvegar sá að henni er ekki svarað. Auðvitað geta pólitíkusarnir ekki gert það, en þeir gætu þó reynt. Að minnsta kosti gætu þeir afsakað sig smá þó ekki væri annað. En það gera þeir ekki því með því mundu þeir hætta sér útá hálan ís. Allir vita að flokkafjandarnir eru þeim mikilvægari en allt annað. Þar með talinn þjóðarhagur og ýmislegt fleira.
Sennilega er af hálfu Sjálfstæðisflokksins verið að undirbúa endurkomu Sigríðar Andersen í ráðherraembættið sem hún áður gegndi.. Ekki er þó víst að það gangi betur en að koma MAX 8 og 9 þotunum í umferð aftur. Hvorki stjórnendum Boeing fyrirtækisins né íslensku ríkisstjórninni virðist vera það ljóst að almenningálitið er gjörbreytt frá því sem áður var. Samfélagsmiðlarnir eru sú ástæða sem fyrst kemur upp í hugann en hugsanlega eru þær fleiri. Óþolinmæði almennings með spillingu og sjálfsupphafningu stjórnmálastéttarinnar er komin á hættulegt stig. Sú bylting sem hófst í Afríku um 2010 gæti sem hægast breitt úr sér. Eitthvað hlýtur það að verða sem kveikir á endanum í tundrinu sem safnast hefur saman undanfarna áratugi.
Nú er vorið endanlega komið. Meira að segja veðurspámennirnir eru farnir að spá hita og þreytast ögn á þessum sífelldu aðvörunum sínum. Allur snjór er löngu farinn, nema úr hæstu fjöllum. Látum það ekki á okkur fá þó páskahretið breytist í hvítasunnuhret, heldur höldum áfram að vona það besta. Hver veit nema sumarið verði með besta móti.
Fórum upp í Melahverfi í gær til að skoða kanínur og fylgjast með æfingum í körfubolta auk þess að sturta úr nokkrum kaffibollum. Skoðaði líka Kalmansvík og tók nokkrar myndir í morgunsárið. Sannkallað sunnudagsveður.
Ef ég minnist ekkert á Trump eða fésbókina þarf það svosem ekki að þýða það að þessi ógeðfelldu fyrirbæri séu að rétta úr kútnum. Ég er sífellt að sannfærast betur og betur um að fésbókin er stórhættuleg en býr samt yfir möguleikum sem eru ómetanlegir. Vonandi verður það sem tekur við af henni ekki eins hryllilegt og hún. Ekki verður það samt Twitter. Mér sýnist hann engu betri.
Að sumu leyti má lita á það sem heftandi að geta ekki sent snilli sína út í eterinn fyrr en komnar eru allnokkkrar klásúlur, þó mismunandi gáfulegar séu. Líka fylgja þessu kostir að sjálfsögðu. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Það má finna útúr öllu ánægjuvott. Kannski ég fari bara að slútta þessu hér með.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sif kemur stundum með áhugaverða punkta. En gallinn er sá að hún er alltof flokkspólitísk.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2019 kl. 13:09
Þú ættir ekki að vera að verja pólitíkusana, nema náttúrulega ef þú ert sjálfur á leiðinni þangað. Sumu stjórna þeir sæmilega en flestu illa. Mér hefur ekki fundist Sif taka flokkspólitíska afstöðu frekar en þú.
Sæmundur Bjarnason, 1.5.2019 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.