2853 - Sif Sigmars

Enginn svarar Sif. Eins og ég sagði, eða ætlaði að segja um daginn þá ratast Sif Sigmarsdóttur oft satt orð á munn í sambandi við pólitík. Hún veit sannarlega sínu viti og kann að koma orðum að hlutunum. Gallinn er hinsvegar sá að henni er ekki svarað. Auðvitað geta pólitíkusarnir ekki gert það, en þeir gætu þó reynt. Að minnsta kosti gætu þeir afsakað sig smá þó ekki væri annað. En það gera þeir ekki því með því mundu þeir hætta sér útá hálan ís. Allir vita að flokkafjandarnir eru þeim mikilvægari en allt annað. Þar með talinn þjóðarhagur og ýmislegt fleira.

Sennilega er af hálfu Sjálfstæðisflokksins verið að undirbúa endurkomu Sigríðar Andersen í ráðherraembættið sem hún áður gegndi.. Ekki er þó víst að það gangi betur en að koma MAX 8 og 9 þotunum í umferð aftur. Hvorki stjórnendum Boeing fyrirtækisins né íslensku ríkisstjórninni virðist vera það ljóst að almenningálitið er gjörbreytt frá því sem áður var. Samfélagsmiðlarnir eru sú ástæða sem fyrst kemur upp í hugann en hugsanlega eru þær fleiri. Óþolinmæði almennings með spillingu og sjálfsupphafningu stjórnmálastéttarinnar er komin á hættulegt stig. Sú bylting sem hófst í Afríku um 2010 gæti sem hægast breitt úr sér. Eitthvað hlýtur það að verða sem kveikir á endanum í tundrinu sem safnast hefur saman undanfarna áratugi.

Nú er vorið endanlega komið. Meira að segja veðurspámennirnir eru farnir að spá hita og þreytast ögn á þessum sífelldu aðvörunum sínum. Allur snjór er löngu farinn, nema úr hæstu fjöllum. Látum það ekki á okkur fá þó páskahretið breytist í hvítasunnuhret, heldur höldum áfram að vona það besta. Hver veit nema sumarið verði með besta móti.

Fórum upp í Melahverfi í gær til að skoða kanínur og fylgjast með æfingum í körfubolta auk þess að sturta úr nokkrum kaffibollum. Skoðaði líka Kalmansvík og tók nokkrar myndir í morgunsárið. Sannkallað sunnudagsveður.

Ef ég minnist ekkert á Trump eða fésbókina þarf það svosem ekki að þýða það að þessi ógeðfelldu fyrirbæri séu að rétta úr kútnum. Ég er sífellt að sannfærast betur og betur um að fésbókin er stórhættuleg en býr samt yfir möguleikum sem eru ómetanlegir. Vonandi verður það sem tekur við af henni ekki eins hryllilegt og hún. Ekki verður það samt Twitter. Mér sýnist hann engu betri.

Að sumu leyti má lita á það sem heftandi að geta ekki sent snilli sína út í eterinn fyrr en komnar eru allnokkkrar klásúlur, þó mismunandi gáfulegar séu. Líka fylgja þessu kostir að sjálfsögðu. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Það má finna útúr öllu ánægjuvott. Kannski ég fari bara að slútta þessu hér með.

IMG 6932Einhver mynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sif kemur stundum með áhugaverða punkta. En gallinn er sá að hún er alltof flokkspólitísk.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2019 kl. 13:09

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þú ættir ekki að vera að verja pólitíkusana, nema náttúrulega ef þú ert sjálfur á leiðinni þangað. Sumu stjórna þeir sæmilega en flestu illa. Mér hefur ekki fundist Sif taka flokkspólitíska afstöðu frekar en þú.

Sæmundur Bjarnason, 1.5.2019 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband