12.4.2019 | 13:14
2848 - Assange
Klaustursmálið er greinilega ekki til útflutnings. Það sýndi eftirherman Guðmundur Brynjólfsson greinilega. Að vísu minnist ég þess ekki að hafa séð eða hlustað á ræðuna hans Bergþórs Ólasonar, en eftirherman var góð. Á þeim tíma sem Klaustursmálið var sem mest til umræðu átti ég alveg von á því að Alþingi gæti ekki höndlað þessa heitu kartöflu. Í baksýnisspeglinum sýnist mér að von Sigmundur og kallari hans eða stallari Gunnar Bragi Sveinsson hafi tapað mestu á þessu Klaustursmáli en Lilja Alfreðsdóttir og Klausturbarinn sjálfur hafi grætt mest.
Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr snúast bandarísk stjórnmál að mestu um Trump forseta um þessar mundir. Kannski finnst okkur Íslendingum þetta Assange mál afar merkilegt en greinilega finnst Bandaríkjamönnum það ekki. Okkur finnst það kannski merkilegast af því að Kristinn Hrafnsson er talsvert involveraður í það. Bandaríkjamenn hugsa ákaflega mikið um allskyns hemmelighedskræmmerí og með ýmsu öðru er það áreiðanlega ein af ástæðunum fyrir superpower-status þeirra.
Það sem Bandaríkjamenn hafa fyrst og fremst við Assange og Wikileaks að athuga núorðið er að þeir og fyrst og fremst Demókratar, telja að hann og samtökin hafi með öðru og öðrum stuðlað að því að Tromparinn hafi á sínum tíma sigrað Hillary Clinton. Að mörgu leyti er þetta að verða úrelt vangavelta og hætt er við að Assange sé að verða það líka. Að flestu leyti er þetta mál hið athyglisverðasta samt í alla staði og t.d. er alveg eftir að sjá hvort stuðningsmönnum hans tekst að koma í veg fyrir framsal til USA. Flestir eru búnir að gleyma Manning greyinu þó þau mál öll komi kannski eitthvað til umræðu.
Völd Bandaríkjamanna og afskiptasemi er að sumu leyti skiljanleg þó þetta lítill hluti heimsbyggðarinnar ætti kannski ekki að vera svona yfirgnæfandi. Sú er gæfa þeirra að hafa byggst upp á nákvæmlega réttum tíma. Að hafa náð að sameina svona margar, fjölmennar og ríkar þjóðir og að tala auk þess nokkurn vegin sama tungumálið hefur einnig, öðru fremur, stuðlað að yfirburðum þeirra.
Að halda því fram að Bandaríkjamenn séu sérstakir andstæðingar frjálsrar fjölmiðlunar er í besta falli ósköp ónákvæmt. Frá sjónarmiði flestra ríkja í heiminum er Trump afar misheppnaður sem forseti, en hann er það kannski ekki frá sjónarmiði Bandaríkjamanna sjálfra, sem eru afar hægrisinnaðir samanborið við okkur Evrópubúa. T.d. vilja Demókratar þar mjög gjarnan koma í veg fyrir straum flóttamanna þangað en bara ekki með því að byggja múr eins og Trump vill.
Nú er ég búinn að fimbulfamba nóg um heimsmálin og kannski er best að fara að hætta.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér fyndist vera þakkarvert
ef þingið ræki Bergþór út.
Því allt sem anginn hefur gert
er afneitun hjá drykkjurút.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.4.2019 kl. 15:35
Mér þætti vera þakkarvert
ef þingið leysti Bergþór út.
Því allt sem hefur aulinn gert
er yfirklór frá drykkjurút.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.4.2019 kl. 23:24
Aulalegur anginn sá
afneitun er flokksins mál.
Ógnarskammir allir fá
sem enda Simma stóra hjá.
Sæmundur Bjarnason, 17.4.2019 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.