5.3.2019 | 12:05
2836 - Bubbi Mortens
Nú er ég nýbúinn að setja upp blogg. Oft er það svo að mér dettur mesta snilldin í hug þegar ég er nýbúinn að ausa henni yfir heimsbyggðina. Svo er þó ekki núna. Mér dettur bara ekkert í hug. En þetta kemur, eins og þar stendur. Nú er farið að birta þó klukkan sé ekki orðin nema átta. Ætli vorið sé ekki á næsta leiti.
Meira um forsætisráðherrann okkar. Sú mynd er fræg, a.m.k. hér á Íslandi, þar sem Kata horfir upp í loftið á meðan Trump lætur finna fyrir sér. Ætli það sé ekki frá einhverjum nýlegum NATO-fundi. Þetta uppíloftgláp hennar er í þann veginn að fá alveg nýja merkingu. Fer samt ekki nánar útí það hér og nú.
Hreyfing er nú meðal ríkja í USA í þá átt að láta heildaratkvæðamagn ráða í forsetakosningum og skylda ríki til að greiða þeim atkvæði sín sem flest atkvæði fá í heildina. Með því einfalda ráði mætti koma í veg fyrir að sú erfiða og seinvirka leið yrði farin að kveða á um þetta með viðauka við stjórnarskrána. Auðvitað eru það demókratar sem standa fyrir þessu og repúblikanar eru á móti. Ekki er samt gert ráð fyrir að þetta takist fyrir kosningarnar 2020, en formælendur þessa gera sér vonir um að það takist fyrir 2024.
Afturhaldsmenn allra landa virðast hafa sameinast. Hér á Íslandi er Bubbi Mortens aðeins að pikka í ráðamenn og afhaldsseggi þá sem eru að fara með orðstí alþingis niður í svaðið. Lesið bara greinina hans í Fréttablaði dagsins. Hún heitir: Þruman er að boða okkur stríð.
Auðvitað er ég alls ekki sammála Bubba Mortens um allt sem hann heldur fram, en hann virðist þó ekki vera hræddur við neitt og þar að auki geta tekið rökum. T.d. sá ég einhversstaðar grein sem bendir til þess að hann sé hættur að hata Pírata.
T.d. er ég alls ekki á sama máli og hann um laxveiðar. Það er samt önnur saga en í sambandi við hana bendir hann á Vestfirði. Einkennilegt þykir mér það sem haldið er fram um bólusetningar í forystugrein Fréttablaðsins. Þar er sagt að á Vestfjörðum sé aðeins um að ræða 83 prósent þátttöku í mislingabólusetningu þegar þarf a.m.k. 90 til 95 prósent þátttöku til að vernda aðra og komast hjá faraldri.
Vissulega finnst mér gaman að kveðast á við Jóhannes Laxdal Baldvinsson, en stundum er það svo að rímið og stuðlarnir yrkja fyrir mann vísuna. Ég á við að það sé ekki endilega svo að maður meini bókstaflega að fullu hvert orð sem í vísunni stendur. Stundum er ég líka pínulítið ósáttur við stuðlasetninguna hjá honum, en það er ekkert víst að ég hafi út háum söðli þar að detta sjálfur.
Oft fer þetta eftir áherslum sem maður ræður ekki nærri alltaf við og svo geta hugmyndir manna í þessu efni verið mismunandi. Annars held ég að flestir hafi einhverntíma gert vísur og þegar kveðist var á í gamla daga var alveg eins gert ráð fyrir að menn semdu sjálfir næstum per samstundis vísurnar. Steini Briem sem eitt sinn kvaðst á við mig hér heitir Oliver Twist núna og ég gerði þá vitleysu að segjast vilja sjá fésbókarinnleggin hans. Það er ég þó búinn að leiðrétta.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fyrst aldrei gat laxinum landað
listina andlega þjálfar.
En bloggið er veglegt og vandað
og vísurnar semja sig sjálfar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.3.2019 kl. 22:47
Laxinn veiðir Laxdalinnn
og lætur sem hann þekki.
En Bubbi rotar boxhringinn
sem bifast reyndar ekki.
Sæmundur Bjarnason, 5.3.2019 kl. 23:21
Kvitta fyrir lesningu. Þú ert ekki dauður úr öllum æðum.
FORNLEIFUR, 6.3.2019 kl. 11:49
Ég gleymi þér ekki svo glatt, Villi minn. Þér finnst ég áreiðanlega svolítið hallur undir villta vinstrið. Ég aftur á móti tel þig óþarflega hallan undir Ísrael. Ég les líka stundum bloggin þín og það er sko ekki leiðinlegur lestur þó ekki sé ég oft sammála þér.
Sæmundur Bjarnason, 6.3.2019 kl. 23:11
Þú verður að lesa betur, um daginn var ég á bloggi öfgamanns vestur á fjörðum kallaður KRATI! Ísrael er unaðslegur staður en nágrannarnir geta verið harla leiðinlegir. Er það ekki svipað í Kópavogi?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.3.2019 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.