2824 - Ísbirnir og fleira

Eiginlega er ég búinn að missa að mestu áhugann á Trump Bandaríkjaforseta. Allt þetta leikrit um fjárveitingar og múrinn við Mexíkó snýst að ég held aðallega um forsetakosningarnar á næsta ári. Trump er nokkuð viss um að verða í framboði fyrir repúblikana, en allsekki er fyrirsjáanlegt hver verði á móti honum demókratamegin. Samt sem áður held ég að þessi deila um lokun stjórnkerfisins snúist að miklu leyti um sálir almennings og hvort þeir muni kjósa Trump í næstu forsetakosningum. Ekki virðist a.m.k. vera mikill sáttahugur í fólki. Hvað sem sagt er. Endalok Mueller rannsóknarinnar gætu líka skipt miklu máli.

Hér heima virðist mér að fyrst nú reyni verulega á Katrínu forsætisráðherra. Ætlar hún virkilega að láta Sjálfstæðisflokkinn verða eina flokkinn, sem verulega græðir á Klaustur-vitleysunni? Sennilega hafa lætin útaf því máli orðið meiri en stuðningsmenn þess flokks reiknuðu með.

Annars er pólitíkin leiðindatík. Ég er ekki sá eini sem held þessu fram og þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem ég segi í mínu bloggi eitthvað á þessa leið. Samt er það svo að hvernig stjórnmálamenn haga sér skiptir okkur öll verulegu máli. Áhuginn á stjórnmálaskrifum er líka heilmikill. Um það eru bloggskrif af öllu tagi og önnur skrif á netinu órækur vitnisburður. Þó er það margt sem hægt er að ræða um án þess að láta stjórnmálaskoðanir skipta öllu og margir aðrir en ég reyna það.

A local official, Alexander Minayev, said that 52 polar bears were spotted between December and February near Belushya Guba, a settlement on the Novaya Zemlya.

Þetta kemur fram í fréttaskeyti frá Tass. Einhvernvegin er það svo að manni finnst afsakanlegra fyrir íbúana í þessu þorpi á Novaya Zemlya að vilja lýsa yfir hættuástandi en að Trump Bandaríkjaforseti lýsi yfir hættuástandi vegna múrleysis við landamærin að Mexíkó.

Ísbirnir og pólitík eru reyndar ekki meðal minna helstu áhugamála. Hver eru þau eiginlega? Mér finnst þau vera allmörg, jafnvel of mörg til að telja upp hér. Vissulega hef ég áhuga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Mest er það vegna þess að mér finnst þau svo skrýtin. Áhugi minn á ísbjörum er hinsvegar takmarkaður. Þó allmargar sögur séu til um ísbirni hér á Íslandi, óttast ég ekki svo mjög að verða á vegi þeirra. Grimmir hundar og hálka eru mér hinsvegar dálítið áhyggjuefni. Minna þó hér á Akranesi en í Reykjavík og þar í grennd.

Öll þessi afbrotamál, sem fjölmiðlarnir hamast við að segja okkur frá, gera mann alveg ringlaðan. Einu sinni var ég öryggisvörður hjá Securitas. Sindri Þór Stefánsson sem mig minnir endilega að hafi á sakaskránni frægan „flótta“ frá Sogni í Ölfusi var dæmdur ásamt öðrum fyrir þjófnað á tölvum úr gagnaveri. Sá sem hjálpaði þeim og ætlar að una sínum skilorðsbundna dómi var víst öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni og hefur líklega sagt þeim hvernig þeir ættu að komast inn í gagnaverið. Ekki held ég að tölvurnar hafi fundist, enda skilst mér að þær séu sérhæfðar nokkuð.

IMG 7136Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Grundir skundað hefur hratt
hundum undan runnið.
Lundir mundu geta glatt
glundur stundar brunnið.



Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.2.2019 kl. 20:10

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skundar núna skeiðandi
á skáldafáknum Jóhannes.
böndin sléttu bindandi
birtu slær á gömul fés.

Sæmundur Bjarnason, 11.2.2019 kl. 23:49

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ekki er ég hagyrðingur en greinin er góð og skemmtileg þótt ég sé Trump maður enda mest hataði forseti bandaríkja sem hefir komið flestum kosningaloforðum sínum í ver. Demókratar hata Bandaríkin og þjóðina alla. 

Valdimar Samúelsson, 12.2.2019 kl. 08:41

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Valdimar, vinstri og hægri stjórnmálaskoðanir má heimfæra upp á flest. Mestu skiptir að menn geti komið sér saman um skynsamlegar lausnir á sem flestum vandamálum. Stjórnmál í Bandaríkjun eru í flestu hægrisinnuð samanborið við Evrópsk og einkum Skandinavísk viðhorf. Hvort er betra má svo endalaust deila um.

Þakka fyrir hrós í minn garð.

Sæmundur Bjarnason, 12.2.2019 kl. 10:40

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Sæmundur. Ég er alveg sammála þér. Væri t.d. einn hópur á Alþingi okkar og annarra af skinsömu fólki þá væri unnið að málum af skinsamlegan hátt.

Valdimar Samúelsson, 12.2.2019 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband