23.1.2019 | 09:38
2813 - Siðleysi
Síðasta blogg mitt vakti svolitla athygli. A.m.k. fékk það fleiri heimsóknir en ég á venjulega að fagna. Ekki veit ég hvort það er JBH að þakka eða því að ég kallaði hann siðlausan. Hann er samt sá stjórnmálamaður sem ég tek, eða réttara sagt tók, meira mark á en flestum öðrum. Óþarfi með öllu er að réttlæta þar með allar hans gjörðir. Annars er því ekki að leyna að siðleysi getur hjálpað mjög til í þeirri endalausu baráttu sem pólitík að sjálfsögðu er. Ekki blandast mér t.d. hugur um að Davíð Oddsson, Sigmundur Davið og Donald Trump eru með einhverjum hætti siðlausir, eða a.m.k. er vel hægt að líta svo á.
Ég er nú svo takamarkaður að ég er ennþá að hugsa um þessa klukkuvitleysu, þó ég sé nýbúinn að setja upp blogg þar sem einmitt var talað um þetta. Man að í þau fáu skipti sem ég hef til Kanaríeyja komið hefur mér þótt það einn mesti kosturinn við þær eyjar, fyrir utan hitann og sólskinið, að þar þurfi maður ekki að vera að þessu sífellda klukkuhringli sem annars fylgir venjulega ferðalögum til annarra landa.
Um daginn var ég eitthvað að skrifa um uppáhaldslesefni mitt og minntist meðal annars á bakþanka Fréttablaðsins. Uppáhaldshöfunar mínir þar eru Gumundur Brynjólfsson og Óttar Guðmundsson. Einhverja Sirrý er mér dálítið uppsigað við. Kannski er vegna þess að hún snerti einhverja pólitíska taug í mér. Sif Sigmarsdóttir er líka áberandi góður penni. Geri ekki ráð fyrir að Óttar sé sonur Guðmundar þó það gæti alveg verið nafnsins vegna. Báðir virðast þeir vera nokkuð við aldur og eiga létt með að blogga. Það minnir mig á að einn af blaðamönnum DV, sem Ágúst Borgþór heitir er eiginlega einn af mentorum mínum í bloggvísindum. Var alltaf dálítið ósáttur við hvað hann gerði á sínum tíma lítið úr blogginu samanborið við alvarleg smásöguskrif, sem hann er óneitanlega superflinkur við.
Stóra Blöndals-brjóstamálið er talsvert á milli tannanna á fólki um þessar mundir. Allskonar umræður um klám og þessháttar eru líka ólíkt safameiri en Klaustur-umræður þær sem flestir eru búnir að fá leið á. Alþingi sem vinnustaður ætlar þó halda þessum umræðum vakandi og hefur reitt sjálfan Simma alvitra til reiði með því að skipa enn eina nefndina. Svo er víst Samfylkingin flækt í málið líka og óvíst hvernig þetta allt saman endar. Líklegt er þó að Gunnar Bragi og Bergþór eigi ekki afturkvæmt á þing.
Vísurnar eftir Jóhannes Laxdal og mig sjálfan hafa e.t.v. ekki haft beinlínis áhrif á vinsældir þess bloggs en samt eru þær nokkuð góðar. Einkum vísur Jóhannesar og sérstaklega þær allrasíðustu. Nú bíð ég bara eftir vísu hans um þetta blogg. Greinilega hefur það samt áhrif að tala um nafngreinda einstaklinga í blogginu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hjörðin áfram ólmast blind
ei sér hvítt á svörtu.
En bakþankar og brjóstamynd
bæra allra hjörtu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.1.2019 kl. 15:39
Bragur þinn um brjóstin góð
breytir litlu fyrir mig.
En þegar hátta fögur fljóð
flestir þurfa að passa sig.
Sæmundur Bjarnason, 23.1.2019 kl. 17:00
Á skal bent, að ég er sá
sem ekki þarf að passa,
nema fram mér fari hjá
föngulegir rassar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.1.2019 kl. 18:45
Á skal bent, að ég er sá
sem oft sig sjálfan passar.
Nema fram mér fari hjá
föngulegir rassar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.1.2019 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.