22.11.2018 | 10:27
2793 - Ýmislegt um Trump og Mueller
Það var í maí árið 2017 sem Mueller fyrrverandi forstjóri FBI var skipaður sem sérstakur saksóknari eða rannsakandi varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Sessions sem þá var dómsmálaráðherra sagði sig frá þessari rannsókn og lét næstráðanda sínum Rod Rosenstein eftir að skipa í þessa stöðu. Hann skipaði Robert Swan Mueller III í það embætti. Síðan var það ekki fyrr en núna nýlega, eftir kosningarnar þar í landi sem Trump mannaði sig uppí að reka Sessions. Hann hefur ekki þorað að reka Rosenstein enn, þó hann hafi ekki látið hann taka við af Sessions.
Trump hefur á margan hátt gegnið nokkuð vel í innanríkismálum. Hvað utanríkismálin varðar hefur hann gert hvert axarskaftið eftir annað. A.m.k. vill pressan sem ávallt er Trump andsnúin svo vera láta. Samt hefur hann sloppið furðuvel frá ýmsu þar, þó flestir vestrænir leiðtogar séu honum verulega andsnúnir. Það er helst að Macron Frakklandsforseti hafi verið eitthvað að sleikja sig upp við hann. Einræðisherrar um allan heim eru Trumpistar miklir.
Öfgafullur þjóðernisrembingur er í nokkurri sókn víða um heim. Brexit er afsprengi hans. Vissulega á Evrópusambandið víða í talsverðum vandræðum, en hvort Trumpisminn er rétta svarið við þeim vanda öllum saman er ekki víst. Víða í Evrópu er hægt að benda á að ESB hafi gert mikil mistök. Við Íslendingar höfum þó getað sótt ýmsar lagfæringar þangað á okkar málum. Andstaða Sjálfstæðisflokksins við ESB-inngöngu er alls ekki sannfærandi því þar á kapítalisminn talsvert skjól. Sá ismi hefur í gegnum tíðina valdið Bandaríkjunum miklu tjóni. Efnahagslega hefur Bandaríkjamönnum þó gengið vel, en Trumpisminn og einangrunarstefna sú sem hann fylgir mun fyrr eða síðar valda því að forusta þeirra þar mun taka enda.
Læt ég nú hugleiðingum mínum um alþjóðastjórnmál lokið í bili og hyggst taka upp léttara hjal. Fyrir nokkru var svo að sjá sem næstum þrjúhundruð heimsóknir hafi verið á mitt heimasvæði. Slíkt er alltof mikið. 1 til 2 hundruð er miklu nær lagi. Haldi heimsókir á mitt bloggsvæði áfram að aukast þýðir það bara eitt. Ég verð að fara að vanda mig enn meira við bloggskrifin og gera ráð fyrir að verða fyrir allskyns hremmingum.
Auðvitað eru þetta öfugmæli. Að sjálfsögðu er ég jafnmikill klikk-safnari og flestir aðrir. Ég nota bara þá aðferð að þykjast vera á móti öllu klikki og fésbókinni þar að auki. Þó ég hafi einu sinni haft tölvutækni talsvert á valdi mínu, eru þeir dagar löngu liðnir og núna skil ég eiginlega ekkert í sambandi við fésbókina eða símann minn. Ég er bara geðvont gamalmenni, sem hefur flest á hornum sér. Kannski ég fari bara að hætta að blogga að þessu sinni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.