2793 - Ýmislegt um Trump og Mueller

Það var í maí árið 2017 sem Mueller fyrrverandi forstjóri FBI var skipaður sem sérstakur saksóknari eða rannsakandi varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Sessions sem þá var dómsmálaráðherra sagði sig frá þessari rannsókn og lét næstráðanda sínum Rod Rosenstein eftir að skipa í þessa stöðu. Hann skipaði Robert Swan Mueller III í það embætti. Síðan var það ekki fyrr en núna nýlega, eftir kosningarnar þar í landi sem Trump mannaði sig uppí að reka Sessions. Hann hefur ekki þorað að reka Rosenstein enn, þó hann hafi ekki látið hann taka við af Sessions.

Trump hefur á margan hátt gegnið nokkuð vel í innanríkismálum. Hvað utanríkismálin varðar hefur hann gert hvert axarskaftið eftir annað. A.m.k. vill pressan sem ávallt er Trump andsnúin svo vera láta. Samt hefur hann sloppið furðuvel frá ýmsu þar, þó flestir vestrænir leiðtogar séu honum verulega andsnúnir. Það er helst að Macron Frakklandsforseti hafi verið eitthvað að sleikja sig upp við hann. Einræðisherrar um allan heim eru Trumpistar miklir.

Öfgafullur þjóðernisrembingur er í nokkurri sókn víða um heim. Brexit er afsprengi hans. Vissulega á Evrópusambandið víða í talsverðum vandræðum, en hvort Trumpisminn er rétta svarið við þeim vanda öllum saman er ekki víst. Víða í Evrópu er hægt að benda á að ESB hafi gert mikil mistök. Við Íslendingar höfum þó getað sótt ýmsar lagfæringar þangað á okkar málum. Andstaða Sjálfstæðisflokksins við ESB-inngöngu er alls ekki sannfærandi því þar á kapítalisminn talsvert skjól. Sá ismi hefur í gegnum tíðina valdið Bandaríkjunum miklu tjóni. Efnahagslega hefur Bandaríkjamönnum þó gengið vel, en Trumpisminn og einangrunarstefna sú sem hann fylgir mun fyrr eða síðar valda því að forusta þeirra þar mun taka enda.

Læt ég nú hugleiðingum mínum um alþjóðastjórnmál lokið í bili og hyggst taka upp léttara hjal. Fyrir nokkru var svo að sjá sem næstum þrjúhundruð heimsóknir hafi verið á mitt heimasvæði. Slíkt er alltof mikið. 1 til 2 hundruð er miklu nær lagi. Haldi heimsókir á mitt bloggsvæði áfram að aukast þýðir það bara eitt. Ég verð að fara að vanda mig enn meira við bloggskrifin og gera ráð fyrir að verða fyrir allskyns hremmingum.

Auðvitað eru þetta öfugmæli. Að sjálfsögðu er ég jafnmikill klikk-safnari og flestir aðrir. Ég nota bara þá aðferð að þykjast vera á móti öllu klikki og fésbókinni þar að auki. Þó ég hafi einu sinni haft tölvutækni talsvert á valdi mínu, eru þeir dagar löngu liðnir og núna skil ég eiginlega ekkert í sambandi við fésbókina eða símann minn. Ég er bara geðvont gamalmenni, sem hefur flest á hornum sér. Kannski ég fari bara að hætta að blogga að þessu sinni.

geirogingibjorgEinhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband