4.11.2018 | 23:20
2786 - Þaulsetnir þjóðhöfðingjar
Segja má að komandi (á þriðjudaginn næstkomandi) kosningar í Bandaríkjunum séu einskonar vinsældakosning fyrir Trump forseta. Nú er fyrsta kjörtímabil hans nákvæmlega hálfnað og að því leyti eru þessar kosningar hálfgerð markleysa að engin leið er að losna við Trump í þessum kosningum. Demókratar gera sér þó vonir um að vinna meirihluta í fulltrúadeildinni þar sem kosið er um alla fulltrúana. Með því móti gætu þeir gert Trump svolítið erfiðara fyrir á seinni hluta kjörtímabilsins. Aftur á móti eru litlar sem engar líkur á að þeim takist að hnekkja meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni og sennilega vinna þeir enga stórsigra í þeim ríkjum þar sem kosið er um ríkisstjóra. Annars er Trump svo mikið ólíkindatól að hugsanlegt er að Repúblikanar vinni aftur í fulltrúadeildinni og verði líka með meirihluta þar eins og þeir hafa verið undanfarin tvö ár.
Þaulsetnir þjóðhöfðingjar. Allskyns lista fæ ég oft í tölvufréttunum mínum. Fæstir eru þeir forvitnilegir en þó eru undantekningar þar á. Fyrir fáeinum dögum fékk ég lista yfir 12 þaulsetna þjóðhöfðingja. Nei, Ólafur Ragnar var ekki þar á meðal. Helmingurinn var einhverjir árans soldánar sem ég hef aldrei heyrt nefnda áður. Hinn helminginn kannaðist ég við. Þar er efst á blaði Elísabet önnur Englandsdrottning en hún hefur víst ríkt í 66 ár. Númer tvö var Margrét önnur Þórhildur Danadrottning, sem sögð er hafa ríkt í 46 ár. Semsagt einum 20 árum skemur en Elísabet. Báðum hefur þó reynst vel að vera númer tvö af nöfnum sínum á þjóðhöfðingjastóli.
Aðrir á þessum lista sem ég kannaðist við voru: Carl Gústaf sextándi Svíakóngur sem verið hefur við völd í ein 45 ár. Akihito Japanskeisari sem ríkt hefur í 29 ár, Hans-Adam æðsti maður í Lichtenstein í 28 ár og Haraldur fimmti Noregskonungur í 27 ár. Þarna er semsagt aðeins að jafnast valdatíminn. Læt ég svo lokið þessari yfirreið.
Nú eru menn að mestu hættir að tala um braggann og Orkuveituna. Þessi mál eru við það að gleymast og menn eru farnir að tala um ósanngjarnar kröfur verkalýðsfélaganna. Ekki finnst mér þær vera ósanngjarnar ef litið er til þess hvernig stjórnendur bæði fyrirtækja og ríkisins höguðu sér í Hruninu og aðdraganda þess. Vissulega eru kröfurnar háar, en þeir sem minnst mega sín hafa hingað til verið látnir bera þyngstu byrðarnar vegna Hrunsins. Eina vopn þeirra smáu er samtakamátturinn. Andstæðingar þeirra geta valið úr vopnabúri sínu það sem þeir halda að sé áhrifaríkast. Oftast hefur það verið verðbólgan. Hún er auðveld í framkvæmd, en skilar sér dálitið misjafnlega. Stundum brennir hún verst þá sem fyrir henni standa.
Einu sinni orti ég vísu. Reyndar hef ég talsvert oft gert það. Þessi vísa var þó sérstæð að því leyti að mig minnir að hún hafi eitthvað tengst Hruninu (með stórum staf). Sennilega er hún því u.þ.b. tíu ára gömul. Þó ég mundi ekki allar mínar gömlu vísur man ég að þessi var svona:
Hér var milljón tonnum týnt
í torráðinni gátu.
Þjóðinni var svarið sýnt.
Sægreifarnir átu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.