3.11.2018 | 11:51
2785 - Þungunarrof o.fl.
Eiginlega sé ég svolítið eftir því að hafa bloggað um daginn. Þetta var satt að segja ósköp þunnur þrettándi hjá mér. Ég hafði bara ekki bloggað neitt svo lengi að mér fannst ég verða að segja eitthvað. Ég er eitthvað svo þurrausinn núna um þessar mundir að mér dettur næstum ekkert í hug. Þó eru mjög spennandi kosningar í Bandaríkjunum í næstu viku. Ætti að hafa eitthvað að segja um þær. Svo gæti Merkel farið að hætta og Macron gengur hálfilla auk þess sem Brexit er heilmikil framhaldssaga. Það er semsagt nóg að gerast í heimsmálunum. Kannski lagast þetta fljótilega. A.m.k er ég ekkert farinn að hugsa um að hætta að blogga.
Undarlegt hve margir horfa framhjá því að há húsaleiga er bein afleiðing af háu fasteignaverði og háum vöxtum. Er sanngjarnt að ætlast til þess að þeir sem af einhverjum ástæðum keyptu sér fremur dýra íbúð, en ekki ríkisskuldabréf með háum vöxtum og þurfa síðan að leigja út íbúðina, beri stóran hluta af húsnæðiskostnaði annarra. Auðvitað er það ekki algilt að svona sé í pottinn búið. En hvernig á að skilja hafrana frá sauðunum? Vitanlega hafa fáir við að gera að eiga nema eina til tvær íbúðir, en er ekki auðvelt að komast framhjá slíkum reglum? Svindlnáttúra Íslendinga er margreynd.
Ómögulegt er að ná samkomulagi um fóstureyðingar sem allir sætta sig við. Sumir álíta að líf kvikni við getnað og þeir geta alls ekki sætt sig við að aðstæður ráði einhverju þarna. Ekki bæti neitt úr skák að kalla fóstureyðingu þungunarrof. Hinar öfgarnar eru að löggjafanum komi það bara ekkert við hvað komur geri eða láti gera við líkama sinn. Sama eða svipað má segja um mörg pólitísk deilumál. Sanngjarnast er að láta meirihlutann ráða, ef nauðsynlegt er að fá botn í málið.
Ekki er hægt að álíta að hlutir verði forngripir útaf því einu að þeir séu hundgamlir. T.d. er styttan af Kristjáni 9. og merki hans á Alþingishúsinu ekki forngripir fyrir fimm aura, að mínu áliti og ekki ástæða til að halda í þá þessvegna. Minnir að Guðmundur Andri hafi verið að agnúast útí þessi afglöp á fésbókinni fyrir skömmu. Alveg er ég sammála honum með þetta. Skömm að þessum skratta.
Líst illa á að fara að andskotast í klukkunni einn ganginn til. Hélt að við værum loksins lausir við þennan fjára. Þó finnst mér fjandi hart að þurfa að hrekja blessuð börnin út í vitlaust veður fyrir allar aldir á veturna, til þess eins að hafa rýmri tíma til að grilla á sumrin. Nær að fara svolítið fyrr á fætur þegar sólin skín.
Úti vindur æstur hvín
ægilegt er rokið.
Nú held ég bráðum heim til mín,
nú hef ég verki lokið.
Þessi vísa kom mér í hug áðan, enda er fremur hvasst núna. Held endilega að ég hafi gert þessa vísu sjálfur. Gallinn er bara sá að ég hef ekki hugmynd um hvaða verk er þarna um að ræða.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.