21.10.2018 | 10:29
2783 - Alþjóðlega sinnuð pressa
Pressan er vinstri sinnuð. Eða a.m.k. alþjóðlega sinnuð. Á því er enginn vafi. Ekki er langt síðan Erdogan var mesti skúrkur sem sögur fóru af. Nú er öllu trúað sem frá Tyrkjun og honum kemur. Hugsanlega hagar þessi alþjóðlega sinnaða pressa dálítið seglum eftir vindi. Ég er samt með þeim ósköpum gerður að ég trúi öllu illu sem sagt er um stjórnvöld í Saudi Arabíu. Jafnvel að ég trúi stundum betur klerkastjórninni í Íran. Erdogan er háll sem áll og Tyrkir virðast vestrænni en okkur er oft talin trú um. Aðalgalli þeirra samkvæmt stórmiðlum á Vesturlöndum er að þeir eru flestir Múhameðstrúar. Sú trú er nútildags oftast kölluð Islamstrú. Mér finnst þetta Islam forskeyti sem sett er framan við allt mögulegt minna óþægilega mikið á orðið Ísland. En það er allt önnur saga.
Málfar má lengi deila um. Ég er ekki frá því að ungt fólk og unglingar nú á tímum skilji stundum ekki öll orð og orðasambönd sem ég nota. Tungumál breytast. Kannski er íslenskan að breytast meira um þessar mundir en hún hefur gert á síðustu öldum. Allsekki held ég að tökuorð, eða yfirleitt einstök orð, vegi þyngst í því sambandi. Heldur að málfræðin sé að breytast. Margir eru ágætlega að sér í íslenskri málfræði án þess að þekkja með nafni þau hugtök sem þar eru notuð. Man vel eftir því að í skóla þótti mér málfræðin hundleiðinleg. Kannski situr enn í mér að Gunnar Benediktsson sem eitt sinn kenndi í mínum bekk það sem mig minnir að þá hafi verið kallað íslenska (sennilega þó með zetu). Hann notaði að ég held mikið af tíma sínum til að berja í okkur stafsetningu.
Horfði nýlega á kvikmyndina sem kölluð hefur verið á íslensku Lömbin þagna með Anthony Hopkins og Jody Foster. Aðallega var það vegna þess að ég hafði ekki horft á hana áður, en heyrt mikið um hana talað. Satt að segja fannst mér hún fremur léleg. Sæmilega spennandi þó, en á margan hátt er ég hræddur um að hún hafi elst fremur illa. Sennilega hefur hún þótt nokkuð góð á sínum tíma. Margar aðrar hryllingsmyndir eru mér mun ofar í minni, sumt í þessari mynd var t.d. óttalega barnalegt.
Steini Briem hefur nú látið heyra frá sér eftir athugasemdafylliríið um daginn. Veit ekki hvort ég á að búast við vísum eða athugasemdum frá honum á næstunni. Hann er skelfilega dyntóttur og lítur stórt á sig. Næstum eins og Donald Trump að því leyti. Andúð hans á Tromparanum og Jóni Vali Jenssyni held ég samt að sé ekki nein uppgerð. Óþarfi finnst mér að reita Jón Val til reiði á þann hátt sem hann gerði. Mér er alveg sama þó hann kalli mig gamlan og sérvitran kall og jafnvel fávita. Ég gæti svosem fundið að ýmsu hjá honum en geri það ekki.
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum tekur á sig ýmsar skrýtnar myndir. T.d. heldur Trump og sálufélagar hans því fram að flóttamenn sem segjast vera á leiðinni til Bandaríkjanna yfir Mexikó séu á vegum demókrata og Georges Sorosar, sem sannarlega er einn af þeirra helstu styrktaraðilum. Þeir eiga að hafa borgað flóttamönnunum fyrir að hyggjast fara til Bandaríkjanna. Ekkert bendir þó til að þetta sé rétt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.