11.5.2018 | 07:20
2716 - Ætti ég að vera "prepper"?
Einhver hélt því fram í mín bloggeyru að Steini Briem og Ómar Ragnarsson væru sami maðurinn. Ekki hef ég trú á því, en grunsamlegt er þó að Steini skuli ekki vera skráður á Moggabloggið á sama hátt og aðrir. Mér finnst samt gaman að kveðast á við hann. Nú er hann búinn að stimpla sig inn með þessum vísum og getur ekki bara farið.
Að þjóðþekktir menn skuli láta hafa sig útí að söngla auglýsingar frá happadrættis- og öðrum fjárglæfrafyrirtækjum er þyngra en tárum taki. Að Háskóli Íslands og aðrar stofnanir skuli taka við slíkum blóðpeningum er líka ósiðlegt mjög. Eiga peningar að ráða öllu? Að mínum dómi er þetta alveg sambærilegt við eiturlyfjagróða. Auðvitað veit ég vel að mitt álit er fremur léttvægt í þessum sökum, en samt sem áður finnst mér að þetta þurfi að koma fram.
Sennilega er lýðræði skásta stjórnarformið, sem fundið hefur verið upp. Gallalaust er það þó alls ekki. Einnig er hægt að leiða líkur að því að ástandið í heiminum fari örlítið batnandi með árunum. Mannfórnir eru ekki stundaðar og dýrafórnir litnar hornauga. Áfram höldum við að éta flest þau dýr sem við mögulega getum. Hvort grænmeti eða kál allskonar er eitthvað betra skal ósagt látið. Jurtirnar kvarta a.m.k. ekki og kveljast líklega á þann hátt sem við aldrei fáum skilið. Að kjötið sem við étum skuli skömmu áður hafa verið lifandi er satt að segja hálfógeðslegt. Ekki hugsa ég t.d. að líði á mjög löngu þangað til fiskveiðar allskonar verða álitnar ósvinna hin mesta. Og fari þannig sömu leið og landbundnar veiðar. Þær hafa a.m.k. enga efnahagslega þýðingu lengur.
Flest blogg, blaðagreinar, skáldsögur og innlegg á fésbókina eru skrifuð og útbásúnuð í þeim tilgangi aðallega að ganga í augun á einhverjum, að þykjast vera gáfaður, vel að sér, hæfileikaríkur eða fyndinn. Sama er að segja um list-starfsemi alla og eflaust margt fleira. Sjálfur er ég allsekki saklausari af þessari tilhneigingu en aðrir. Ekki þarf að biðjast afsökunar á þessu því segja má að viðurkenning annarra sé öllum nauðsynleg.
Nú þegar hugsanlega allt er að fara í bál og brand í Austurlöndum nær (eins og einu sinni var sagt) er viðeigandi að velta fyrir sér hinum sérkennilegu preppers sem allsstaðar nema á Íslandi virðast vera tilbúnir að leggja talsvert á sig til að hjálpa sér og öðrum, aðallega þó sjálfum sér og sínu skylduliði, ef allt fer á versta veg. Segja má að þetta séu fullorðnir skátar og það töluvert paranojaðir. Bókmenntir til að leiðbeina þessum afvegaleiddu einstaklingum eru talsvert umfangsmiklar. Kannski eru það þeir sem eru gáfaðir, en ekki við sem horfum á þá í forundran.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Samkvæmt upplýsingum Steina Briem sjálfs á blogginu heitir hann Þorsteinn Briem með kennitölu eins venjulegt fólk, en er ekki einn af þeim huldumönnum, sem skjóta úr launsátri á netinu og vega mann og annan í skjóli nafnleyndar.
Ómar Ragnarsson, 11.5.2018 kl. 11:46
Háll sem áll er Ómar Briem
að utanverðu ber hann slím.
Þótt klónni reynir að krækja í þann,
kvikur úr greipum rennur hann.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2018 kl. 11:49
Ekki mörg er Sæma synd,
sullar þó í groggi,
alltaf kemur einhver mynd,
á hans góða bloggi.
Þorsteinn Briem, 11.5.2018 kl. 13:38
Steini Briem er raunveruleg manneskja. Það hef ég sannreynt. :)
Kolbrún Hilmars, 11.5.2018 kl. 14:28
Ómar Briem er ekki hér.
Engu þarf að fletta.
Syndugur þó sýnist þér
svo hann mætti detta.
Sæmundur Bjarnason, 11.5.2018 kl. 14:42
Þótt Ómar Briem sé ekki til
og öngvum líkur manni.
Sæma að trúa samt ég vil,
sagan er betri þannig!
Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2018 kl. 19:38
Ómar Briem ég ekki sé
álög þessu valda.
En litla stöku læt í té
og langar mest í Kalda.
Sæmundur Bjarnason, 11.5.2018 kl. 22:26
Kaldinn veldur kæti ef drekkur sjálfur
og kæfir allar raunir.
En Briemarinn er eflaust bara álfur
úti í Gálgahrauni.
Og nú er ég hættur í bili :)
Þorsteinn Siglaugsson, 12.5.2018 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.