2698 - Sigmundur, Katrín og Gunnar Bragi

Nú eru menn búnir að fá leið að því að jagast um aksturskostnaðarnótur frá Ásmundi og líka um umskurð sveinbarna og teknir til við að fjasa um kosningarétt. Eyþór talar reyndar bara um bíla. Svo er víst framboðunum allaf að fjölga. Annars er það eiginlega alveg úreltur hugsunarháttur að mjólka sem mest útúr ríkinu ef maður kemst í þá aðstöðu. Að því leyti er þetta ósköp barnalegt hjá Ásmundi. Þó einhverjir læknar segi að það sé sársaukalaust að skera framan af tippinu á ungbörnum þá vita þeir ekkert um það. Allt svona á að banna því líkaminn er heilagur og á að fá að vera í friði ef þess er nokkur kostur. Sú tíð kann að koma að hægt verði að athuga þetta án þess að menn girði niður um sig eða veifi félaganum. Guðfræðilegu rökin er líka rétt að blása á.

Man vel eftir því að einu sinni var ég formaður í verkalýðsfélagi á landsbyggðinni. Þá komu nýir samingar og þar voru 16 – 18 ára unglingar skilgreindir þannig að þeir fengu ekki fullt kaup eins og verið hafði. Ég beitti mér fyrir því að þessir samningar væru felldir og var það samþykkt. Fáein verkalýðsfélög önnur gerðu það einnig. Í samtölum við þá sem setið höfðu í samninganefnd kom fram að krafa um þetta hafði ekki komið frá vinnuveitendum heldur gagnaðilum þeirra. Þetta ákvæði var fellt niður og sú breyting á gildistíma, sem rætt hafði verið um að hegna þeim með, sem felldu samningana, var líka felld niður.

Þessvegna er það sem ég styð fullkomlega þá breytingu varðandi kosningarétt sem rætt hefur verið um. Hvort hún kemur til framkvæmda í þeim kosningum sem eru á næstu grösum er bitamunur en ekki fjár að mínu áliti. Hmm.. dálítið er þetta nú framsóknarlegt eða jafnvel miðflokkslegt. Einhverntíma verður Gunnar Bragi samt að hafa rétt fyrir sér.

Heyrði áðan eitthvert brot af Silfrinu og þar var Páll Magnússon að reyna að réttlæta álit landsfundar Sjálfstæðisflokksins varðandi spítalamálið. Að mínum dómi er sú ályktum bara gerð til að geta vippað Simma inn í ríkisstjórnina í staðinn fyrir Kötu eða í framtíðinni ef til þess kemur. Hugsanlega leiðist BB að hunsa ávallt samþykktir landsfundarins. Oft finnst mér íslensk pólitík ansi lókal.

Nú er ég andvaka og klukkan ekki nema rúmlega fimm á mánudagsmorgni. Kannski er bara best að klára þetta blogg til að gera eitthvað. Lesendur verða nefnilega sárafáir ef ég skrifa ekkert. Ekki dettur mér neitt gáfulegt í hug. Dettur samt yfirleitt eitthvað snjallt í hug strax og ég er búinn að senda bloggskrifin upp.

IMG 0086Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ansi nú í ári hart,
um öll typpin rifist,
mörg þó hefur séð það svart,
en sæmilega þrifist.

Þorsteinn Briem, 26.3.2018 kl. 14:49

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini alltaf yrkir vel. 
Engu þarf að kvíða.
Einhverjum varð ekki um sel
er hann fór að ...... Sjúddería sjúddera 

Annars er ljóðlína nr. 2 dæmigerður hortittur.

Sæmundur Bjarnason, 26.3.2018 kl. 15:24

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

" ... er hann fór að bryðja mél" átti síðasta línan að vera, eða var það ekki?

Annars myndi ég nú vilja snúa vísunni hans Steina upp á hann Halldór bloggfélaga okkar Sjálfstæðismann, í ljósi nýfenginnar frægðar hans fyrir að vesenast á móti afrískum hommum svo óvíst mun, að hans eigin sögn, um framhaldslíf hans á blogginu:

Ansi er nú í ári hart,

um öll typpin rifist,

Dóri karlinn sá eitt svart

svaka stórt og feikna hart

fékk ei lengur þrifist

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2018 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband