2676 - Bókaskattur

Nú er kominn þriðji í jólum. Búinn að vera hálflasinn alla jólahátíðina. Sennilega hef ég verið að byrja að veikjast á aðfangadagskvöld. Aðallega er þetta kvefpest og ég er ekki lystarlaus og ekki með mikinn hita. Nefrennsli og hálsbólga fylgir þessu og ég veit ekki hvort mér er að batna eða versna. Ef þetta er flensan þá finnst mér hún lengi á leiðinni. Það að ég hef döngun í mér til að blogga er þó góðs viti. Hvernig sem á því stendur eru fleiri núna sem lesa bloggið mitt en vant er.

Það er eðli mannskepnunnar að hugsa mest um eigin hag. Að mörgu leyti má segja að lífið sjálft byggist á þessu. Hver ætti svosem að þekkja okkur og langanir okkar betur en við sjálf. Lífsförunauturinn getur í mesta lagi reynt að setja sig í sporin, en aldrei getur hann greint hugsanir okkar og þrár að öllu leyti. Af hverju er ég að skrifa þetta? Jú, eftir því sem lífið lengist, færist gröfin nær.

En svolítið er nú dapurlegt að vera að hugsa um þetta á sjálfri jólahátíðinni. Hvenær á annars að hugsa um svonalagað? Ekki veit ég það og vil ekki vita. Finnst samt að Íslendingar séu afar lokaðir fyrir öllu þannig löguðu. Dauðann er búið að úthýsa úr þjóðlífinu. Einhverjir græða á því og aðrir tapa eins og gengur. Trúmál í víðum skilningi er þó áhugamál margra. Þökkum Guði (þó ég trúi ekki á hann – eða hana) fyrir að á Íslandi skuli ekki vera einræði. Eiginlega búum við Íslendingar við svo mikið lýðræði og efnalega velsæld að við erum hiklaust meðal heppnustu þjóða í veröldinni. Heimóttskapur okkar og fáfræði er því umhugsunarefni.

Í Danmörku skilst mér að sett hafi verið í lög að ráðherrar megi ekki ljúga. Þeir mega semsagt ekki ljúga að þingmönnum. Annars mega þeir auðvitað ljúga eins og þeir eru langir til. Engin slík lög eru víst hér á ísa köldu landi, enda er slíkt ekki stundað hér nema í miklu hófi. Að hagræða sannleikanum, neita að svara eða afvegaleiða viðmælendur er allt annar hlutur. Óhætt er líka að vera á móti því sem fyrir skemmstu var mælt með enda er bókaskattur allt annað en bókaskattur, eins og allir vita.

IMG 0267Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband