2675 - Nóló

Nú er aðfangadagur jóla liðinn. Í gamla daga voru jólin eiginlega búin þegar aðfangadagskvöldi var lokið. Aðalatriðið þegar maður var krakki voru að sjálfsögðu gjafirnar. Ekki voru þær nærri því eins ríkulegar og nútildags. Man að mér þótti það mikill óþarfi að fara til messu strax og búið var að taka upp gjafirnar.

Af einhverjum ástæðum eru bækurnar um Tom Swift mér minnisstæðastar af jólagjöfunum. Held að það hafi verið Sigrún systir mín sem gaf mér þær reglulega um hver jól. „Blámenn og villidýr“, „Hetjur heimavistarskólans“ og „Bókin um manninn“ eru líka eftirminnilegar bækur frá þessum tíma. Ekki svo að skilja að ég hafi fengið þær allar í jólagjöf eins og Tom Swift bækurnar, en þær höfðu veruleg áhrif á bernsku mína ásamt með fjölda annarra bóka að sjálfsögðu. Það var ekki fyrr en seinna sem matur, ýmsir jólasiðir og ýmislegt þessháttar fóru að hafa talsverð áhrif líka.

Held að það hafi verið skömmu fyrir síðustu aldamót sem ég las bók eða frásögn af konu sem fór í ferðalag með öðru fólki og hafði með sér hund. Hundinn kallaði hún því sérstaka nafni: „Sælla er að gefa en þiggja.“ Af hverju hún nefndi hundinn þessu alkunna spakmæli var samferðafólki hennar mikil ráðgáta.

Um svipað leyti fór ég sjálfur í langa gönguferð um Hornstrandir og í minningunni fléttast þessir atburðir á einhvern óskiljanlegan hátt saman. Held jafnvel að þar hafi verið hundur með í för. Um þessi jól finnst mér að ég hafi jafnvel öðlast nýjan skilning á þessari sögu um hundinn.

Allt sem er andstætt Donald Trump Bandaríkjaforseta eða því sem hann þykist vita, segir hann að séu „fake news“. Kannski er hann sjálfur bara gervitromp og að engu hafandi, a.m.k. ekki í öllum spilasögnum. Kannski kann hann ekki einu sinni félagsvist. Kim í Norður-Kóreu gæti jafnvel verið betri en hann í nóló.

Skrýtin jólahugleiðing atarna. En ég er bara svona og get ekkert að því gert.

IMG 0302Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband