2672 - Flugvirkjaverkfallið o.fl.

Ef AlfaZero er jafn gáfuð tölva og fréttskeyti vilja vera láta, sem auðvitað gæti vel verið,  (skák er ekki nein geimvísindi) væri þá ekki upplagt að láta hana búa til fáeinar bitcoin-krónur. Þær eru víst í háu verði núna og erfitt að búa þær til, eftir því sem sagt er. Annars ætti ekki að vera vandamál að fá henni vandamál til að leysa, svona þegar hún er búin að afgreiða skákina. Annars gæti verið að þessi tölva (eða algoritminn sem stjórnar henni) boði heilmikil tíðindi í AI eða artifical intelligence.

Í Virginiuríki í Bandaríkjunum er bannað að bölva. Þar eru sektir við því að gerast sekur um slíkt á almannafæri. Það er lagt að jöfnu við að vera drukkinn á samskonar færi. Auðvitað er þetta lítið notað ákvæði og Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur dæmt að það fari í bága við tjáningarfrelsið, sem tryggt á að vera í stjórnarskránni. Samt er það stundum notað til að réttlæta viðveru og afskipti lögreglu. Það er einkenni valdasækinna þjóðfélaga að vilja binda sem flest í lög og lögfesta það sem þykir sjáfsagt á þeim tíma sem það er ákveðið. Slíkt er vel hægt að misnota og hefur oft verið gert. Þetta með bölvið og ragnið er gott dæmi um það. Auðvitað er óþarfi að binda slíkt í lög. Sá sem gengur í berhögg við almennt siðferði er yfirleitt sjálfum sér verstur.

Í fyrrinótt dreymdi mig Nicolas Cage hinn bandaríska stórleikara. Ekki hef ég neina hugmynd um hversvegna mig dreymdi hann. Mér fannst hann vera pínulítill, varla meira en svona 15 til 20 sentimetra langur. og að ég tæki hann upp og henti honum úr vegi. Eftirá varð mér svo ljóst að þetta gat þýtt semband við annan heim, og allskyns vitleysu dreymdi mig svo í sambandi við það.

Varðandi verkfall það sem stendur yfir þegar þetta er skrifað vil ég bara segja það, að ég skil mætavel það sjónarmið að lítil og fámenn stéttarfélög eigi ekki að geta kúgað stór fyrirtæki og mikinn fjölda manna. Hins vegar finnst mér að seljendur vinnu eigi ekki sjálfkrafa að eiga minni rétt en seljendur varnings og sérfræðilegrar þjónustu. Mér finnst Bandaríkjamenn hafa gegið full-langt í síðarnefnu áttina og Skandinavíska módelið þjóna þessu sjónarmiði betur. Helst vil ég komast hjá því að taka auðvelda afstöðu með öðrum aðilanum í yfirstandandi deilu.

IMG 0343Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jamm. Seljendum varnings er reyndar bannað að hafa samráð um að pína upp verðið.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.12.2017 kl. 15:45

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta snýst ekki bara um samráð. Til dæmis líka um stjórnmálaskoðanir, völd og áhrif. Fyrirtæki og einkum alþjóðleg stórfyrirtæki hafa um miklu fleiri leiðir að velja en þeir sem bara hafa eitt að selja.

Sæmundur Bjarnason, 20.12.2017 kl. 05:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband