31.10.2017 | 10:02
2661 - Stólaleikurinn mikli
Jæja, þá eru kosningarnar blessunarlega afstaðnar. Hefst þá stólaleikurinn. Á fésbókinni spáði ég því að Katrín Jakobsdóttir mundi sennilega mynda næstu stjórn með Samfylkingunni, Pírötum og Framsóknarflokki og e.t.v. styðjast við Flokk fólksins eða Viðreisn. Nú er ég að mestu fallinn frá þeirri skoðun. Sennilega dreymir Sigurð Inga um að verða þriðja hjólið undir vagni Bjarna og Katrínar. Ekki er samt víst að þau nái saman en vafalaust verður samt reynt að útiloka Sigmund sem mest. Stjórnarmyndunarumboðið er að mestu þýðingarlaust, nema þá til að kanna hug Guðna forseta.
Það sem hér fer á eftir var ég að mestu búinn að skrifa fyrir kosningarnar en til að ná æskilegri lengd á bloggið læt ég það fljóta hér með.
Þó sumum þykji fyndið að tala um exemflokkinn hugsa ég að sá útúrsnúningur verði Sigmundi ekki til trafala. Undarlegt er þó í meira lagi hve margir virðast trúa fagurgala hans. Þetta með að gefa fólki það sem það á nú þegar minnir óþægilega á kennitölusöfnunina sem var einu sinni í tísku. Í Rússlandi skilst mér að þessi aðferð hafi verið reynd (ekki bara í sambandi við banka, heldur einnig ýmislegt annað) og ekki hafi tekist vel til þar.
Eiginlega er ég í mesta vafa um hvort ég eigi að kjósa Píratana eða Samfylkinguna. Þó sumir á blogginu eða fésbókinni tali mjög illa um báða þessa flokka hefur það engin áhrif á mig. Mér finnst þeir vera þeir einu sem til greina koma. Sumir litlu flokkanna gætu þó hentað mér sæmilega en ég tek talsvert mark á skoðanakönnunum og þær hafa viss áhrif á val mitt. En ákvörðum verður að taka. (Á endanum kaus ég Píratana Ath. þetta er seinni tíma viðbót.)
Ástæða er til að vona að einhverjir vakni á sunnudagsmorguninn næstkomandi þrátt fyrir að hugsanlega verði ekki útséð um úrslit kosninganna fyrr en talsvert er liðið á nóttina. Þetta segi ég vegna þess að við hjónakornin erum að hugsa um að hafa smáveislu fyrir afkomendur okkar og þeirra nánustu, en við erum bæði nýlega orðin 75 ára. Reyndar er það enginn sérstakur aldur en afsakanlegt er samt að hafa þetta þeim mun þéttara sem nær dregur öldinni.
Þessi veisla tókst ágætlega og
Þetta fann ég á flandri mínu um Internetið á sjálfan kosningadaginn:
Árni talar einnig um samskipti katta og nagdýra en bogfrimilssýking er einfrumungur sem lifir í músum og breytir hegðun músarinnar, sýkt mús sækir í kattahland og er því að þvælast á svæði sem köttur sækir, kötturinn drepur músina og þá berst bogfrimilssmitið þeirra á milli. Ef smit berst í mannfólk getur sú sýking valdið breytingu í hegðun fólks.
Konur verða glysgjarnari og lauslátari en karlar verða áhættusæknari og árásárgjarnari.
Árni þessi er sagður vera dýralæknir og ekki er hann sérstakur kattavinur en mér dettur í hug að hann sé Sigmundarvinur. Þetta er ekki sett fram til að fá fólk til að kjósa ekki exemflokkinn enda er kosningadagurinn liðinn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Er það ekki annar Árni Matt. sem kann dýralækningar? Ég held að það sem þessi Árni segir um toxoplasmosis sé hálfgerð steypa. Mér skilst að „sýkillinn“ sem heitir toxoplasma gondi sé í um helmingi jarðarbúa og geri lítinn skaða.
Einhverjir telja að toxoplasma tengist alvarlegum sjúkdómum eins og geðklofa og geðhvarfasýki aðrir að hann verji fólk fyrir slæmum kvillum eins og MS (multiple sclerosis). Hvað er satt í þessu veit ég ekki (og mig grunar að Árni viti það ekki heldur). Hitt þykist ég vita að menn hafi í þúsundir ára átt vingott við ketti án þess að hrynja niður úr kattasjúkdómum. Hins vegar hafa kettir hjálpað, og hjálpa enn, við að losa fólk við skaðleg óþrif af rottum og músum.
Atli Harðarson 31.10.2017 kl. 19:30
Sögusagnir um að kvikindið hafi áhrif á hegðun fólks eru dregnar í efa af fólki sem hefur nýlega rannsakað þessi efni. (Sjá t.d. http://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0148435 og http://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0148435)
Atli Harðarson 31.10.2017 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.