29.8.2017 | 13:40
2638 - Trump-blæti
Sennilega er ég með einskonar Trump-blæti. Jafnvel er ég ekki einn um það. Að einu leyti er ég hugsanlega líkur honum. Hann er eins og kunnugt er Twitter-óður. Lætur allt flakka í Twitter-færslum sínum og leitast við að koma hugsun sinni á framfæri í sem fæstum orðum. Aftur á móti er ég sennilega Moggabloggs-óður og vil gjarnan líka koma hugsun minni á framfæri í sem fæstum orðum. Það hef ég lært af Jónasi Kristjánssyni og Páli Vilhjálmssyni. Sennilega er Trump líka á aldur við mig, en það finnst mér ekki skipta máli. Tölur og dagsetningar hafa aldrei verið mín sterka hlið. Minnið er líka ákaflega selektíft.
Ekki fer hjá því að margir hafi tekið eftir því að Trump hefur ánægju af því að reka eða segja fólki og samtökum upp. Stórblaðið Washington Post hefur stungið uppá því að hann segi Repúblikanaflokknum bara upp og bjóði sig fram utanflokka árið 2020. Með því mundi hann áreiðanlega lama eða ganga frá Repúblikanaflokknum. Og það sem kannski er verra frá hans sjónarmiði a.m.k.; hann mundi með því næstum tryggja Demókrötum sigur. Annars er Trump mesta ólíkindatól og erfitt að spá svona langt fram í tímann.
Þó McGregor hafi staðið sig betur en sumir áttu von á í bardaganum við Mayweather og hann gæti jafnvel átt talsverða framtíð fyrir sér í hnefaleikageiranum er ekki víst að hann eigi eftir að berjast aftur. A.m.k. er ekki líklegt að hann fari hefðbundnar leiðir í vali sínu á mótherjum. Þó hann hafi með tapi sínu komið svolitlu óorði á MMA-íþróttina, ef íþrótt skyldi kalla, virðist hún vera á góðri leið með að verða vinsælli en hnefaleikarnir. Mest held ég að það sé vegna þess að öll stjórnun þar virðist vera betur heppnuð og áhorfendur betur með á nótunum. Auk þess er hún blóðugri og átakameiri en boxið. Hnefaleikarnir hafa liðið fyrir það að þar eru alltof mörg sambönd og margir meistarar. Meiðslahættuna skulum við svo ekkert tala um. Sjálfshól og hávaði McGregors hefur sannarlega ekki hjálpað MMA eða UFC.
Á sínum tíma var ég Guðslifandi feginn þegar setan var afnumin. Ég átti nefnilega bágt með að tileinka mér z-reglurnar. Og í stafsetningarprófum var leitast við að leggja sjaldgæfar gildrur fyrir próftaka. Aftur á móti átti ég í litlum vandræðum með að skilja vel og tileinka mér y-reglur. Mín vegna mætti þó alveg afnema ypsilonið, en skelfing held ég að mér mundi þykja vel rituð íslenska ankannaleg ef svo væri gert. Greinarmerki, litla og stóra stafi, eitt eða tvö orð og ýmislegt þessháttar hef ég stundum átt í erfiðleikum með. Oftast er þó auðvelt að komast framhjá þess háttar hlutum. Sumir vilja láta framburð alveg ráða stafsetningu en það finnst mér of langt gengið.
Sennilega hef ég ekkert skrifað um uppreisn æru í lagalegum skilningi. Og heldur ekki um alþingismenn sem nenna ekki að sitja þar. Hvað æruna snertir finnst mér vel koma til greina að afnema öll ákvæði í lögum varðandi slíkt. Leyndarhjúpur sá sem umlukið hefur þessi mál er óásættanlegur. Þetta með að alþingismenn geti prófað í stuttan tíma hvernig það er að vera á þingi finnst mér líka óásættanlegt. Þá eru það líklega bara flóðin í Texas og hryðjuverkastarfsemi sem ég á eftir að skrifa um af því sem efst er á baugi núna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.