27.8.2017 | 08:51
2637 - Arpaio, Mayweather og Harvey
Leiða má líkur að því að Trump Bandaríkjaforseti hafi viljað nota tækifærið þegar hugsanlegt var að fólk tæki síður eftir náðuninni á Arpaio vegna fellbylsins, helgarinnar og boxbardagans. A.m.k. flýtti hann sér í felur og montaði sig ekkert af þessu síðasta afsreksverki sínu.
Minna varð úr fellibylnum en útlit var fyrir og boxbardaginn fór nokkurnvegin eins og flestir höfðu spáð. Alveg er það samt furðulegt að hægt skuli vera að auglýsa þriðja eða fimmta flokks boxbardaga svona upp og að eins miklir peningar, og virðist vera, hafi verið í spilinu.
Auðvitað eru kjósendur í Bandaríkjunum af ýmsu sauðahúsi og allavega á litinn. Hafa alist upp á mismunandi hátt. Sumir hafa meira að segja upphaflega komið á ólöglegan hátt til landsins. Um það þarf ekki að fjölyrða. Á undan hvítu þjóðernissinnunum í Suðurríkjunum voru þar Rauðskinnar eða Indjánar er manni fortalið. Vandséð er hverjir hafa mestan rétt til að vera þar.
Trump forseti eykur eftir mætti óvild milli hópa. Kennir fjölmiðlum um flest sem aflaga fer. Mér finnst þó alvarlegast að þetta mun á endanum verða til þess að Bandaríkin einangrast. Þannig fer illa fyrir öllum eða langflestum þúsundáraríkjum. Þannig fór fyrir Rómverjum. Þannig fór fyrir Hitlers-Þýskalandi. Þannig fór fyrir Sovétríkjunum sálugu o.s.frv. Á ýmsan hátt er samt sá suðupottur ólíkra hópa, sem Bandaríkin óneitanlega eru, ólíkur hinum, en örlögin geta orðið svipuð.
Forðum daga var manni kennt að skilningarvitin væru fimm: Sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinning var romsan sem maður lærði í skóla. Sennilega eru skilningarvitin miklu fleiri en þetta. Í málinu er samt talað um sjötta skilningarvitið og fáir eða engir hafa skilgreint það að nokkru gagni. Fróðlegt er að fylgjast með því hjá dýrum, hve skilningarvitin fimm hafa þróast misjafnlega hjá þeim. Hegðun þeirra er oftast hægt að skýra með skilningarvitunum fimm, en allsekki alltaf. Sumt í hegðun þeirra er alls ekki á mannlegu valdi að skýra til fullnustu.
Um daginn sá ég einhversstaðar að reynt væri að fá Palla Magg til að bjóða sig fram í leiðtogahlutverkið hjá Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórnarkosningum á næsta ári. Ég kannast svolítið við Pál Magnússon frá því að ég vann uppá Stöð 2. Á margan hátt er hann mannasættir og gæti plumað sig ágætlega sem leiðtogi Sjálfstæðismanna. Hélt reyndar lengi vel að hann væri krati, eins og pabbi hans var, en hann kaus að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er ekkert verri fyrir það. Kannski er hann þó fullmikil gufa og aðsópslítill til þess að verða leiðtogi í Sjálfgræðisflokknum. Á hinum endanum finnst mér Brynjar Nielsson vera þó hann tilheyri sama flokki. Hann beinlínis gerir í því að æsa menn upp. Þykist auk þess vera afskaplega fyndinn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur
Takk fyrir skemmtileg skrif. Einhver mynd liðurinn er skemmtilega ferskur, minnir á síðustu frétt allra fréttatíma þ.e. "feel good" fréttinna sem sýnd er til að koma fólki niður á jörðina eftir fréttir :)
Sigþór Hrafnsson 27.8.2017 kl. 13:54
Takk Sigþór. Ég reyni að hafa skrifin mín fjölbreytileg og ekki endilega um það sem efst er á baugi í fréttum þá stundina. Fréttaskott var einhverntíma talað um og sennilega áttu við það.
Sæmundur Bjarnason, 27.8.2017 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.