28.4.2017 | 09:43
2601 - Vísindin og tæknin
Allt í einu eru menn farnir að rífast um bensínsölu. Ekki seinna vænna. Sú sala er nefnilega að verða úrelt. Það skyldi þó ekki vera að hægt sé að græða á slíkri sölu. Kannski fáum við alvöru samkeppni þar. Einhverjir hóta því að keyra frekar bensínlausir en skipta við Haga/Olís. Þetta er gamall brandari, sem einu sinni var heimfærður uppá Essó eða Skeljung meðan pólitíkin skipti meira máli en bensínverðið. Svo komu menn sér saman um að féfletta bara pöpulinn í staðinn.
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins hugsa stundum. Ég er þó ekki þeirra á meðal. Þarna sneri ég á þá sem alltaf vilja snúa útúr öllu. Mér leiðist flokkapólitík. Liðaskiptingin á alþingi er stærsti gallinn á þeirri stofnun. Alþingismenn hafa samt áhrif. Baráttan um ræðustólinn er þó stundum svolítið hlægileg. Málþófið líka. Margt væri hægt að laga í starfsemi alþingis.
Vísindin og tæknin
hafa til þess fundið ráð
að taka upp ræður þingmanna
á fínan segulþráð.
Var einu sinni ort. Þetta minnir mig að hafi verið birt í Speglinum sáluga sem kallaður var samviska þjóðarinnar (með setu þó).
Enginn vafi er á því að sú tækni sem dembt hefur verið yfir íbúa hins vestræna heims hefur á margan hátt auðgað líf almennings og bætt lífskjör hans. Hinar suðrænu þjóðir hafa sumar farið á mis við þessa tækni að meira eða minna leyti. Hver og einn vill halda sínu. Þessvegna er það sem þjóðernishyggja hverskonar hefur víða grafið um sig. Á þann hátt má segja að tæknin hafi pólitísk áhrif.
Með tækninni hafa margar iðngreinar orðið óþarfar og dáið út. Ekki þarf að tíunda það hér. Eins hefur tæknin breytt mörgu. Drónarnir sem æða um loftin blá hafa gjörbreytt allri ljósmyndun og kvikmyndatækni og gert hana að almenningseign í ríkari mæli en áður hefur þekkst. Geimrusl hverskonar fer líka mjög vaxandi og sífellt verður ódýrara og ódýrara að setja allskonar tæki á braut um jörðu. Einhvertíma kann það að torvelda geimferðir.
Ef maður fylgist svolítið með fjölmiðlum og fésbókarskrifum fer ekki hjá því að manni detti í hug að bakteríuhræðsla og flóttamannagæði séu að eyðileggja líf sumra. Hvað bakteríuhræðsluna snertir er greinilegt að flestallir verða að treysta á ansi marga í því efni ef komast á með öllu hjá bakteríum og vírusum. Flóttamannagæðin geta líka gengið útí öfgar þó sjálfselskan og græðgin séu að sjálfsögðu ekkert betri.
Klukkan var að verða hálfátta þegar ég kom mér af stað í morgungönguna. Það var að sjálfsögðu fremur seint og ekki bætti úr skák að hér á Akranesi var þá bæði rok og rigning. Veðrið er eitthvað skárra núna en vorið lætur samt bíða svolítið eftir sér þó ég sé búinn að láta setja sumardekkin undir bílinn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.