26.4.2017 | 10:05
2600 - Á Grandi að stjórna landinu?
Að því leyti rennur mér blóðið til skyldunnar að ég er búsettur á Akranesi. Mikið er rætt um hvort fyrirtækið Grandi, sem gleypti önnur fiskvinnslufyrirtæki, eigi að vera á Akranesi eða í Reykjavík. Af er sú tíð að sérstakt fiskvinnslufyrirtæki sé í hverju krummaskuði. Þau stærri hafa að sjálfsögðu gleypt þau minni. Slík er lífsins saga. Forstöðumenn Granda h/f hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að vera með fiskvinnslu á báðum stöðunum. Þá gætu minni fyrirtæki farið að standa í þeim. (Gleypigangurinn altsvo.) Eftir að sementverksmiðjan hér á Akranesi lagði upp laupana er besta plássið í bænum undirlagt þessum andskota. Annars stefnir í það að Reykjavík og Akranes vaxi saman. Jafnvel frekar en Reykjavík og Suðurnesin. Samt veit ég svosem ekkert um þetta frekar en aðrir. Bollaleggingar eru þó ókeypis og þar að auki er Keflavíkurflugvöllur á Suðurnesjum.
Þessa klásúlu setti ég á fésbók, því mér fannst áríðandi að koma þessum miklvæga boðskap sem fyrst í umferð. Þeir sem eru svo langt leiddir að lesa bæði bloggið mitt og það sem ég læt frá mér fara á fésbókinni geta semsagt sleppt þessu.
Vaðlaheiðargöngin eru umdeild mjög. Ekki stendur þó til að hætta við. Allar stórframkvæmdir eru umdeildar meðan á þeim stendur. Hvalfjarðargöng voru það, sömuleiðis Borgarfjarðarbrúin, Ráðhús Reykjavíkur, Perlan og ekki má gleyma Hörpunni. Eftirá keppast allir við að lofa framkvæmdina, enda verður ekki aftur snúið. Afkomuna má alltaf laga til með bókhaldbrellum ef þörf er á.
Frjálsar fóstureyðingar eða þungunarrof. Þetta eru dæmi um mátt tungumálsins. Um að gera að taka upp Newspeak ef þess er nokkur kostur. Þó er ekki rétt að ganga alla leið samstundis. Miklu máli skiptir samt að rétt tungutak sé notað hjá þeim sem um málin fjalla. Kynvilla man ég eftir að hafi verið nokkurn vegin viðurkennt orð í eina tíð. Alls ekki er svo lengur. Nú er fólk í mesta lagi samkynhneigt. Eiginlega má ekki einu sinni segja að menn séu samkynhneigðir því með því er líklega verið að gefa í skyn að umræðan sé ekki nógu feminisk. Allir eiga að vera feministar eins og kunnugt er.
Þetta setti ég saman á gönguferðinni í morgun:
Hundarnir eru alltaf berfættir
Og vilja ganga þar sem mýkst er
Þeir sem eru vel skóaðir
Vilja ganga á sem sléttustu undirlagi
Nema þeir séu að æfa sérstaklega
Hið íslenska þúfnagöngulag
Eða á leiðinni að klífa fjöll.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.