21.3.2017 | 09:47
2591 - Kellyanne Conway
Þó ég sé mjög svo á móti flestu því sem Útvarp Saga heldur fram get ég ekki neitað því að réttarhöldin sem nú fara fram um tjáningarfrelsi stöðvarinnar fá mig til þess að hugsa mig vandlega um. Það er í rauninni enginn vandi að verja tjáningarfrelsi þeirra sem maður er að mestu leyti sammála. Ég get ekki annað en verið sammála því að það sé fáránlegt að ætla sér að ákæra Pétur Gunnlaugsson fyrir brot á lögum sem eiga að vernda minnihlutahópa.
Tjáningarfrelsið sjálft er miklu mikilvægara en allt slíkt. Eiginlega eru þessi lög dæmi um þöggun af versta tagi. Í mínum huga er tjáningarfrelsið mikilvægara en flest annað. Ef ekki er hægt að finna því stað að sérstökum ummælum sé í raun og veru ætlað að hafa tiltekin áhrif er engin leið að segja að ráðist sé gegn minnihlutahópum. Tiltekin orðræða getur ekki gert tjáningarfrelsið ómarktækt.
Að sumu leyti eru ljósmyndir og vídeómyndir að ganga af Internetinu dauðu. Sömuleiðis fésbókin. Sumir hræðast hana og það er engin furða. Í gamla daga var allt svart/hvítt eins og myndirnar. Litaðar ljósmyndir frá þeim tíma eru lítils virði. Talaða málið og málverkin blíva. Í gamla daga sá ég Internetið fyrir mér sem eitt gríðarmikið bókasafn. Sú hefur þróunin alls ekki orðið. Bandvíddin hefur öll orðið til þess að myndirnar eru settar í öndvegi. Ein mynd segir meira en þúsund orð segir ofnotað máltæki. Eins má snúa þessu við. Eitt orð getur hæglega sagt meira en þúsund myndir.
Kellyanne Conway er á margan hátt Vigdís Hauksdóttir þeirra Bandaríkjamanna. Hún er stundum með fótinn í munninum eins og þeir sem enskumælandi eru komast stundum að orði og gerir bommertur sem eru eiginlega engum ætlandi. Á sama tíma segir hún sannleikann umbúðalausan og kemst stundum vel að orði. Er elskuð af aðdáendum sínum, en hötuð af gagnrýnendum.
Trump sjálfur er sennilega í miklum vandræðum útaf ummælum sínum um Obama fyrirrennara sinn. Hatur hans á höfuðborginni, löggjafarsamkomunni, dómsvaldinu og eiginlega öllu sem snýr að daglegri stjórnun, virðist ekki eiga sér nein takmörk og ekki er annað að sjá en það verði honum að falli. Hann virðist vera búinn að glata trausti flokksbræðra sinna og með því er fokið í flest skjól hjá honum. Óvinsældir hans meðal almennings eru orðnar næstum eins miklar og íslensku ríkisstjórnarinnar.
Læt ég nú lokið stjórnmálahugleiðingum mínum og reyni að taka upp léttara hjal. Öfgamenn í þjóðernisrembingi munu áreiðanlega ekki vera sammála þessari greiningu minni. Trump er og hefur verið á margan hátt þeirra sameiningarmerki og nú hafa þeir ekkert nema Brexit til að krunka um.
Hvað er léttara hjal? Hvernig er hægt að segja brandara eftir reiðilesur af þessu tagi? Ég bara skil ekki hvernig sumt fólk hugsar. Tökum sem dæmi Þorstein þann Scheving sem setur fjölda linka á síðuna hjá mér í gær. Heldur hann að stórblöð eins og Washington Post, New York Times og fleiri séu að gagnrýna Trump forseta bara af því að það sé svo gaman? Sjónvarpsstöðin Fox News er eina stóra fréttaveitan sem styður Trump, enda trúir hann allri vitleysu sem þaðan kemur.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.