16.3.2017 | 23:19
2587 - Fígaró
Ekki eru dagblöðin öfundsverð. Þurfa sífellt að huga að því að geðjast öllum. Ekki get ég sagt að ég hafi nokkurn minnsta áhuga á að lesa frétt sem hefur þessa fyrirsögn: Survivor-stjarna hittir 30 íslenska aðdáendur. Samt getur vel verið að einhverjum finnist þessi frétt skipta máli. Sömuleiðis fletti ég sem hraðast yfir flestar auglýsingar í Fréttablaðinu. Eiginlega er engin þörf á að fletta því eðla og ókeypis dagblaði nema í mesta lagi aftur að miðju. Þar fyrir aftan eru yfirleitt bara auglýsingar og ómerkilegt efni fyrir fréttasjúkling eins og mig. Annars tefur Fréttablaðið mig stundum frá því að lesa það efni á netinu sem ég hef áhuga á. Þar að auki tekur mig sífellt lengri tíma að gera slíkt.
Já, ég viðurkenni það alveg. Sennilega er ég með helvítið hann Donald Trump á heilanum og þar að auki þykist ég hafa eitthvert vit á heimsmálum. Þetta má glöggt sjá á blogginu mínu. Kannski ég reyni að komast eitthvað útúr þessu hjólfari. Það er samt erfitt og einhvern veginn finnst mér að landsmálin, að ég nú tali ekki um sveitarstjónarmálin, vera hálfómerkileg. Líklega ætti ég samt að einbeita mér meira að slíku.
Ég er svo mikill analfabeti í tónlistarefnum að ég hélt einu sinni að Sjúpeng og Chopin væru tveir menn. Því vitanlega kunni ég að lesa og hlustaði talsvert á útvarp. Aðallega talað mál þó. Sömuleiðis hélt ég lengi vel að til væru tveir söngvarar sem hétu Nikola Gedda og hinn héti Nikolai Edda. Já, margur er misskilningurinn og stundum er um að ræða rangan misskilning og þá er illa komið. Í sumum öðrum málum er ég ekki nærri eins vitlaus.
Um daginn settist ég inn í bílinn minn, eða réttara sagt okkar, setti hann í gang og hugðist aka af stað. Þá var öskrað svo hátt að undir tók a.m.k í bílnum og e.t.v. víðar: FÍGARÓ FÍGARÓ FÍGARÓ. Mér krossbrá að sjálfsögðu og áttaði mig ekki alveg strax á því að þetta kom frá útvarpinu og einhver var að ég held að kynna útvarpsþátt. Auðvitað flýtti ég mér að þagga niður í tækinu og eiginlega er ekkert meira um þetta að segja.
Sennilega er VR eitt stærsta verkalýðsfélag landsins. Auðvitað er það ekkert smámál einmitt um þessar mundir að Ólafía B. Rafsdóttir skuli hafa tapað fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni í formannskjöri þar. Þó kjörsókn hafi verið lítil er það bara vaninn í þessu félagi. Þannig var það líka þegar ég starfaði þar og var að mig minnir í trúnaðarráði félagsins en Magnús L. Sveinsson stjórnaði því þá og hafði lengi gert. Gegndi á sama tíma trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann var álitinn (flokkurinn altsvo) eiga þetta félag. Ég sat líka á sínum tíma nokkur Alþýðusambandsþing og verkalýðsmálin voru jafnvel talin vera hallari undir stjórnmálaöflin þá en nú.
Þrátt fyrir árangur vinstri manna að undaförnu s.s. með umræddum sigri Ragnars og þingkosningunum í Hollandi í gær er ekki hægt að afskrifa þá skoðun að þjóðernisrembingur og útlendingahræðsla virðist fara vaxandi í Evrópu. Reynt er að blanda trúmálum í þetta með Múslima-andúð. Stjórnmálin í Bandaríkjunum eru líka hatrammari en venjulega hverju sem um er að kenna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.