19.2.2017 | 09:16
2575 - Snýst Vísindakirkjan bara um Tom Cruise?
Þegar talið berst að Vísindakirkjunni dettur mann náttúrulega Tom Cruise í hug. Víst er hann ágætur leikari en eiginlega er hann sá eini sem maður man eftir að tilheyri þessari vitleysu. Menn gætu alveg eins trúað á Donald Trump. Og ég er ekki frá því að sumir geri það. Að láta sér koma til hugar að einhver misheppnaður og löngu dauður (1986) vísindaskáldsagnahöfundur sé guðleg vera er kannski mátulega vitlaust til að trúa á. Einhverjir eru svo heilaþvegnir að þeir gera það svosem og eru allsekkert verri fyrir það. En ósköp vorkennir maður þeim samt.
Einu sinni hafði ég heilmikinn áhuga á Óskarsverðlaununum. Það er sem betur fer liðin tíð. Nú fer sennilega að líða að þeim. Get bara ekki fengið mig til að fjölyrða um svo ómerkilegan hlut. Ætti samt að geta fengið áhuga á kvikmyndum svona yfirleitt. Stundum eru þær virkilega góðar. Jafnvel er hægt að segja að í þeim komi saman fjöldi listgreina. Þ.e.a.s. þegar best tekst til. Óskarsverðlaunin eru enginn mælikvarði á það.
Svipað er að segja um körfubolta. Gott ef stjörnuleikurinn svokallaði var ekki í gærkvöldi. Get ómögulega hrist upp í mér áhuga á honum. Einu sinni hafði ég meira að segja áhuga á Amerískum fótbolta. Sem er náttúrulega ekki einu sinni alvörufótbolti. Þegar Ofurskálin var í fyrsta sinn sýnd beint hér á Íslandi man ég eftir að auglýsingar fóru beint ofan í fyrsta og jafnvel eina snertimarkið og ekki þótti það gott.
Einhvern vegin er það svo að mér finnst ég vera að skrifa fyrir fleiri þegar ég blogga en þegar ég skrifa á fésbókarvegginn. Er semsagt ekki kominn uppá að skrifa þar jafnóðum allt sem mér dettur í hug eins og sumir virðast gera. Andskotans kjaftæði. Betra er að hugsa sig aðeins um áður en hlutirnir eru settir á fésbókarfjandann. Það kemur samt ekki í veg fyrir að ég lesi ýmislegt þar. Óhemju spar er ég samt á lækin.
Þeir sem töluðu um þriðju heimssyrjöldina eða breytta heimsskipan fyrir nokkrum árum voru sagðir mála skrattann á vegginn. Á þessu ári virðist það samt alveg mega. Er það Tromparanum að kenna? Ekki veit ég það en hitt veit ég að margir Bandaríkjamenn (jafnvel Repúblikanar) óttast að fyrir tilverknað hans muni vegur USA í heiminum fara versnandi. Ef sá maður (Donald Trump) á að ráða öllu (eða næstum öllu) í samskiptum Bandaríkjanna við aðrar þjóðir er hætta á að illa fari. Annað hvort fyrir honum eða heiminum öllum. Skrítið að framtíð heimsins skuli að miklu leyti vera komin undir duttlungum eins manns.
Sjómannaverkfallið er líklega farið úr fréttaglugganum. Samt er það skrítið að senda skipin ekki per samstundis úr höfn og hraða í staðinn atkvæðagreiðslum um samninginn svona mikið. Ætla samt ekki að spá neinu. Ég hef líka oft(ast) rangt fyrir mér. Kannski sjómennirnir séu á móti því að ríkisstjórnin fái prik.
Veðrið er alltaf að skána. Þetta hlýtur að enda með ósköpum. Ætli veturinn gleymist ekki bara alveg. Sólin lætur samt ekki plata sig. Nú er farið að birta mun fyrr en þegar verst lét. Febrúarhlýjindi eru varasöm. Jafnvel hættuleg. Krókusar og aðrir þöngulhausar gætu farið að kíkja uppúr moldinni. Og eru kannski byrjaðir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.